Skilin milli fagmanns og leikmanns Ólöf Skaftadóttir skrifar 26. ágúst 2015 09:01 Menntamálastofnun gaf út greiningu í síðustu viku sem segir að kennsluaðferðin byrjendalæsi skili ekki þeim árangri sem vonir voru bundnar við. Aðstandendur byrjendalæsis svara og segja framsetningu greiningarinnar villandi og ranga. Menntamálastofnun svarar aftur og segir ekkert athugavert við greininguna. Þessi umræða fer fram og aftur eins og borðtenniskúla. Stór orð eru látin falla. Er byrjendalæsi góð aðferð eða er hún slæm? Er hún kannski aðferð sem hentar sumum og öðrum ekki? Ég veit það ekki. Ég er hvorki kennari né móðir og ég hef ekki lagt stund á neins konar menntavísindi. Ráðherra menntamála gerði athugasemd við að aðferð sem hefur ekki verið prófuð eða rannsökuð á fullnægjandi hátt sé notuð í 80 skólum, eða um helming allra grunnskóla á landinu. Rósa Eggertsdóttir, hjá Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri og forsprakki byrjendalæsis sagði að ef fara ætti eftir athugasemdum Illuga Gunnarssonar, og prófa allar þær aðferðir sem við notum til að mennta börnin okkar yrði að leggja niður alla skóla í landinu, því engar aðferðir væru prófaðar. Þar kviknaði áhugi minn á málinu og hann hefur ekkert að gera með kennsluaðferðina byrjendalæsi. Er það virkilega svo að grunnskólarnir okkar tileinki sér nýjar kennsluaðferðir í skólum án þess að prófa þær fyrst? Er ekki eðlileg krafa til háskóla þessa lands að þeir noti aðferðir sem hafa fengið einhvers konar vottun? Læknar taka það skýrt fram við sjúklinga ef þeir bjóða þeim tilraunameðferðir sem ekki hafa staðist klínisk próf, sem lúta kúnstarinnar reglum. Þannig veit sjúklingurinn fyrirfram að um tilraunameðferð er að ræða. Ég hefði haldið að það sem skilur milli fagmanns og leikmanns væri fagkunnáttan, sem byggðist á aðferðum sem staðist hafa ákveðin próf. Auðvitað þarf að gera tilraunir á einhverjum. En er ekki eðlileg krafa að foreldrar viti af því þegar börnin þeirra eru notuð sem tilraunadýr? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólöf Skaftadóttir Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Menntamálastofnun gaf út greiningu í síðustu viku sem segir að kennsluaðferðin byrjendalæsi skili ekki þeim árangri sem vonir voru bundnar við. Aðstandendur byrjendalæsis svara og segja framsetningu greiningarinnar villandi og ranga. Menntamálastofnun svarar aftur og segir ekkert athugavert við greininguna. Þessi umræða fer fram og aftur eins og borðtenniskúla. Stór orð eru látin falla. Er byrjendalæsi góð aðferð eða er hún slæm? Er hún kannski aðferð sem hentar sumum og öðrum ekki? Ég veit það ekki. Ég er hvorki kennari né móðir og ég hef ekki lagt stund á neins konar menntavísindi. Ráðherra menntamála gerði athugasemd við að aðferð sem hefur ekki verið prófuð eða rannsökuð á fullnægjandi hátt sé notuð í 80 skólum, eða um helming allra grunnskóla á landinu. Rósa Eggertsdóttir, hjá Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri og forsprakki byrjendalæsis sagði að ef fara ætti eftir athugasemdum Illuga Gunnarssonar, og prófa allar þær aðferðir sem við notum til að mennta börnin okkar yrði að leggja niður alla skóla í landinu, því engar aðferðir væru prófaðar. Þar kviknaði áhugi minn á málinu og hann hefur ekkert að gera með kennsluaðferðina byrjendalæsi. Er það virkilega svo að grunnskólarnir okkar tileinki sér nýjar kennsluaðferðir í skólum án þess að prófa þær fyrst? Er ekki eðlileg krafa til háskóla þessa lands að þeir noti aðferðir sem hafa fengið einhvers konar vottun? Læknar taka það skýrt fram við sjúklinga ef þeir bjóða þeim tilraunameðferðir sem ekki hafa staðist klínisk próf, sem lúta kúnstarinnar reglum. Þannig veit sjúklingurinn fyrirfram að um tilraunameðferð er að ræða. Ég hefði haldið að það sem skilur milli fagmanns og leikmanns væri fagkunnáttan, sem byggðist á aðferðum sem staðist hafa ákveðin próf. Auðvitað þarf að gera tilraunir á einhverjum. En er ekki eðlileg krafa að foreldrar viti af því þegar börnin þeirra eru notuð sem tilraunadýr?
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun