Rúllugjald Kári Stefánsson skrifar 21. ágúst 2015 07:00 Einu sinni lagði framsóknarráðherra nokkur fram frumvarp til laga um samræmda stafsetningu sem átti meðal annars að koma böndum á óheftan skandalista, Halldór Kiljan Laxness að nafni. Það var nokkrum árum áður en hann skipaði bókhaldskennara í Samvinnuskólanum fyrsta þjóðleikhússtjórann. Steinn Steinarr brást við frumvarpinu með því að yrkja ljóð sem hann kallaði Samræmt göngulag fornt. Í því er að finna eftirfarandi tvær ljóðlínur:Álútir skulu menn ganga og hoknir í hnjánumog horfa með stilling og festu á íslenska jörð Ég býst við að Steini hafi fundist hann vera nokkuð fyndinn í þessum orðum og þar er ég honum sammála og það eru engar ástæður til þess að ætla að hann hafi reiknað með því að þetta yrðu áhrínsorð. Það eru hins vegar þau öfl í okkar samfélagi sem virðast staðráðin í að láta þau verða það. Þau ætla að ná markmiðinu með því að sjá til þess að við skömmumst okkar svo fyrir að vera Íslendingar að höfuðið sígi ósjálfrátt niður á bringu og við glötum getunni til þess að horfast í augu við nokkurn mann. Þetta byrjaði með því að við ákváðum að slást í hóp þjóða sem eru að reyna að sporna gegn heimsyfirráðastefnu Rússa með viðskiptaþvingunum. Einhverra hluta vegna hélt ég að sú ákvörðun væri svo góð að hún væri hafin yfir alla gagnrýni þótt fyrir henni hafi staðið utanríkisráðherra sem er slíkur endemis klaufi að flest sem hann gerir, hvort sem það er skynsamlegt eða ekki, virðist stórslys við fyrstu sýn. Afleiðingin af þessu, sem var fyrirsjáanleg, er að Rússar ákváðu að hætta að kaupa af okkur fisk. Hófust þá upp harmakvein þeirra sem fóru strax að sakna Rússagullsins sem er rúllugjaldið sem við höfðum ákveðið að borga til þess að fá að standa upprétt í samfélagi þjóðanna. Í sömu andrá fór að kvarnast úr þeirri reisn stjórnvalda sem endurspeglaðist í ákvörðuninni að taka þátt. Forsætisráðherra bað forsetann að fara bónleið til sendiherra Rússa í þeirri von að honum tækist að sannfæra hann um að við værum slíkir helvítis aumingjar að það væri ljótt að kalla okkur til ábyrgðar fyrir eigin gerðir sem miðuðust þó við að kalla þá til ábyrgðar fyrir þeirra. Síðan hafa heyrst þær raddir innan úr Stjórnarráðinu að þegar komi að því að endurnýja þátttöku í aðgerðunum gegn Rússum um áramótin muni Ísland stíga til hliðar. Það bendir sem sagt allt til þess að stuðningur Íslendinga við aðgerðir gegn ofbeldi Rússa verði skammlífur og allur heimurinn fái að vita að við hættum vegna þess að við tímdum því ekki. Og ef svo heldur fram sem horfir munum við af skömm einni saman: Ganga álút og hokin í hnjánum og (ef við náum tökum á kvíðanum sem fylgir skömminni) horfa með stilling og festu á íslenska jörð Ég er líka viss um að svona hringlandaháttur sem vegur að sjálfsvirðingu okkar ylli okkur mun meira efnahagslegu tjóni en nemur Rússagullinu. Ferðamannaiðnaðurinn er orðinn stærsta atvinnugrein þjóðarinnar vegna þess að land og þjóð þykja kúl og laða að sér fólk. Ósnerta, fallega landið, hreina loftið og ákveðið sambland af sköpunarmætti og tærleika í fólkinu er undirstaða ferðamannaiðnaðarins. Ef við afklæðumst sjálfsvirðingunni fyrir framan alheim til þess að spara fé hættum við að vera kúl og breytumst í blauta, nakta, kalda eyju í Norður-Atlantshafi þar sem búa prinsipplausir aular sem enginn vill heimsækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Einu sinni lagði framsóknarráðherra nokkur fram frumvarp til laga um samræmda stafsetningu sem átti meðal annars að koma böndum á óheftan skandalista, Halldór Kiljan Laxness að nafni. Það var nokkrum árum áður en hann skipaði bókhaldskennara í Samvinnuskólanum fyrsta þjóðleikhússtjórann. Steinn Steinarr brást við frumvarpinu með því að yrkja ljóð sem hann kallaði Samræmt göngulag fornt. Í því er að finna eftirfarandi tvær ljóðlínur:Álútir skulu menn ganga og hoknir í hnjánumog horfa með stilling og festu á íslenska jörð Ég býst við að Steini hafi fundist hann vera nokkuð fyndinn í þessum orðum og þar er ég honum sammála og það eru engar ástæður til þess að ætla að hann hafi reiknað með því að þetta yrðu áhrínsorð. Það eru hins vegar þau öfl í okkar samfélagi sem virðast staðráðin í að láta þau verða það. Þau ætla að ná markmiðinu með því að sjá til þess að við skömmumst okkar svo fyrir að vera Íslendingar að höfuðið sígi ósjálfrátt niður á bringu og við glötum getunni til þess að horfast í augu við nokkurn mann. Þetta byrjaði með því að við ákváðum að slást í hóp þjóða sem eru að reyna að sporna gegn heimsyfirráðastefnu Rússa með viðskiptaþvingunum. Einhverra hluta vegna hélt ég að sú ákvörðun væri svo góð að hún væri hafin yfir alla gagnrýni þótt fyrir henni hafi staðið utanríkisráðherra sem er slíkur endemis klaufi að flest sem hann gerir, hvort sem það er skynsamlegt eða ekki, virðist stórslys við fyrstu sýn. Afleiðingin af þessu, sem var fyrirsjáanleg, er að Rússar ákváðu að hætta að kaupa af okkur fisk. Hófust þá upp harmakvein þeirra sem fóru strax að sakna Rússagullsins sem er rúllugjaldið sem við höfðum ákveðið að borga til þess að fá að standa upprétt í samfélagi þjóðanna. Í sömu andrá fór að kvarnast úr þeirri reisn stjórnvalda sem endurspeglaðist í ákvörðuninni að taka þátt. Forsætisráðherra bað forsetann að fara bónleið til sendiherra Rússa í þeirri von að honum tækist að sannfæra hann um að við værum slíkir helvítis aumingjar að það væri ljótt að kalla okkur til ábyrgðar fyrir eigin gerðir sem miðuðust þó við að kalla þá til ábyrgðar fyrir þeirra. Síðan hafa heyrst þær raddir innan úr Stjórnarráðinu að þegar komi að því að endurnýja þátttöku í aðgerðunum gegn Rússum um áramótin muni Ísland stíga til hliðar. Það bendir sem sagt allt til þess að stuðningur Íslendinga við aðgerðir gegn ofbeldi Rússa verði skammlífur og allur heimurinn fái að vita að við hættum vegna þess að við tímdum því ekki. Og ef svo heldur fram sem horfir munum við af skömm einni saman: Ganga álút og hokin í hnjánum og (ef við náum tökum á kvíðanum sem fylgir skömminni) horfa með stilling og festu á íslenska jörð Ég er líka viss um að svona hringlandaháttur sem vegur að sjálfsvirðingu okkar ylli okkur mun meira efnahagslegu tjóni en nemur Rússagullinu. Ferðamannaiðnaðurinn er orðinn stærsta atvinnugrein þjóðarinnar vegna þess að land og þjóð þykja kúl og laða að sér fólk. Ósnerta, fallega landið, hreina loftið og ákveðið sambland af sköpunarmætti og tærleika í fólkinu er undirstaða ferðamannaiðnaðarins. Ef við afklæðumst sjálfsvirðingunni fyrir framan alheim til þess að spara fé hættum við að vera kúl og breytumst í blauta, nakta, kalda eyju í Norður-Atlantshafi þar sem búa prinsipplausir aular sem enginn vill heimsækja.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar