Arnar um vítaklúður Glenn: Þetta er lengra framhjá en það virðist vera Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. ágúst 2015 14:30 Jonathan Glenn, framherji Breiðabliks, fór illa að ráði sínu í uppbótartíma í leik Blika og Leiknis á Kópavogsvellinum í gær. Staðan var markalaus þegar Glenn krækti í vítaspyrnu í uppbótartíma. Hann fór sjálfur á punktinn en spyrna hans var slök og hitti ekki markið. Breiðablik varð því af tveimur mikilvægum stigum í toppbaráttunni en liðið er nú sex stigum á eftir toppliði FH þegar fjórum umferðum er ólokið í Pepsi-deildinni. „Í fyrsta lagi voru þetta hádramatískar lokamínútur,“ sagði Arnar Gunnlaugsson í Pepsi-mörkunum í gær. „Fyrst þegar ég sá þetta fannst mér þetta vera pjúra víti. En því oftar sem maður horfir á þetta sýnist mér þeir bara vera barátta inni í teignum. „Þarna finnst mér Glenn einfaldlega toga í Halldór Kristinn (Halldórsson, miðvörð Leiknis) og fiska þetta víti mjög vel. Dómarinn (Þorvaldur Árnason) er reyndar vel staðsettur og allt það.“ Arnar ræddi því næst um spyrnuna sjálfa en hann var er sjálfur ein allra besta vítaskytta í sögu efstu deildar. „Hann er búinn að klúðra einu víti í sumar með ÍBV á móti Víkingum og þetta er bara léleg spyrna. Hann opnar líkamann alltof mikið og þetta er lengra framhjá en það lítur út fyrir að vera í sjónvarpinu,“ sagði Arnar. Hjörvar Hafliðason, sem var gestur Harðar Magnússonar í Pepsi-mörkunum í gær ásamt Arnari, sagðist ekki hafa haft trú á því að Glenn myndi skora úr spyrnunni. „Um leið og ég heyrði að hann væri á leið á punktinn hafði ég ekki trú á þessu. Mér finnst hann einhvern veginn ekki vera góður spyrnumaður,“ sagði Hjörvar sem kom með áhugaverða tillögu að vítaskyttu í þessari stöðu. „Þarna hefði Arnar Grétarsson (þjálfari Breiðabliks) getað átt sitt „Van Gaal-móment“. Ég hefði sett Olgeir Sigurgeirsson inn á. Hann er rosaleg vítaskytta og er ábyggilega með besta „record“ í sögu Breiðabliks yfir menn sem hafa tekið fleiri en fimm víti. „Hann er ískaldur á punktinum,“ sagði Hjörvar en Olgeir skoraði t.a.m. úr fimm vítaspyrnum með Breiðabliki í 1. deildinni sumarið 2005.Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
Jonathan Glenn, framherji Breiðabliks, fór illa að ráði sínu í uppbótartíma í leik Blika og Leiknis á Kópavogsvellinum í gær. Staðan var markalaus þegar Glenn krækti í vítaspyrnu í uppbótartíma. Hann fór sjálfur á punktinn en spyrna hans var slök og hitti ekki markið. Breiðablik varð því af tveimur mikilvægum stigum í toppbaráttunni en liðið er nú sex stigum á eftir toppliði FH þegar fjórum umferðum er ólokið í Pepsi-deildinni. „Í fyrsta lagi voru þetta hádramatískar lokamínútur,“ sagði Arnar Gunnlaugsson í Pepsi-mörkunum í gær. „Fyrst þegar ég sá þetta fannst mér þetta vera pjúra víti. En því oftar sem maður horfir á þetta sýnist mér þeir bara vera barátta inni í teignum. „Þarna finnst mér Glenn einfaldlega toga í Halldór Kristinn (Halldórsson, miðvörð Leiknis) og fiska þetta víti mjög vel. Dómarinn (Þorvaldur Árnason) er reyndar vel staðsettur og allt það.“ Arnar ræddi því næst um spyrnuna sjálfa en hann var er sjálfur ein allra besta vítaskytta í sögu efstu deildar. „Hann er búinn að klúðra einu víti í sumar með ÍBV á móti Víkingum og þetta er bara léleg spyrna. Hann opnar líkamann alltof mikið og þetta er lengra framhjá en það lítur út fyrir að vera í sjónvarpinu,“ sagði Arnar. Hjörvar Hafliðason, sem var gestur Harðar Magnússonar í Pepsi-mörkunum í gær ásamt Arnari, sagðist ekki hafa haft trú á því að Glenn myndi skora úr spyrnunni. „Um leið og ég heyrði að hann væri á leið á punktinn hafði ég ekki trú á þessu. Mér finnst hann einhvern veginn ekki vera góður spyrnumaður,“ sagði Hjörvar sem kom með áhugaverða tillögu að vítaskyttu í þessari stöðu. „Þarna hefði Arnar Grétarsson (þjálfari Breiðabliks) getað átt sitt „Van Gaal-móment“. Ég hefði sett Olgeir Sigurgeirsson inn á. Hann er rosaleg vítaskytta og er ábyggilega með besta „record“ í sögu Breiðabliks yfir menn sem hafa tekið fleiri en fimm víti. „Hann er ískaldur á punktinum,“ sagði Hjörvar en Olgeir skoraði t.a.m. úr fimm vítaspyrnum með Breiðabliki í 1. deildinni sumarið 2005.Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira