Bjarki: Ég og Arnar vorum of óþolinmóðir hjá Feyenoord Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. ágúst 2015 13:30 Bjarki Gunnlaugsson var tolleraður eftir síðasta leik sinn fyrir FH. Vísir/Daníel „Þetta er líf sem er frábært þegar vel gengur en þetta er líka líf sem er ekki eins skemmtilegt þegar illa gengur,“ sagði Bjarki Bergmann Gunnlaugsson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu og núverandi umboðsmaður hjá Total Football, í samtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni í gær. Farið var yfir víðan völl enda hefur Bjarki kynnst ýmsu á ferli sínum. „Það er erfitt að takast á við að fá ekki að spila og þú þarft að vera sterkur andlega enda færðu að heyra töluverða gagnrýni sem þú verður að geta þolað. Ég las blöðin úti þegar vel gekk en lét þau alveg vera þegar illa gekk,“ sagði Bjarki léttur. Héldum að við værum fullmótaðir leikmennArnar og Bjarki á sínum tímaMynd/VísirBjarki telur að það sé auðveldara fyrir unga atvinnumenn að fara út í dag heldur en fyrir tuttugu árum. „Þeir geta talað við eldri menn, fyrrum atvinnumenn og fengið ráð við ýmsum vandamálum sem koma upp. Hvort sem það er vegna meiðsla eða að fara og tala við þjálfarann um að fá fleiri mínútur þá hefur þetta afleiðingar,“ sagði Bjarki sem sagði að hann hefði haft gott af því sjálfur. „Þetta getur haft afleiðingar. Við vorum of óþolinmóðir hjá Feyenoord og eftir á hyggja var þetta tóm froða af okkur hálfu. Ef að félagið sýnir manni traust og segir það í orðum þá áttu að þrauka. Við komum úr umhverfi þar sem miklar væntingar voru gerðar til okkar og við héldum fyrir vikið að við værum fullmótaðir leikmenn sem ýtti undir óþolinmæði af okkar hálfu.“ Vill gera leikmenn betriBjarki í leik með Preston.Vísir/GettyBjarki er í dag umboðsmaður hjá Total Football en hann segist vera að því til þess að reyna að hjálpa leikmönnum að verða betri. „Umboðsmennskan sameinar allar hliðar fótboltans fyrir mig. Það er hægt að nýta reynsluna úr þjálfun, sem leikmaður og manni langar að gera leikmenn betri. Ég vildi fara út í þetta til þess, að geta gert leikmenn betri því að oft þarf bara smá til viðbótar til þess að leikmenn geti tekið næsta skref.“ Þá talar Bjarki um hugarfar ungra leikmanna ásamt því að ræða síðustu ár ferilsins hjá FH en viðtali má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
„Þetta er líf sem er frábært þegar vel gengur en þetta er líka líf sem er ekki eins skemmtilegt þegar illa gengur,“ sagði Bjarki Bergmann Gunnlaugsson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu og núverandi umboðsmaður hjá Total Football, í samtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni í gær. Farið var yfir víðan völl enda hefur Bjarki kynnst ýmsu á ferli sínum. „Það er erfitt að takast á við að fá ekki að spila og þú þarft að vera sterkur andlega enda færðu að heyra töluverða gagnrýni sem þú verður að geta þolað. Ég las blöðin úti þegar vel gekk en lét þau alveg vera þegar illa gekk,“ sagði Bjarki léttur. Héldum að við værum fullmótaðir leikmennArnar og Bjarki á sínum tímaMynd/VísirBjarki telur að það sé auðveldara fyrir unga atvinnumenn að fara út í dag heldur en fyrir tuttugu árum. „Þeir geta talað við eldri menn, fyrrum atvinnumenn og fengið ráð við ýmsum vandamálum sem koma upp. Hvort sem það er vegna meiðsla eða að fara og tala við þjálfarann um að fá fleiri mínútur þá hefur þetta afleiðingar,“ sagði Bjarki sem sagði að hann hefði haft gott af því sjálfur. „Þetta getur haft afleiðingar. Við vorum of óþolinmóðir hjá Feyenoord og eftir á hyggja var þetta tóm froða af okkur hálfu. Ef að félagið sýnir manni traust og segir það í orðum þá áttu að þrauka. Við komum úr umhverfi þar sem miklar væntingar voru gerðar til okkar og við héldum fyrir vikið að við værum fullmótaðir leikmenn sem ýtti undir óþolinmæði af okkar hálfu.“ Vill gera leikmenn betriBjarki í leik með Preston.Vísir/GettyBjarki er í dag umboðsmaður hjá Total Football en hann segist vera að því til þess að reyna að hjálpa leikmönnum að verða betri. „Umboðsmennskan sameinar allar hliðar fótboltans fyrir mig. Það er hægt að nýta reynsluna úr þjálfun, sem leikmaður og manni langar að gera leikmenn betri. Ég vildi fara út í þetta til þess, að geta gert leikmenn betri því að oft þarf bara smá til viðbótar til þess að leikmenn geti tekið næsta skref.“ Þá talar Bjarki um hugarfar ungra leikmanna ásamt því að ræða síðustu ár ferilsins hjá FH en viðtali má heyra í spilaranum hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira