Fjölmargir fara tíu þúsund krónum fátækari heim úr miðbænum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. ágúst 2015 23:19 Eigandi þessa bíls var vafalítið óhress með glaðningin sem beið hans á framrúðunni í Laugardalnum síðdegis í gær. Vísir/KTD Tugir þúsunda gesta í miðbæ Reykjavíkur í kvöld verða tíu þúsund krónum fátækari þegar þeir snúa aftur að bílum sínum að loknum tónleikum og flugeldasýningu í tilefni Menningarnætur. Fjölmennir tónleikar fóru fram í kvöld á Arnarhóli, Hljómskálagarðinum, Bar 11 auk Karnivalsins á Klapparstíg. Starfsmenn Bílastæðasjóðs og lögregla hafa verið á ferðinni og smellt sektum á bíla sem lagt hefur verið ólöglega. Blaðamaður hélt í Laugardalshöll síðdegis á föstudag þar sem skráning og móttaka gagna vegna Reykjavíkurmaraþonsins fór fram. Gekk hann fram á tvo starfsmenn Bílastæðasjóðs sem voru í óðaönn að sekta ökumenn vegna stöðubrota. Sektin nemur tíu þúsund krónum eftir nýlega hækkun. Í spjalli við blaðamann sögðu starfsmennirnir eiga von á annasömum degi, þ.e. föstudeginum í Laugardalnum, og svo í dag. Í ljósi reynslu undanfarinna ára sögðust þeir eiga von á að sektirnar yrðu líklega fleiri en eitt þúsund dagana tvo. Miðað við tíu þúsund króna sekt svarar það til tíu milljóna króna í sektargreiðslu yfir helgina.Hlauparar leggja ólöglega Fannst þeim sérstaklega kostulegt að það væru hlauparar sem legðu ólöglega, fólk sem ætlaði að hlaupa langar vegalengdir en gæti samt ekki lagt löglega. Nóg væri til að mynda af bílastæðum í og nærri Laugardalnum en þrátt fyrir það legðu sumir við hlið Laugardalshallar upp á kant líkt og myndin að ofan sýnir. Sömuleiðis væri eins og eftir því sem veðrið væri betra þá væru fleiri stöðubrot. Héldist það í hendur við að fleiri mæta þegar veður er gott. Umfangsmiklar lokanir hafa verið í miðbænum í allan dag þar sem fólk hefur verið að soga í sig menninguna. Allt frá því fyrstu fóru af stað í Reykjavíkurmaraþoninu á níunda tímanum í morgun hefur mikil umferð fólks í kjarna borgarinnar. Svo verður vafalítið fram á morgun í fjölmörgum tilfellum þar sem dansinn mun duna á skemmtistöðum borgarinnar. Tengdar fréttir Lögregla fargar áfengi ungra gesta menningarnætur Segir hátíðina hafa farið vel fram og marga í bænum. 22. ágúst 2015 22:05 Svona kemstu í bæinn á Menningarnótt Ókeypis verður í strætó en löggan verður á vaktinni í sektargír. Upplýsingar um lokanir á götum má finna í fréttinni. 22. ágúst 2015 11:15 Mesta úrkoman gengin yfir Má þó gera ráð fyrir skúrum í kvöld. 22. ágúst 2015 19:21 Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Tugir þúsunda gesta í miðbæ Reykjavíkur í kvöld verða tíu þúsund krónum fátækari þegar þeir snúa aftur að bílum sínum að loknum tónleikum og flugeldasýningu í tilefni Menningarnætur. Fjölmennir tónleikar fóru fram í kvöld á Arnarhóli, Hljómskálagarðinum, Bar 11 auk Karnivalsins á Klapparstíg. Starfsmenn Bílastæðasjóðs og lögregla hafa verið á ferðinni og smellt sektum á bíla sem lagt hefur verið ólöglega. Blaðamaður hélt í Laugardalshöll síðdegis á föstudag þar sem skráning og móttaka gagna vegna Reykjavíkurmaraþonsins fór fram. Gekk hann fram á tvo starfsmenn Bílastæðasjóðs sem voru í óðaönn að sekta ökumenn vegna stöðubrota. Sektin nemur tíu þúsund krónum eftir nýlega hækkun. Í spjalli við blaðamann sögðu starfsmennirnir eiga von á annasömum degi, þ.e. föstudeginum í Laugardalnum, og svo í dag. Í ljósi reynslu undanfarinna ára sögðust þeir eiga von á að sektirnar yrðu líklega fleiri en eitt þúsund dagana tvo. Miðað við tíu þúsund króna sekt svarar það til tíu milljóna króna í sektargreiðslu yfir helgina.Hlauparar leggja ólöglega Fannst þeim sérstaklega kostulegt að það væru hlauparar sem legðu ólöglega, fólk sem ætlaði að hlaupa langar vegalengdir en gæti samt ekki lagt löglega. Nóg væri til að mynda af bílastæðum í og nærri Laugardalnum en þrátt fyrir það legðu sumir við hlið Laugardalshallar upp á kant líkt og myndin að ofan sýnir. Sömuleiðis væri eins og eftir því sem veðrið væri betra þá væru fleiri stöðubrot. Héldist það í hendur við að fleiri mæta þegar veður er gott. Umfangsmiklar lokanir hafa verið í miðbænum í allan dag þar sem fólk hefur verið að soga í sig menninguna. Allt frá því fyrstu fóru af stað í Reykjavíkurmaraþoninu á níunda tímanum í morgun hefur mikil umferð fólks í kjarna borgarinnar. Svo verður vafalítið fram á morgun í fjölmörgum tilfellum þar sem dansinn mun duna á skemmtistöðum borgarinnar.
Tengdar fréttir Lögregla fargar áfengi ungra gesta menningarnætur Segir hátíðina hafa farið vel fram og marga í bænum. 22. ágúst 2015 22:05 Svona kemstu í bæinn á Menningarnótt Ókeypis verður í strætó en löggan verður á vaktinni í sektargír. Upplýsingar um lokanir á götum má finna í fréttinni. 22. ágúst 2015 11:15 Mesta úrkoman gengin yfir Má þó gera ráð fyrir skúrum í kvöld. 22. ágúst 2015 19:21 Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Lögregla fargar áfengi ungra gesta menningarnætur Segir hátíðina hafa farið vel fram og marga í bænum. 22. ágúst 2015 22:05
Svona kemstu í bæinn á Menningarnótt Ókeypis verður í strætó en löggan verður á vaktinni í sektargír. Upplýsingar um lokanir á götum má finna í fréttinni. 22. ágúst 2015 11:15