Ísland á 60% af "gömlu“ körlunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2015 06:00 Logi er elsti leikmaður íslenska liðsins, fæddur árið 1981. vísir/valli Íslenska körfuboltalandsliðið er búið að spila 160 mínútur á síðustu fimm dögum og í kvöld er komið að sjötta leik liðsins á sjö dögum. Lokaleikur B-riðilsins í Berlín verður á milli yngsta og elsta liðsins, eða Íslands og Tyrklands. Ísland spilar því fyrsta og síðasta leikinn í riðlakeppninni á sínu fyrsta stórmóti. Það er kannski erfitt að skilgreina hvenær leikmenn teljast orðið til gömlu karlanna en ein leiðin er að miða við 32 ára aldurinn. Aðeins tíu leikmenn eru 32 ára og eldri hjá liðunum sex sem spila í Berlín og svo vill til að Ísland á sex þeirra, eða sextíu prósent af gömlu körlunum. Þeir eru allir svo ungir í anda að þetta skiptir engu máli, sagði Arnar Guðjónsson, annar tveggja aðstoðarþjálfara Íslands, léttur og kátur við Fréttablaðið. Ég hef engar áhyggjur af aldrinum. Menn gefa allt sem þeir eiga í þetta. Fjórir af þeim gömlu í íslenska liðinu eru kjölfestuleikmenn liðsins sem þurfa að skila sínu ætli liðið sér eitthvað í leikjunum. Fyrirliðinn Hlynur Bæringsson, stigahæsti leikmaðurinn Jón Arnór Stefánsson og bakverðirnir öflugu Logi Gunnarsson og Jakob Örn Sigurðarson eru allir í hópi elstu leikmanna riðilsins. Í raun eru það aðeins NBA-stjörnurnar Dirk Nowitzki í Þýskalandi og Pau Gasol hjá Spáni sem eru eldri, auk Spánverjans Felipe Reyes. Einn annar leikmaður á mótinu kemst í öldungahópinn en það er tyrkneski Bandaríkjamaðurinn Ali Muhammed. Ali Muhammed hét áður Bobby Dixon en hann breytti um nafn þegar hann fékk tyrkneskt ríkisfang í sumar. Það er því ekki óeðlilegt að menn hafi áhyggjur af þreyttum íslenskum fótum þegar kemur að leiknum á móti Tyrkjum í kvöld.Dirk Nowitzki er elstur allra leikmanna í B-riðli.vísir/getty EM 2015 í Berlín Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið er búið að spila 160 mínútur á síðustu fimm dögum og í kvöld er komið að sjötta leik liðsins á sjö dögum. Lokaleikur B-riðilsins í Berlín verður á milli yngsta og elsta liðsins, eða Íslands og Tyrklands. Ísland spilar því fyrsta og síðasta leikinn í riðlakeppninni á sínu fyrsta stórmóti. Það er kannski erfitt að skilgreina hvenær leikmenn teljast orðið til gömlu karlanna en ein leiðin er að miða við 32 ára aldurinn. Aðeins tíu leikmenn eru 32 ára og eldri hjá liðunum sex sem spila í Berlín og svo vill til að Ísland á sex þeirra, eða sextíu prósent af gömlu körlunum. Þeir eru allir svo ungir í anda að þetta skiptir engu máli, sagði Arnar Guðjónsson, annar tveggja aðstoðarþjálfara Íslands, léttur og kátur við Fréttablaðið. Ég hef engar áhyggjur af aldrinum. Menn gefa allt sem þeir eiga í þetta. Fjórir af þeim gömlu í íslenska liðinu eru kjölfestuleikmenn liðsins sem þurfa að skila sínu ætli liðið sér eitthvað í leikjunum. Fyrirliðinn Hlynur Bæringsson, stigahæsti leikmaðurinn Jón Arnór Stefánsson og bakverðirnir öflugu Logi Gunnarsson og Jakob Örn Sigurðarson eru allir í hópi elstu leikmanna riðilsins. Í raun eru það aðeins NBA-stjörnurnar Dirk Nowitzki í Þýskalandi og Pau Gasol hjá Spáni sem eru eldri, auk Spánverjans Felipe Reyes. Einn annar leikmaður á mótinu kemst í öldungahópinn en það er tyrkneski Bandaríkjamaðurinn Ali Muhammed. Ali Muhammed hét áður Bobby Dixon en hann breytti um nafn þegar hann fékk tyrkneskt ríkisfang í sumar. Það er því ekki óeðlilegt að menn hafi áhyggjur af þreyttum íslenskum fótum þegar kemur að leiknum á móti Tyrkjum í kvöld.Dirk Nowitzki er elstur allra leikmanna í B-riðli.vísir/getty
EM 2015 í Berlín Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Sjá meira