Íslenski boltinn

Telma eltir þjálfarann í Garða­bæinn

Sindri Sverrisson skrifar
Telma Steindórsdóttir er mætt í Garðabæinn.
Telma Steindórsdóttir er mætt í Garðabæinn. Stjarnan

Tvítuga fótboltakonan Telma Steindórsdóttir er gengin í raðir Stjörnunnar frá Fram og fylgir þar með á eftir þjálfaranum Óskari Smára Haraldssyni sem fór sömu leið eftir síðasta tímabil.

Telma skrifaði undir samning til næstu þriggja ára við Stjörnuna, eftir að hafa spilað fyrir Fram síðustu þrjú ár. 

Hún þykir efnilegur varnarmaður og á að baki sex leiki fyrir yngri landslið Íslands. Hún er uppalin hjá Val en lék svo með KR og HK áður en hún kom til Fram og átti sinn þátt í að koma liðinu upp í Bestu deildina, þar sem liðið hélt svo sæti sínu í sumar. Þá hefur hún einnig leikið með St. John's háskólanum í Bandaríkjunum.

„Ég er gríðarlega ánægður með að Telma hafi ákveðið að koma til okkar, hún bæði kemur til með að styrkja liðið til lengri og styttri tíma. Hún hefur tekið miklum framförum undanfarin ár og vænti ég þess að þau skref haldi áfram,“ er haft eftir Óskari Smára þjálfara Stjörnunnar á Facebook-síðu félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×