Íslenski boltinn

Gunnar Nelson með KR-ingum til Eyja?

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Úr bikarleik KR og ÍBV.
Úr bikarleik KR og ÍBV. vísir/stefán
KR-ingar eru á leið til Vestmannaeyja þar sem þeir eiga að mæta ÍBV í 16. umferð Pepsi-deildar karla klukkan 18:00 í dag.

Sem kunnugt er þurfti að fresta leik ÍBV og KR í gær þar sem leikmenn Vesturbæjarliðsins komust ekki til Eyja vegna þoku. Flugvél sem innihélt leikmenn KR-liðsins gat ekki lent í Eyjum og þurfi að snúa til baka vegna þoku.

Margir hneykluðist á framferði KR-inga í gær og töldu þá hafa sýnt virðingar- og fyrirhyggjuleysi. Að margra mati hefðu þeir frekar átt að fara sjóleiðina til Eyja í staðinn fyrir að taka áhættuna á flugi.

Sjá einnig: Hvað sagði Twitter um frestunina á leik KR og ÍBV

KR-ingar hafa gert aðra tilraun til að komast til Eyja með flugvél en samkvæmt Twitter-færslu Hólmberts Arons Friðjónssonar eru þeir komnir í loftið. Það er vonandi að þeir komist á áfangastað að þessu sinni.

Samkvæmt Twitter-færslu annars KR-ings, Pálma Rafns Pálmasonar, fengu KR-ingar góðan ferðafélaga til Eyja en Húsvíkingurinn birti mynd af bardagakappanum ásamt hluta af KR-liðinu með orðunum „Þessi kemur með okkur til eyja.. Þú fokkar ekkert í prímadonnunum!!“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×