Leikmaður Hattar látinn fara vegna kynþáttafordóma Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. ágúst 2015 15:15 Ægismenn eftir sigurinn á Hetti. mynd/heimasíða ægis Búlgaríski sóknarmaðurinn Georgi Stefanov hefur verið látinn fara frá Hetti á Egilsstöðum vegna kynþóttafordóma sem hann var með í garð Brentons Muhammed, markmanns Ægis.Austurfrétt greinir frá þessu og vitnar í yfirlýsingu frá Hetti rekstrarfélagi. Atvikið átti sér stað í leik Hattar og Ægis á Vilhjálmsvelli í 17. umferð 2. deildar karla á laugardaginn. Ægismenn unnu leikinn með tveimur mörkum gegn engu.Austurfrétt greindi fyrst frá því að Stefanov hafi í tvígang kallað Muhammed apa. Kynþáttafordómarnir fóru framhjá dómaratríóinu og áhorfendum en leikmenn og varamenn liðanna urðu þeirra varir. Er fram kemur í yfirlýsingunni hefur Stefanov játað brot sitt og veit upp á sig skömmina. Og sökum alvarleika brotsins hefur verið ákveðið að láta Stefanov fara frá Hetti en hann kom til liðsins í félagaskiptaglugganum í júlí.Yfirlýsingu Hattar rekstrarfélags má lesa í heild sinni hér að neðan. Stjórn Hattar rekstrarfélags ehf sem fer með rekstur meistararflokka félagsins í knattspyrnu harmar mjög atvik sem átti sér stað í leik Hattar og Ægis s.l. laugardag þar sem Georgi Stefanov leikmaður Hattar veittist að Brenton Muhammad leikmanni Ægis með niðrandi ummælum. Ummæli sem verða ekki skilin öðruvísi en kynþáttafordómar í garð Brenton. Stjórnarmenn félagsins hafa rætt málið við viðkomandi leikmann sem hefur gengist við broti sínu. Leikmaðurinn er miður sín vegna framgöngu sinnar og veit að hann hefur engar málsbætur. Hann vill koma á framfæri afsökunarbeiðini sinni til Brenton. Stjórn Hattar rekstrarfélags ehf biður Brenton Muhammad, leikmenn Ægis og aðstandendur félagsins innilega afsökunar á umræddu atviki. Einnig vil stjórnin biðja stuðningsmenn Hattar og stuðningsaðila afsökunar. Frá því að Georgi Stefanov gekk til liðs við Hött hefur hann staðið sig mjög vel innan vallar sem utan og engan skugga borið á hans framkomu. Hann er mjög miður sín fyrir framferði sínu gagnvart Brenton. Það verður hins vegar ekki horft framhjá alvarleika brotsins og því hefur stjórn Hattar rekstrarfélags ehf ákveðið að Georgi Stefanov spili ekki fleiri leiki með félaginu. Virðingarfyllst, Stjórn Hattar rekstrarfélags ehf Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leikmaður Hattar ásakaður um kynþáttarfordóma Georgi Stefanov, leikmaður Hattar, er sakaður um að hafa verið með kynþáttafordóma í garð Brenton Muhammad, markvarðar Ægis, en liðin mættust í annari deild karla á Egilsstöðum í dag. 22. ágúst 2015 20:00 Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira
Búlgaríski sóknarmaðurinn Georgi Stefanov hefur verið látinn fara frá Hetti á Egilsstöðum vegna kynþóttafordóma sem hann var með í garð Brentons Muhammed, markmanns Ægis.Austurfrétt greinir frá þessu og vitnar í yfirlýsingu frá Hetti rekstrarfélagi. Atvikið átti sér stað í leik Hattar og Ægis á Vilhjálmsvelli í 17. umferð 2. deildar karla á laugardaginn. Ægismenn unnu leikinn með tveimur mörkum gegn engu.Austurfrétt greindi fyrst frá því að Stefanov hafi í tvígang kallað Muhammed apa. Kynþáttafordómarnir fóru framhjá dómaratríóinu og áhorfendum en leikmenn og varamenn liðanna urðu þeirra varir. Er fram kemur í yfirlýsingunni hefur Stefanov játað brot sitt og veit upp á sig skömmina. Og sökum alvarleika brotsins hefur verið ákveðið að láta Stefanov fara frá Hetti en hann kom til liðsins í félagaskiptaglugganum í júlí.Yfirlýsingu Hattar rekstrarfélags má lesa í heild sinni hér að neðan. Stjórn Hattar rekstrarfélags ehf sem fer með rekstur meistararflokka félagsins í knattspyrnu harmar mjög atvik sem átti sér stað í leik Hattar og Ægis s.l. laugardag þar sem Georgi Stefanov leikmaður Hattar veittist að Brenton Muhammad leikmanni Ægis með niðrandi ummælum. Ummæli sem verða ekki skilin öðruvísi en kynþáttafordómar í garð Brenton. Stjórnarmenn félagsins hafa rætt málið við viðkomandi leikmann sem hefur gengist við broti sínu. Leikmaðurinn er miður sín vegna framgöngu sinnar og veit að hann hefur engar málsbætur. Hann vill koma á framfæri afsökunarbeiðini sinni til Brenton. Stjórn Hattar rekstrarfélags ehf biður Brenton Muhammad, leikmenn Ægis og aðstandendur félagsins innilega afsökunar á umræddu atviki. Einnig vil stjórnin biðja stuðningsmenn Hattar og stuðningsaðila afsökunar. Frá því að Georgi Stefanov gekk til liðs við Hött hefur hann staðið sig mjög vel innan vallar sem utan og engan skugga borið á hans framkomu. Hann er mjög miður sín fyrir framferði sínu gagnvart Brenton. Það verður hins vegar ekki horft framhjá alvarleika brotsins og því hefur stjórn Hattar rekstrarfélags ehf ákveðið að Georgi Stefanov spili ekki fleiri leiki með félaginu. Virðingarfyllst, Stjórn Hattar rekstrarfélags ehf
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leikmaður Hattar ásakaður um kynþáttarfordóma Georgi Stefanov, leikmaður Hattar, er sakaður um að hafa verið með kynþáttafordóma í garð Brenton Muhammad, markvarðar Ægis, en liðin mættust í annari deild karla á Egilsstöðum í dag. 22. ágúst 2015 20:00 Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira
Leikmaður Hattar ásakaður um kynþáttarfordóma Georgi Stefanov, leikmaður Hattar, er sakaður um að hafa verið með kynþáttafordóma í garð Brenton Muhammad, markvarðar Ægis, en liðin mættust í annari deild karla á Egilsstöðum í dag. 22. ágúst 2015 20:00