Erlent

Hundruð talin af á Miðjarðarhafinu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Björgunaraðgerðir standa yfir.
Björgunaraðgerðir standa yfir. Vísir/Getty
Óttast er að hundruð hafi látist þegar tveimur skipum hvolfdi undan ströndum Líbíu í dag. Talið er að allt að 500 manns hafi verið um borð í bátunum tveimur. Nú þegar er búið að flytja um 100 lík á land.

Fyrra skipinu hvolfdi í morgun en um borð voru um 50 manns. Seinni bátnum hvolfdi síðar í dag, var hann mun stærri en um borð voru allt að 400 farþegar. Líbíska strangæslan stýrir björgunaraðgerðum en óttast er að flestir um borð hafi farist.

Samkvæmt frásögnum af staðnum voru farþegar að mestu leyti farandverkamenn og flóttamenn frá Sýrlandi, Bangladesh og frá ríkjum sunnan Sahara-eyðimerkurinnar.

Um 2.400 manns hafa farist á Miðjarðarhafinu það sem af er ári í tilraunum til þess að ná til Evrópu.


Tengdar fréttir

Þjóðverjar búast við allt að 750 þúsund flóttamönnum á þessu ári

Merkel, kanslari Þýskalands, segir Dyflinnarbókunina ekki lengur í gildi, en ráðherra í stjórn hennar segir að án Dyflinnarákvæðisins sé Schengen-samkomulagið í hættu. Flóttamannastofnun SÞ segir ósanngjarnt að Þýskaland og Svíþjóð taki við flestum flóttamönnum.

Fjöldi flóttamanna eykst á meðan barist er

Búist við 800 þúsund flóttamönnum til Þýskalands á þessu ári borið saman við 250 þúsund í fyrra. Fólkið flýr stríðsátök, atvinnuleysi og óöryggi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×