Heiða Kristín hefur hvatt Brynhildi til framboðs Aðalsteinn Kjartansson skrifar 26. ágúst 2015 12:23 Brynhildur hefur fundið fyrir þrýstingu á framboð en Heiða ætlar ekki að bjóða sig fram. Vísir/Ernir/Valli Heiða Kristín Helgadóttir einn af stofnendum Bjartrar framtíðar ætlar ekki að gefa kost á sér í formannskjöri flokksins í næsta mánuði. Brynhildur Pétursdóttir þingmaður flokksins finnur fyrir þrýstingi á að bjóða sig fram í formennskuna. Heiða Kristín tekur sæti á alþingi nú í haust sem varaþingmaður Bjartrar Ólafsdóttur. Núverandi formaður flokksins, Guðmundur Steingrímsson, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér sem formaður flokksins aftur en ákvörðunin var kynnt í kjölfar harðrar gagnrýni frá Heiðu Kristínu og fleirum. Guðmundur ætlar að hætta sem formaður.Vísir/Valli Vildi vekja flokksmenn til umhugsunar Heiða Kristín segir að löngun hennar til að vera formaður flokksins hafi ekki rekið hana áfram í gagnrýni á núverandi forustu. „Það var meira bara svona að reyna að vekja félaga mína og gamla samstarfsmenn til umhugsunar um það hvernig staðan væri. Því að mér fannst ég ekki alveg finna fyrir því,“ segir hún. „Verkefnið núna held ég sé að endurvekja áhuga kjósenda og finna einhvern neista fyrir því sem við erum að gera og ég held að það sé betur gert með því að ég taki að mér að vera varaþingmaður Bjartrar í haust og reyna að gera það eins vel og ég get.“ Heiða Kristín segist hafa hvatt Brynhildi Pétursdóttur, þingmann flokksins, til að gefa kost á sér. „Já ég hef hvatt hana til þess og reyndar aðrar konur líka en ég myndi fagna því mjög ef Brynhildur myndi stíga í forystusveit flokksins,“ segir hún. „Þó það sé ekki alltaf höfuðmál hver gegnir formennsku en þá held ég að það sé líka spurning um að þetta sé samsettur hópur, þannig að það myndi skipta máli hverjir færu í þetta með henni. Ég hef fulla trú á því að það muni veljast góður hópur í það.“Staðan: pic.twitter.com/m1cFp1H5yV— Heiða Kristín (@heidabest) August 26, 2015 Hefur fundið þrýstinginn Sjálf segist Brynhildur ekki hafa ákveðið hvort hún gefi kost á sér eða ekki. „Ég hef alveg íhugað það auðvitað en ég hef ekki ákveðið neitt,“ segir hún. „Við erum líka að tala um að hjá Bjartri framtíð erum við með formann, stjórnarformann og svo þingflokksformann. Verkefnið hlýtur að vera að manna allar þessar stöður og við finnum út úr því, ég hef enga trú á öðru.“ Brynhildur segist þó hafa fundið fyrir þrýstingi á að bjóða sig fram. „Já, já, þegar við horfum á þingflokkinn þá erum við bara sex og þar af eru tveir sem segjast ekki ætla að taka sæti og ein í fæðingarorlofi. Þannig að við erum ekki mörg eftir,“ segir hún. „Auðvitað finn ég fyrir því og ef af því yrði að ég myndi bjóða mig fram, þá bara geri ég það, og myndi líta á þetta sem verkefni.“ Hún segist hrifin af hugmyndinni um að láta hlutverk formanns og þingflokksformanns skiptast á milli fulltrúa flokksins en henni lýst líka vel á að takmarka hversu lengi fólk getur setið á formannsstóli. „Ég held að það sé oft vandamál í flokkum að menn eru fastir á fleti,“ segir hún. Alþingi Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Heiða Kristín Helgadóttir einn af stofnendum Bjartrar framtíðar ætlar ekki að gefa kost á sér í formannskjöri flokksins í næsta mánuði. Brynhildur Pétursdóttir þingmaður flokksins finnur fyrir þrýstingi á að bjóða sig fram í formennskuna. Heiða Kristín tekur sæti á alþingi nú í haust sem varaþingmaður Bjartrar Ólafsdóttur. Núverandi formaður flokksins, Guðmundur Steingrímsson, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér sem formaður flokksins aftur en ákvörðunin var kynnt í kjölfar harðrar gagnrýni frá Heiðu Kristínu og fleirum. Guðmundur ætlar að hætta sem formaður.Vísir/Valli Vildi vekja flokksmenn til umhugsunar Heiða Kristín segir að löngun hennar til að vera formaður flokksins hafi ekki rekið hana áfram í gagnrýni á núverandi forustu. „Það var meira bara svona að reyna að vekja félaga mína og gamla samstarfsmenn til umhugsunar um það hvernig staðan væri. Því að mér fannst ég ekki alveg finna fyrir því,“ segir hún. „Verkefnið núna held ég sé að endurvekja áhuga kjósenda og finna einhvern neista fyrir því sem við erum að gera og ég held að það sé betur gert með því að ég taki að mér að vera varaþingmaður Bjartrar í haust og reyna að gera það eins vel og ég get.“ Heiða Kristín segist hafa hvatt Brynhildi Pétursdóttur, þingmann flokksins, til að gefa kost á sér. „Já ég hef hvatt hana til þess og reyndar aðrar konur líka en ég myndi fagna því mjög ef Brynhildur myndi stíga í forystusveit flokksins,“ segir hún. „Þó það sé ekki alltaf höfuðmál hver gegnir formennsku en þá held ég að það sé líka spurning um að þetta sé samsettur hópur, þannig að það myndi skipta máli hverjir færu í þetta með henni. Ég hef fulla trú á því að það muni veljast góður hópur í það.“Staðan: pic.twitter.com/m1cFp1H5yV— Heiða Kristín (@heidabest) August 26, 2015 Hefur fundið þrýstinginn Sjálf segist Brynhildur ekki hafa ákveðið hvort hún gefi kost á sér eða ekki. „Ég hef alveg íhugað það auðvitað en ég hef ekki ákveðið neitt,“ segir hún. „Við erum líka að tala um að hjá Bjartri framtíð erum við með formann, stjórnarformann og svo þingflokksformann. Verkefnið hlýtur að vera að manna allar þessar stöður og við finnum út úr því, ég hef enga trú á öðru.“ Brynhildur segist þó hafa fundið fyrir þrýstingi á að bjóða sig fram. „Já, já, þegar við horfum á þingflokkinn þá erum við bara sex og þar af eru tveir sem segjast ekki ætla að taka sæti og ein í fæðingarorlofi. Þannig að við erum ekki mörg eftir,“ segir hún. „Auðvitað finn ég fyrir því og ef af því yrði að ég myndi bjóða mig fram, þá bara geri ég það, og myndi líta á þetta sem verkefni.“ Hún segist hrifin af hugmyndinni um að láta hlutverk formanns og þingflokksformanns skiptast á milli fulltrúa flokksins en henni lýst líka vel á að takmarka hversu lengi fólk getur setið á formannsstóli. „Ég held að það sé oft vandamál í flokkum að menn eru fastir á fleti,“ segir hún.
Alþingi Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira