Spennandi staða á stoðsendingalista Pepsi-deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2015 07:00 Það verður ekki bara barist um Íslandsmeistaratitilinn, gullskóinn, eða það að forðast fallið í síðustu fimm umferðum Pepsi-deildarinnar því margir eru til kallaðir þegar kemur að því að gefa flestar stoðsendingar í deildinni í sumar. Fréttablaðið hefur tekið saman stoðsendingatölurnar í fyrstu sautján umferðunum og þar kemur í ljós að fjórir leikmenn Pepsi-deildarinnar eru nú efstir og jafnir á toppnum með sjö stoðsendingar.Annað árið í röð hjá Atla? Meðal þessara fjögurra er fastagestur á þessum lista síðustu ár en það er FH-ingurinn Atli Guðnason. Atli var síðastur í sjö stoðsendingarnar og sá eini af þessum fjórum sem lagði upp mark í 17. umferðinni. Atli lagði þá upp sigurmark Stevens Lennon í uppbótartíma á móti Leikni í Efra-Breiðholti. Atli var efstur í stoðsendingum í fyrra og á möguleika á því að verða stoðsendingakóngur deildarinnar í þriðja sinn á fjórum árum. Tveir af hinum þremur spila með nýliðunum í deildinni. Skagamaðurinn Jón Vilhelm Ákason hefur reyndar spilað í mörg ár í deildinni en Leiknismaðurinn Hilmar Árni Halldórsson hefur þegar gefið sjö stoðsendingar á sínu fyrsta ári í deild þeirra bestu.Hátt hlutfall af mörkum nýliðanna Þeir Hilmar Árni og Jón Vilhelm hafa komið að framleiðslunni á stórum hluta marka sinna liða. Hilmar Árni hefur komið að 12 af 15 mörkum Leiknis (80 prósent) og Jón Vilhelm hefur komið að 13 af 24 mörkum Skagamanna (54 prósent). Fjórði og síðastur á listanum og eini varnarmaðurinn er síðan vinstri bakvörður Blika, Kristinn Jónsson. Kristinn var sá leikmaður af þessum fjórum sem var fyrstur til að ná sjö stoðsendingum en því náði hann með því að gefa tvær stoðsendingar í sigri á Keflavík í fyrsta leik eftir verslunarmannahelgi. Kristinn er stór hluti af sóknarleik Blikanna og stórhætturlegur þegar hann brunar fram. Það geta auðvitað mun fleiri blandað sér í baráttuna enda enn fimm umferðir eftir af mótinu og menn í næstu sætum eru líklegir.Guðjón Pétur komið að 11 mörkum Blikinn Guðjón Pétur Lýðsson hefur gefið sex stoðsendingar í sumar en hann hefur átt beinan þátt í undirbúningi ellefu marka Breiðabliksliðsins því auk stoðsendinganna þá hefur hann átt fimm svokallaðar hjálparsendingar sem eru sendingar sem eiga stóran þátt í marki en eru ekki síðasta sending. Guðjón Pétur hefur komið að undirbúningi marks í fjórum leikjum Blika í röð og átti meðal annars hjálparsendinguna í sigurmarki Jonathans Glenn á móti Stjörnunni í síðustu umferð. Valsmaðurinn Kristinn Freyr Sigurðsson og KR-ingurinn Jacob Toppel Schoop eru með fimm stoðsendingar en þeir hafa ekki verið eins áberandi. Annar af markahæstu mönnum Pepsi-deildarinnar, Patrick Pedersen úr Val, hefur hins vegar gefið fjórar af fimm stoðsendingum sínum í Pepsi-deildinni í sumar í síðustu fjórum leikjum sínum og er Daninn því til alls vís á lokasprettinum. Skjótt skipast veður í lofti á þessum listum sem öðrum en það verður spennandi að fylgjast með því hver endar sem stoðsendingakóngur Pepsi-deildarinnar 2015. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Það verður ekki bara barist um Íslandsmeistaratitilinn, gullskóinn, eða það að forðast fallið í síðustu fimm umferðum Pepsi-deildarinnar því margir eru til kallaðir þegar kemur að því að gefa flestar stoðsendingar í deildinni í sumar. Fréttablaðið hefur tekið saman stoðsendingatölurnar í fyrstu sautján umferðunum og þar kemur í ljós að fjórir leikmenn Pepsi-deildarinnar eru nú efstir og jafnir á toppnum með sjö stoðsendingar.Annað árið í röð hjá Atla? Meðal þessara fjögurra er fastagestur á þessum lista síðustu ár en það er FH-ingurinn Atli Guðnason. Atli var síðastur í sjö stoðsendingarnar og sá eini af þessum fjórum sem lagði upp mark í 17. umferðinni. Atli lagði þá upp sigurmark Stevens Lennon í uppbótartíma á móti Leikni í Efra-Breiðholti. Atli var efstur í stoðsendingum í fyrra og á möguleika á því að verða stoðsendingakóngur deildarinnar í þriðja sinn á fjórum árum. Tveir af hinum þremur spila með nýliðunum í deildinni. Skagamaðurinn Jón Vilhelm Ákason hefur reyndar spilað í mörg ár í deildinni en Leiknismaðurinn Hilmar Árni Halldórsson hefur þegar gefið sjö stoðsendingar á sínu fyrsta ári í deild þeirra bestu.Hátt hlutfall af mörkum nýliðanna Þeir Hilmar Árni og Jón Vilhelm hafa komið að framleiðslunni á stórum hluta marka sinna liða. Hilmar Árni hefur komið að 12 af 15 mörkum Leiknis (80 prósent) og Jón Vilhelm hefur komið að 13 af 24 mörkum Skagamanna (54 prósent). Fjórði og síðastur á listanum og eini varnarmaðurinn er síðan vinstri bakvörður Blika, Kristinn Jónsson. Kristinn var sá leikmaður af þessum fjórum sem var fyrstur til að ná sjö stoðsendingum en því náði hann með því að gefa tvær stoðsendingar í sigri á Keflavík í fyrsta leik eftir verslunarmannahelgi. Kristinn er stór hluti af sóknarleik Blikanna og stórhætturlegur þegar hann brunar fram. Það geta auðvitað mun fleiri blandað sér í baráttuna enda enn fimm umferðir eftir af mótinu og menn í næstu sætum eru líklegir.Guðjón Pétur komið að 11 mörkum Blikinn Guðjón Pétur Lýðsson hefur gefið sex stoðsendingar í sumar en hann hefur átt beinan þátt í undirbúningi ellefu marka Breiðabliksliðsins því auk stoðsendinganna þá hefur hann átt fimm svokallaðar hjálparsendingar sem eru sendingar sem eiga stóran þátt í marki en eru ekki síðasta sending. Guðjón Pétur hefur komið að undirbúningi marks í fjórum leikjum Blika í röð og átti meðal annars hjálparsendinguna í sigurmarki Jonathans Glenn á móti Stjörnunni í síðustu umferð. Valsmaðurinn Kristinn Freyr Sigurðsson og KR-ingurinn Jacob Toppel Schoop eru með fimm stoðsendingar en þeir hafa ekki verið eins áberandi. Annar af markahæstu mönnum Pepsi-deildarinnar, Patrick Pedersen úr Val, hefur hins vegar gefið fjórar af fimm stoðsendingum sínum í Pepsi-deildinni í sumar í síðustu fjórum leikjum sínum og er Daninn því til alls vís á lokasprettinum. Skjótt skipast veður í lofti á þessum listum sem öðrum en það verður spennandi að fylgjast með því hver endar sem stoðsendingakóngur Pepsi-deildarinnar 2015.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira