Vettel: Óásættanlegt að dekkin springi Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 23. ágúst 2015 21:30 Vettel haltrar á þjónustusvæðinu til að fá ný dekk undir. Vísir/AP Sebastian Vettel ökumaður Ferrari liðsins var æfur í garð dekkjaframleiðandans Pirelli eftir að dekk sprakk a bíl hans á rúmlega 300 km/klst á Spa brautinni í dag. Þetta var annað dekkið sem sprakk um helgina en á föstudaginn hvellsprakk dekk undir Mercedes bíl Nico Rosberg á æfingu. „Þetta má ekki gerast. Hefði þetta gerðst 200 metrum fyrr, stæði ég ekki hér núna,“ sagði Vettel. „Ég veit ekki hvað þarf til. Þetta kemur alltaf upp annað slagið en enginn virðist vilja ræða þetta, það er óásættanlegt að dekkin springi,“ bætti fjórfaldi heimsmeistarinn við. Yfirmaður kappakstursmála hjá Pirelli, Paul Hembrey segir dekkið hafa sprungið vegna gríðarlegs slits. Ferrari hafði þó fengið upplýsingar fyrir keppnina um að dekkin ættu að komast 40 hringi en það sprakk eftir 28 hringja notkun. „Það var komið að lokum endingartíma og þegar dekk komast þangað geta þau valdið vandræðum. Sama hvaða dekk það er,“ sagði Hembrey. Hembrey viðurkenndi þó að Pirelli hefði ekki varað Ferrari við að svona gæti farið ef dekkið yrði notað svona lengi.Mercedes bíll Rosberg á flutningabíl eftir að dekk hvellsprakk á honum á föstudag.Vísir/APMál Rosberg var tekið upp á fundi um öryggisatriði á föstudagskvöld af frumkvæði nokkurra ökumanna, þar á meðal Vettel, Lewis Hamilton og Fernando Alonso. Vettel segir Pirelli alltaf bregða sömu svörum fyrir sig: „Það var skurður í dekkinu, brot úr bíl, yfirbygging bílsins skar dekkið eða ökumaður fór út fyrir braut.“ „Við munum ræða málin okkar á milli,“ sagði Vettel og vísar til þess að ökumenn ætla að hittast fyrir keppnina á Monza eftir tvær vikur og ræða stöðu mála. „Eitthvað þarf að gera til að auka öryggið. Einhvern veginn þurfum við að sjá fyrr ef þetta er að fara að gerast,“ sagði Rosberg. „Ef það er ekki hægt að laga vandamálið á næstu tveimur vikum, af því að Monza er líka hröð braut, þurfum við að vera með okkar afstöðu á hreinu,“ bætti Rosberg við. Skemmst er að minnast breska kappakstursins frá 2013 þar sem Pirelli dekk sprungu ansi ört og höfðu talsverð áhrif á úrslit kappakstursins. Gallað dekk kostaði Hamilton forystuna í þeirri keppni. Formúla Tengdar fréttir Rosberg fljótastur á föstudagsæfingum Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins, hann byrjaði illa á fyrri æfingunni. Seinni æfing hans endaði skyndilega þegar dekk sprakk á mikilli ferð. 21. ágúst 2015 19:30 Lewis Hamilton vann í Belgíu Lewis Hamilton á Mercedes vann á Spa brautinni í Belgíu. Liðsfélagi hans Nico Rosberg varð annar og Romain Grosjean á Lotus varð þriðji. 23. ágúst 2015 13:13 Rosberg: Ég klúðraði ræsingunni, sem var vesen Lewis Hamilton vann á Spa, hann missti forystuna á fyrsta hring og náði henni strax aftur. Hver sagði hvað eftir spennandi keppni? 23. ágúst 2015 15:15 Rosberg: Það er nóg af tækifærum á morgun Lewis Hamilton verður á ráspól eftir spennandi tímatöku á Spa brautinni í Belgíu. Hver sagði hvað eftir tímatökuna. 22. ágúst 2015 14:30 Dekkin gera leikinn lotterí Eigandi Red Bull orkudrykkjaframleiðandans, Dietrich Mateschitz, segir frábært upphaf Formúlu 1 vertíðarinnar hafa snúið keppninni upp í lotterí fyrir liðin. Umdeild Pirelli-dekkin eru þar helsti áhrifavaldur. 19. maí 2012 06:00 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Sebastian Vettel ökumaður Ferrari liðsins var æfur í garð dekkjaframleiðandans Pirelli eftir að dekk sprakk a bíl hans á rúmlega 300 km/klst á Spa brautinni í dag. Þetta var annað dekkið sem sprakk um helgina en á föstudaginn hvellsprakk dekk undir Mercedes bíl Nico Rosberg á æfingu. „Þetta má ekki gerast. Hefði þetta gerðst 200 metrum fyrr, stæði ég ekki hér núna,“ sagði Vettel. „Ég veit ekki hvað þarf til. Þetta kemur alltaf upp annað slagið en enginn virðist vilja ræða þetta, það er óásættanlegt að dekkin springi,“ bætti fjórfaldi heimsmeistarinn við. Yfirmaður kappakstursmála hjá Pirelli, Paul Hembrey segir dekkið hafa sprungið vegna gríðarlegs slits. Ferrari hafði þó fengið upplýsingar fyrir keppnina um að dekkin ættu að komast 40 hringi en það sprakk eftir 28 hringja notkun. „Það var komið að lokum endingartíma og þegar dekk komast þangað geta þau valdið vandræðum. Sama hvaða dekk það er,“ sagði Hembrey. Hembrey viðurkenndi þó að Pirelli hefði ekki varað Ferrari við að svona gæti farið ef dekkið yrði notað svona lengi.Mercedes bíll Rosberg á flutningabíl eftir að dekk hvellsprakk á honum á föstudag.Vísir/APMál Rosberg var tekið upp á fundi um öryggisatriði á föstudagskvöld af frumkvæði nokkurra ökumanna, þar á meðal Vettel, Lewis Hamilton og Fernando Alonso. Vettel segir Pirelli alltaf bregða sömu svörum fyrir sig: „Það var skurður í dekkinu, brot úr bíl, yfirbygging bílsins skar dekkið eða ökumaður fór út fyrir braut.“ „Við munum ræða málin okkar á milli,“ sagði Vettel og vísar til þess að ökumenn ætla að hittast fyrir keppnina á Monza eftir tvær vikur og ræða stöðu mála. „Eitthvað þarf að gera til að auka öryggið. Einhvern veginn þurfum við að sjá fyrr ef þetta er að fara að gerast,“ sagði Rosberg. „Ef það er ekki hægt að laga vandamálið á næstu tveimur vikum, af því að Monza er líka hröð braut, þurfum við að vera með okkar afstöðu á hreinu,“ bætti Rosberg við. Skemmst er að minnast breska kappakstursins frá 2013 þar sem Pirelli dekk sprungu ansi ört og höfðu talsverð áhrif á úrslit kappakstursins. Gallað dekk kostaði Hamilton forystuna í þeirri keppni.
Formúla Tengdar fréttir Rosberg fljótastur á föstudagsæfingum Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins, hann byrjaði illa á fyrri æfingunni. Seinni æfing hans endaði skyndilega þegar dekk sprakk á mikilli ferð. 21. ágúst 2015 19:30 Lewis Hamilton vann í Belgíu Lewis Hamilton á Mercedes vann á Spa brautinni í Belgíu. Liðsfélagi hans Nico Rosberg varð annar og Romain Grosjean á Lotus varð þriðji. 23. ágúst 2015 13:13 Rosberg: Ég klúðraði ræsingunni, sem var vesen Lewis Hamilton vann á Spa, hann missti forystuna á fyrsta hring og náði henni strax aftur. Hver sagði hvað eftir spennandi keppni? 23. ágúst 2015 15:15 Rosberg: Það er nóg af tækifærum á morgun Lewis Hamilton verður á ráspól eftir spennandi tímatöku á Spa brautinni í Belgíu. Hver sagði hvað eftir tímatökuna. 22. ágúst 2015 14:30 Dekkin gera leikinn lotterí Eigandi Red Bull orkudrykkjaframleiðandans, Dietrich Mateschitz, segir frábært upphaf Formúlu 1 vertíðarinnar hafa snúið keppninni upp í lotterí fyrir liðin. Umdeild Pirelli-dekkin eru þar helsti áhrifavaldur. 19. maí 2012 06:00 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Rosberg fljótastur á föstudagsæfingum Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins, hann byrjaði illa á fyrri æfingunni. Seinni æfing hans endaði skyndilega þegar dekk sprakk á mikilli ferð. 21. ágúst 2015 19:30
Lewis Hamilton vann í Belgíu Lewis Hamilton á Mercedes vann á Spa brautinni í Belgíu. Liðsfélagi hans Nico Rosberg varð annar og Romain Grosjean á Lotus varð þriðji. 23. ágúst 2015 13:13
Rosberg: Ég klúðraði ræsingunni, sem var vesen Lewis Hamilton vann á Spa, hann missti forystuna á fyrsta hring og náði henni strax aftur. Hver sagði hvað eftir spennandi keppni? 23. ágúst 2015 15:15
Rosberg: Það er nóg af tækifærum á morgun Lewis Hamilton verður á ráspól eftir spennandi tímatöku á Spa brautinni í Belgíu. Hver sagði hvað eftir tímatökuna. 22. ágúst 2015 14:30
Dekkin gera leikinn lotterí Eigandi Red Bull orkudrykkjaframleiðandans, Dietrich Mateschitz, segir frábært upphaf Formúlu 1 vertíðarinnar hafa snúið keppninni upp í lotterí fyrir liðin. Umdeild Pirelli-dekkin eru þar helsti áhrifavaldur. 19. maí 2012 06:00
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti