Það eru góðir tímar fram undan í íslenskum körfubolta Heynry Birgir Gunnarsson skrifar 26. ágúst 2015 06:00 Hannes S. Jónsson og forsætisráðherrann Sigmundur Davíð í gær. Vísir/Ernir "Allur svona stuðningur skiptir miklu máli og við erum afar þakklátir ríkisstjórninni fyrir þennan stuðning," segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, en það var stór dagur hjá Körfuknattleikssambandinu í gær. Þá var tilkynnt hvaða tólf leikmenn munu verja heiður Íslands á fyrsta stórmótinu sem körfuboltalandsliðið kemst á. Ísland mun hefja leik á EM í Berlín þann 5. september. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mætti á fundinn og tilkynnti um styrk frá ríkisstjórninni til KKÍ vegna verkefnisins. "Þetta er líka viðurkenning fyrir það starf sem við höfum verið að vinna á undanförnum árum. Sigmundur hefur orðið var við á ferðum sínum erlendis að menn eru að tala um þennan árangur körfuboltaliðsins og annan íþróttaárangur Íslendinga. Ég held að stjórnvöld séu farin að átta sig á því hversu mikil landkynning íþróttafólkið okkar er." Styrkur ríkisstjórnarinnar er upp á 7,5 milljónir króna en er þá búið að brúa bilið og ljóst að KKÍ kemur ekki út í tapi á þessu verkefni sem kostar um 40 milljónir króna? "Ég hugsa að við töpum ekki peningum á þessu ári en það er ekki alveg búið að brúa bilið. Þetta fer langleiðina með að brúa bilið fyrir þetta verkefni." Hannes er einn fárra í íþróttahreyfingunni sem hefur verið óhræddur við að gagnrýna stjórnvöld fyrir lítinn stuðning við íþróttahreyfinguna. Hann var loksins bænheyrður í gær. Að einhverju leyti hið minnsta. "Ég er mjög ánægður að sjá þennan stuðning í dag en þetta er það sem ég vil sjá almennt í íþróttahreyfingunni. Eins og forsætisráðherra talaði um þá er þetta eitthvað sem hann vonast til að geta gert áfram á næstu árum. Ég vona að við eigum eftir að sjá enn frekari stuðning við okkur og íþróttahreyfinguna á komandi árum," segir Hannes en trúir hann því að forsætisráðherra muni standa við orð sín á fundinum á næstu árum? "Eigum við ekki að segja það. Þetta er góður dagur og þá á maður að vera jákvæður. Ég treysti því." Fyrir utan þessar 7,5 milljónir króna frá ríkisvaldinu þá hefur hreyfing sem kallar sig Körfuboltafjölskylduna safnað 6 milljónum króna. Afrekssjóður ÍSÍ styrkti verkefnið um 12 milljónir króna og einnig koma peningar frá samstarfsaðilum. Þeir eru margir sem vilja KKÍ og landsliðinu vel í aðdraganda mótsins. "Körfuboltafjölskyldan er ekki hætt og það er frábært. Þessi stuðningur mun vonandi koma til með að vera á næstu árum hjá okkur sem er frábært. Það eru góðir tímar fram undan í íslenskum körfubolta. FIBA Europe og Eurobasket taka þátt í hluta að hótelkostnaði okkar í Berlín. Ég verð að viðurkenna að ég var að vonast eftir meiri stuðningi þar enda eru miklir peningar í evrópskum körfubolta. Þeir lofa meiri stuðningi árið 2017 og við verðum þá að koma okkur bara á það mót," sagði formaðurinn brosmildur. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Þessir sex berjast um þrjú sæti í Berlínarhópnum Fréttablaðið skoðaði spilatíma leikmanna í æfingaleikjunum fyrir Evrópumótið í körfubolta til að gera sér betur grein fyrir því hvaða tólf leikmenn verða í fyrsta stórmótahópi Íslands sem verður tilkynntur í dag. 25. ágúst 2015 07:00 Jón Arnór: Ég er vel gíraður Það var kominn fiðringur í Jón Arnór Stefánsson er EM-hópurinn í körfubolta var kynntur í KR-heimilinu í dag. 25. ágúst 2015 14:00 Ríkisstjórnin styrkir körfuboltalandsliðið Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var óvænt mættur á fund KKÍ í dag þar sem EM-hópurinn var tilkynntur. 25. ágúst 2015 14:30 EM-hópurinn klár | Brynjar, Sigurður Ágúst og Sigurður Gunnar sitja eftir Tólf manna EM-hópur er klár 25. ágúst 2015 12:21 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Fury segist vera hættur ... aftur Sport Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Sjá meira
"Allur svona stuðningur skiptir miklu máli og við erum afar þakklátir ríkisstjórninni fyrir þennan stuðning," segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, en það var stór dagur hjá Körfuknattleikssambandinu í gær. Þá var tilkynnt hvaða tólf leikmenn munu verja heiður Íslands á fyrsta stórmótinu sem körfuboltalandsliðið kemst á. Ísland mun hefja leik á EM í Berlín þann 5. september. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mætti á fundinn og tilkynnti um styrk frá ríkisstjórninni til KKÍ vegna verkefnisins. "Þetta er líka viðurkenning fyrir það starf sem við höfum verið að vinna á undanförnum árum. Sigmundur hefur orðið var við á ferðum sínum erlendis að menn eru að tala um þennan árangur körfuboltaliðsins og annan íþróttaárangur Íslendinga. Ég held að stjórnvöld séu farin að átta sig á því hversu mikil landkynning íþróttafólkið okkar er." Styrkur ríkisstjórnarinnar er upp á 7,5 milljónir króna en er þá búið að brúa bilið og ljóst að KKÍ kemur ekki út í tapi á þessu verkefni sem kostar um 40 milljónir króna? "Ég hugsa að við töpum ekki peningum á þessu ári en það er ekki alveg búið að brúa bilið. Þetta fer langleiðina með að brúa bilið fyrir þetta verkefni." Hannes er einn fárra í íþróttahreyfingunni sem hefur verið óhræddur við að gagnrýna stjórnvöld fyrir lítinn stuðning við íþróttahreyfinguna. Hann var loksins bænheyrður í gær. Að einhverju leyti hið minnsta. "Ég er mjög ánægður að sjá þennan stuðning í dag en þetta er það sem ég vil sjá almennt í íþróttahreyfingunni. Eins og forsætisráðherra talaði um þá er þetta eitthvað sem hann vonast til að geta gert áfram á næstu árum. Ég vona að við eigum eftir að sjá enn frekari stuðning við okkur og íþróttahreyfinguna á komandi árum," segir Hannes en trúir hann því að forsætisráðherra muni standa við orð sín á fundinum á næstu árum? "Eigum við ekki að segja það. Þetta er góður dagur og þá á maður að vera jákvæður. Ég treysti því." Fyrir utan þessar 7,5 milljónir króna frá ríkisvaldinu þá hefur hreyfing sem kallar sig Körfuboltafjölskylduna safnað 6 milljónum króna. Afrekssjóður ÍSÍ styrkti verkefnið um 12 milljónir króna og einnig koma peningar frá samstarfsaðilum. Þeir eru margir sem vilja KKÍ og landsliðinu vel í aðdraganda mótsins. "Körfuboltafjölskyldan er ekki hætt og það er frábært. Þessi stuðningur mun vonandi koma til með að vera á næstu árum hjá okkur sem er frábært. Það eru góðir tímar fram undan í íslenskum körfubolta. FIBA Europe og Eurobasket taka þátt í hluta að hótelkostnaði okkar í Berlín. Ég verð að viðurkenna að ég var að vonast eftir meiri stuðningi þar enda eru miklir peningar í evrópskum körfubolta. Þeir lofa meiri stuðningi árið 2017 og við verðum þá að koma okkur bara á það mót," sagði formaðurinn brosmildur.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Þessir sex berjast um þrjú sæti í Berlínarhópnum Fréttablaðið skoðaði spilatíma leikmanna í æfingaleikjunum fyrir Evrópumótið í körfubolta til að gera sér betur grein fyrir því hvaða tólf leikmenn verða í fyrsta stórmótahópi Íslands sem verður tilkynntur í dag. 25. ágúst 2015 07:00 Jón Arnór: Ég er vel gíraður Það var kominn fiðringur í Jón Arnór Stefánsson er EM-hópurinn í körfubolta var kynntur í KR-heimilinu í dag. 25. ágúst 2015 14:00 Ríkisstjórnin styrkir körfuboltalandsliðið Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var óvænt mættur á fund KKÍ í dag þar sem EM-hópurinn var tilkynntur. 25. ágúst 2015 14:30 EM-hópurinn klár | Brynjar, Sigurður Ágúst og Sigurður Gunnar sitja eftir Tólf manna EM-hópur er klár 25. ágúst 2015 12:21 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Fury segist vera hættur ... aftur Sport Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Sjá meira
Þessir sex berjast um þrjú sæti í Berlínarhópnum Fréttablaðið skoðaði spilatíma leikmanna í æfingaleikjunum fyrir Evrópumótið í körfubolta til að gera sér betur grein fyrir því hvaða tólf leikmenn verða í fyrsta stórmótahópi Íslands sem verður tilkynntur í dag. 25. ágúst 2015 07:00
Jón Arnór: Ég er vel gíraður Það var kominn fiðringur í Jón Arnór Stefánsson er EM-hópurinn í körfubolta var kynntur í KR-heimilinu í dag. 25. ágúst 2015 14:00
Ríkisstjórnin styrkir körfuboltalandsliðið Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var óvænt mættur á fund KKÍ í dag þar sem EM-hópurinn var tilkynntur. 25. ágúst 2015 14:30
EM-hópurinn klár | Brynjar, Sigurður Ágúst og Sigurður Gunnar sitja eftir Tólf manna EM-hópur er klár 25. ágúst 2015 12:21