Ásgerður: Hungrið er vonandi enn meira Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. ágúst 2015 10:00 Ásgerður og Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliðar Stjörnunnar og Selfoss. vísir/anton Ásgerður Stefanía Baldursdóttir leiðir Stjörnuna út á Laugardalsvöllinn í dag þegar Garðbæingar mæta Selfossi í úrslitaleik Borgunarbikarsins. „Hún er bara góð og það er mikil tilhlökkun í okkar herbúðum,“ sagði Ásgerður í samtali við Vísi, aðspurð hvernig tilfinningin fyrir leikinn í dag væri. Stjarnan er í bikarúrslitum í fjórða sinn á síðustu sex árum á meðan Selfyssingar eru aðeins að fara í sinn annan úrslitaleik í sögu félagsins. Selfoss komst í fyrsta sinn í bikarúrslit í fyrra þegar liðið tapaði 4-0 fyrir Stjörnunni. Reynslan og hefðin er því Stjörnumegin. Ásgerður segir að reynslan hjálpi Stjörnunni eitthvað en hún muni ekki hafa úrslitaáhrif í dag? „Nei, ég held að Selfyssingarnir hafi alveg reynslu líka af því að vinna titla. Dagný (Brynjarsdóttir) vann t.d. titil með Bayern München fyrir einhverjum mánuðum síðar. Vonandi hjálpar þetta okkur eitthvað en það gefur okkur ekkert forskot á laugardaginn. Við þurfum að mæta í þennan leik og hafa fyrir hlutunum,“ sagði Ásgerður. Ágústmánuður hefur verið strembinn hjá Stjörnunni en leikurinn í dag verður sjöundi leikur liðsins á 23 dögum. Þrír þessi leikir fóru fram á Kýpur þar sem Garðbæingar tóku þátt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Stjarnan spilaði sinn síðasta leik á Kýpur 16. ágúst en fjórum dögum síðar tapaði liðið 0-1 fyrir Breiðablik í uppgjöri toppliða Pepsi-deildarinnar. Tapið fyrir Blikum gerði nánast út um möguleika Stjörnunnar á að vinna Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð en Ásgerður vonast til að það hvetji Stjörnukonur enn frekar til dáða í leiknum í dag. „Hungrið er þá aðeins meira, að halda þessum titli í Garðabænum. Við mættum einfaldlega ekki til leiks á móti Breiðabliki og það var hrikalegur leikur hjá okkur. „Við lærðum af því og spiluðum góðan leik fyrir norðan (gegn Þór/KA) í fyrradag og reynum að byggja ofan á það og pæla ekki of mikið í Íslandsmótinu á laugardaginn,“ sagði Ásgerður en tók Kýpurferðin sinn toll af Stjörnuliðinu? „Nei, við getum ekki skýlt okkur á bakvið Kýpurferðina. Það var góð ferð þar sem við vorum saman í tíu daga. Leikurinn við Blika var tveimur og hálfum sólarhring eftir að við lentum eftir 19 klukkutíma ferðalag. „Það hafði samt ekki úrslitaáhrif, við einfaldlega mættum ekki til leiks og Blikarnir voru grimmari á öllum vígstöðvum,“ sagði Ásgerður að lokum.Leikur Selfoss og Stjörnunnar hefst klukkan 16:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Einnig verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Guðmunda: Ferð ekki í bikarúrslitaleik til að tapa Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, segir að Selfyssingar séu reynslunni ríkari eftir bikarúrslitaleikinn í fyrra sem var sá fyrsti í sögu félagsins. 29. ágúst 2015 08:00 Dagný: Kannski eru það örlög að ég vinni bikarinn með Selfossi Dagný Brynjarsdóttir verður í eldlínunni í bikarúrslitaleiknum í ár eftir að hafa misst af þessum stærsta leik sumarsins í fyrra. 29. ágúst 2015 11:00 Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir leiðir Stjörnuna út á Laugardalsvöllinn í dag þegar Garðbæingar mæta Selfossi í úrslitaleik Borgunarbikarsins. „Hún er bara góð og það er mikil tilhlökkun í okkar herbúðum,“ sagði Ásgerður í samtali við Vísi, aðspurð hvernig tilfinningin fyrir leikinn í dag væri. Stjarnan er í bikarúrslitum í fjórða sinn á síðustu sex árum á meðan Selfyssingar eru aðeins að fara í sinn annan úrslitaleik í sögu félagsins. Selfoss komst í fyrsta sinn í bikarúrslit í fyrra þegar liðið tapaði 4-0 fyrir Stjörnunni. Reynslan og hefðin er því Stjörnumegin. Ásgerður segir að reynslan hjálpi Stjörnunni eitthvað en hún muni ekki hafa úrslitaáhrif í dag? „Nei, ég held að Selfyssingarnir hafi alveg reynslu líka af því að vinna titla. Dagný (Brynjarsdóttir) vann t.d. titil með Bayern München fyrir einhverjum mánuðum síðar. Vonandi hjálpar þetta okkur eitthvað en það gefur okkur ekkert forskot á laugardaginn. Við þurfum að mæta í þennan leik og hafa fyrir hlutunum,“ sagði Ásgerður. Ágústmánuður hefur verið strembinn hjá Stjörnunni en leikurinn í dag verður sjöundi leikur liðsins á 23 dögum. Þrír þessi leikir fóru fram á Kýpur þar sem Garðbæingar tóku þátt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Stjarnan spilaði sinn síðasta leik á Kýpur 16. ágúst en fjórum dögum síðar tapaði liðið 0-1 fyrir Breiðablik í uppgjöri toppliða Pepsi-deildarinnar. Tapið fyrir Blikum gerði nánast út um möguleika Stjörnunnar á að vinna Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð en Ásgerður vonast til að það hvetji Stjörnukonur enn frekar til dáða í leiknum í dag. „Hungrið er þá aðeins meira, að halda þessum titli í Garðabænum. Við mættum einfaldlega ekki til leiks á móti Breiðabliki og það var hrikalegur leikur hjá okkur. „Við lærðum af því og spiluðum góðan leik fyrir norðan (gegn Þór/KA) í fyrradag og reynum að byggja ofan á það og pæla ekki of mikið í Íslandsmótinu á laugardaginn,“ sagði Ásgerður en tók Kýpurferðin sinn toll af Stjörnuliðinu? „Nei, við getum ekki skýlt okkur á bakvið Kýpurferðina. Það var góð ferð þar sem við vorum saman í tíu daga. Leikurinn við Blika var tveimur og hálfum sólarhring eftir að við lentum eftir 19 klukkutíma ferðalag. „Það hafði samt ekki úrslitaáhrif, við einfaldlega mættum ekki til leiks og Blikarnir voru grimmari á öllum vígstöðvum,“ sagði Ásgerður að lokum.Leikur Selfoss og Stjörnunnar hefst klukkan 16:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Einnig verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Guðmunda: Ferð ekki í bikarúrslitaleik til að tapa Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, segir að Selfyssingar séu reynslunni ríkari eftir bikarúrslitaleikinn í fyrra sem var sá fyrsti í sögu félagsins. 29. ágúst 2015 08:00 Dagný: Kannski eru það örlög að ég vinni bikarinn með Selfossi Dagný Brynjarsdóttir verður í eldlínunni í bikarúrslitaleiknum í ár eftir að hafa misst af þessum stærsta leik sumarsins í fyrra. 29. ágúst 2015 11:00 Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Guðmunda: Ferð ekki í bikarúrslitaleik til að tapa Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, segir að Selfyssingar séu reynslunni ríkari eftir bikarúrslitaleikinn í fyrra sem var sá fyrsti í sögu félagsins. 29. ágúst 2015 08:00
Dagný: Kannski eru það örlög að ég vinni bikarinn með Selfossi Dagný Brynjarsdóttir verður í eldlínunni í bikarúrslitaleiknum í ár eftir að hafa misst af þessum stærsta leik sumarsins í fyrra. 29. ágúst 2015 11:00