Gunnar: Spennustigið er lægra en í fyrra Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. ágúst 2015 12:00 Gunnar Rafn er að stýra liði í bikarúrslitum í fjórða sinn á síðustu fimm árum. vísir/anton Selfoss og Stjarnan mætast í bikarúrslitum í dag. Þetta er annað árið í röð sem þessi lið leiða saman hesta sína í bikarúrslitum en Stjarnan vann leik liðanna í fyrra með fjórum mörkum gegn engu. Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfari Selfoss, er ekki viss hvort hann eigi von á jafnari leik í ár. „Ég veit það ekki. Leikurinn í fyrra var mjög jafn þangað til undir lokin og leikirnir okkar gegn Stjörnunni hafa verið gríðarlega jafnir. Í ár erum við búnar að vinna þær tvisvar og þær okkur tvisvar. Ég býst við jöfnum leik á laugardaginn,“ sagði Gunnar í samtali við Vísi fyrir bikarúrslitaleikinn. Hann segir að Selfyssingar mæti tilbúnari til leiks í ár en í fyrra. „Við erum reynslunni ríkari og spennustigið er lægra hjá hópnum. Liðið er sterkara frá því í fyrra. Á móti kemur að deildin og öll liðin í henni og þessari keppni eru sterkari. Og vonandi sjáum við betri fótbolta á laugardaginn. Ég býst við hröðum leik,“ sagði Gunnar. Liðin unnu sitt hvorn leikinn í Pepsi-deildinni en hvað var það sem gekk vel hjá Selfossi í sigurleiknum í deildinni? „Það sem hefur verið að virka fyrir Selfossliðið er gríðarleg vinnusemi og mikil barátta, einfalt upplegg og einhugur í hópnum. Þetta þarf að vera í lagi ef við ætlum að vinna leikinn. „Við þurfum að vilja vinna og klára okkur inni á vellinum,“ sagði Gunnar sem stýrði Val til sigurs í bikarkeppninni fyrir fjórum árum. Hann hefur verið fastagestur í bikarúrslitaleikjum undanfarin ár en þetta er í fjórða sinn á síðustu fimm árum sem hann stýrir liði í þessum stærsta leik hvers sumars. Stjarnan teflir fram gríðarlega sterku liði sem styrktist enn frekar í félagaskiptaglugganum þegar Garðabæjarliðið fékk til sín fjóra erlenda leikmenn. Tvær þeirra eru brasilískar landsliðskonur sem hafa komið sterkar inn í lið Stjörnunnar. „Nei, ekki þeim sérstaklega,“ svaraði Gunnar aðspurður hvort hann væri með einhver sérstök ráð til að stoppa Brassana tvo í liði Stjörnunnar. „Við reynum að leggja leikinn vel upp og undirbúa okkur vel. Hver einasti leikmaður í Stjörnuliðinu, hvort sem hann spilar eða ekki, er gríðarlega sterkur. En það er líka þannig hjá okkur,“ sagði Gunnar sem segir að Selfossliðið sé ákveðið að vinna sinn fyrsta bikarmeistaratitil og jafnframt fyrsta stóra titilinn í sögu félagsins. „Við viljum og ætlum að vinna. En við finnum ekki fyrir neinni pressu frá bæjarfélaginu eða félaginu. Þetta er náttúrulega gríðarlega stór áfangi fyrir lið sem hefur bara verið fjögur ár í efstu deild að komast annað árið í röð í bikarúrslit.“Leikur Selfoss og Stjörnunnar hefst klukkan 16:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Einnig verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Guðmunda: Ferð ekki í bikarúrslitaleik til að tapa Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, segir að Selfyssingar séu reynslunni ríkari eftir bikarúrslitaleikinn í fyrra sem var sá fyrsti í sögu félagsins. 29. ágúst 2015 08:00 Ólafur: Bæði liðin vilja sækja Ólafur Þór Guðbjörnsson stýrir Stjörnunni í bikarúrslitaleik annað árið í röð. 29. ágúst 2015 14:00 Dagný: Kannski eru það örlög að ég vinni bikarinn með Selfossi Dagný Brynjarsdóttir verður í eldlínunni í bikarúrslitaleiknum í ár eftir að hafa misst af þessum stærsta leik sumarsins í fyrra. 29. ágúst 2015 11:00 Ásgerður: Hungrið er vonandi enn meira Ásgerður Stefanía Baldursdóttir leiðir Stjörnuna út á Laugardalsvöllinn í dag þegar Garðbæingar mæta Selfossi í úrslitaleik Borgunarbikarsins. 29. ágúst 2015 10:00 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjá meira
Selfoss og Stjarnan mætast í bikarúrslitum í dag. Þetta er annað árið í röð sem þessi lið leiða saman hesta sína í bikarúrslitum en Stjarnan vann leik liðanna í fyrra með fjórum mörkum gegn engu. Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfari Selfoss, er ekki viss hvort hann eigi von á jafnari leik í ár. „Ég veit það ekki. Leikurinn í fyrra var mjög jafn þangað til undir lokin og leikirnir okkar gegn Stjörnunni hafa verið gríðarlega jafnir. Í ár erum við búnar að vinna þær tvisvar og þær okkur tvisvar. Ég býst við jöfnum leik á laugardaginn,“ sagði Gunnar í samtali við Vísi fyrir bikarúrslitaleikinn. Hann segir að Selfyssingar mæti tilbúnari til leiks í ár en í fyrra. „Við erum reynslunni ríkari og spennustigið er lægra hjá hópnum. Liðið er sterkara frá því í fyrra. Á móti kemur að deildin og öll liðin í henni og þessari keppni eru sterkari. Og vonandi sjáum við betri fótbolta á laugardaginn. Ég býst við hröðum leik,“ sagði Gunnar. Liðin unnu sitt hvorn leikinn í Pepsi-deildinni en hvað var það sem gekk vel hjá Selfossi í sigurleiknum í deildinni? „Það sem hefur verið að virka fyrir Selfossliðið er gríðarleg vinnusemi og mikil barátta, einfalt upplegg og einhugur í hópnum. Þetta þarf að vera í lagi ef við ætlum að vinna leikinn. „Við þurfum að vilja vinna og klára okkur inni á vellinum,“ sagði Gunnar sem stýrði Val til sigurs í bikarkeppninni fyrir fjórum árum. Hann hefur verið fastagestur í bikarúrslitaleikjum undanfarin ár en þetta er í fjórða sinn á síðustu fimm árum sem hann stýrir liði í þessum stærsta leik hvers sumars. Stjarnan teflir fram gríðarlega sterku liði sem styrktist enn frekar í félagaskiptaglugganum þegar Garðabæjarliðið fékk til sín fjóra erlenda leikmenn. Tvær þeirra eru brasilískar landsliðskonur sem hafa komið sterkar inn í lið Stjörnunnar. „Nei, ekki þeim sérstaklega,“ svaraði Gunnar aðspurður hvort hann væri með einhver sérstök ráð til að stoppa Brassana tvo í liði Stjörnunnar. „Við reynum að leggja leikinn vel upp og undirbúa okkur vel. Hver einasti leikmaður í Stjörnuliðinu, hvort sem hann spilar eða ekki, er gríðarlega sterkur. En það er líka þannig hjá okkur,“ sagði Gunnar sem segir að Selfossliðið sé ákveðið að vinna sinn fyrsta bikarmeistaratitil og jafnframt fyrsta stóra titilinn í sögu félagsins. „Við viljum og ætlum að vinna. En við finnum ekki fyrir neinni pressu frá bæjarfélaginu eða félaginu. Þetta er náttúrulega gríðarlega stór áfangi fyrir lið sem hefur bara verið fjögur ár í efstu deild að komast annað árið í röð í bikarúrslit.“Leikur Selfoss og Stjörnunnar hefst klukkan 16:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Einnig verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Guðmunda: Ferð ekki í bikarúrslitaleik til að tapa Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, segir að Selfyssingar séu reynslunni ríkari eftir bikarúrslitaleikinn í fyrra sem var sá fyrsti í sögu félagsins. 29. ágúst 2015 08:00 Ólafur: Bæði liðin vilja sækja Ólafur Þór Guðbjörnsson stýrir Stjörnunni í bikarúrslitaleik annað árið í röð. 29. ágúst 2015 14:00 Dagný: Kannski eru það örlög að ég vinni bikarinn með Selfossi Dagný Brynjarsdóttir verður í eldlínunni í bikarúrslitaleiknum í ár eftir að hafa misst af þessum stærsta leik sumarsins í fyrra. 29. ágúst 2015 11:00 Ásgerður: Hungrið er vonandi enn meira Ásgerður Stefanía Baldursdóttir leiðir Stjörnuna út á Laugardalsvöllinn í dag þegar Garðbæingar mæta Selfossi í úrslitaleik Borgunarbikarsins. 29. ágúst 2015 10:00 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjá meira
Guðmunda: Ferð ekki í bikarúrslitaleik til að tapa Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, segir að Selfyssingar séu reynslunni ríkari eftir bikarúrslitaleikinn í fyrra sem var sá fyrsti í sögu félagsins. 29. ágúst 2015 08:00
Ólafur: Bæði liðin vilja sækja Ólafur Þór Guðbjörnsson stýrir Stjörnunni í bikarúrslitaleik annað árið í röð. 29. ágúst 2015 14:00
Dagný: Kannski eru það örlög að ég vinni bikarinn með Selfossi Dagný Brynjarsdóttir verður í eldlínunni í bikarúrslitaleiknum í ár eftir að hafa misst af þessum stærsta leik sumarsins í fyrra. 29. ágúst 2015 11:00
Ásgerður: Hungrið er vonandi enn meira Ásgerður Stefanía Baldursdóttir leiðir Stjörnuna út á Laugardalsvöllinn í dag þegar Garðbæingar mæta Selfossi í úrslitaleik Borgunarbikarsins. 29. ágúst 2015 10:00
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn