NBA-veisla í íslenska teignum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2015 07:00 Pavel lætur skot ríða af. vísir/valli Íslenska körfuboltalandsliðið lenti annan leikinn í röð í vandræðum í seinni hálfleik á móti einu af sterkustu körfuboltaliðum heims. Í fyrradag voru það Serbar og í gær Spánverjar. Í báðum leikjum var íslenska liðið að gera frábæra hluti fyrir hlé en skorti orku í seinni hálfleiknum þegar stórstjörnuliðin ýttu á bensíngjöfina. síðustu tveir seinni hálfleikir hafa því verið íslensku strákunum afar erfiðir. Eitt af því jákvæða við leikinn í gær var það að Pavel Ermonlinskij er búinn að finna skotið sitt en hann setti niður fjóra þrista í gær. „Það er miklu skemmtilegra að sjá boltann fara í körfuna. Ég er ekki í þessu liði sem einhver miðpunktur í sóknarleiknum sem ætlar sér að skora eitthvað. Að sjálfsögðu tökum við öll stig sem við getum fengið. Það liggur mikið á ákveðnum mönnum í liðinu í því að skila stigum. Það er gott að geta hjálpað þeim þó að það sé nú bara af og til,“ segir Pavel sem hefur skorað sex þrista í síðustu tveimur leikjum. Pavel Ermolinskij sá mikið af NBA-stjörnunum í Chicago Bulls í gærkvöldi. „Það voru Gasol og Mirotic í kvöld og einhver annar á morgun. Þetta eru allt stjörnur og maður gerir sitt besta. Við getum bara reynt að gera þetta eins erfitt fyrir þá og hægt er,“ sagði Pavel Ermonlinskij um það verkefni sitt að reyna að stoppa NBA-stjörnurnar Pau Gasol og Nikola Mirotic. Saman skoruðu þeir 43 stig á þeim 45 mínútum sem þeir spiluðu og nýttu 14 af 19 skotum sínum sem gerir 74 prósenta skotnýtingu. „Við gerðum það fyrri partinn og spiluðum vel. Þetta var engin heppni því okkur leið þægilega inni á vellinum í fyrri hálfleik bæði í vörn og sókn. Það fór samt gífurleg orka í að reyna að ýta þessum stóru körlum út úr teignum og spila á þeirra hraða,“ sagði Pavel. „Það sem við tökum úr þessum tveimur síðustu leikjum er að við þurfum að taka eitt skref fram á við til að geta spila við þessi lið í 40 mínútur. Eins og Jón Arnór sagði eftir leikinn þá væri gott ef þessir leikir væru bara tuttugu mínútur,“ sagði Pavel, en er það að dekka Pau Gasol erfiðasta verkefni sem hann hefur fengið? „Já, það er það. Mér fannst eins og hann vissi ekki af mér í raun og veru því hann gat gert hvað sem hann vildi. Mér fannst ég vera á fullu og að vera að gera rosalega góða hluti en eftir á að hyggja þá held ég að hann hafi varla tekið eftir mér fyrir framan sig. Þetta var samt frábær upplifun,“ sagði Pavel í léttum tón. Íslenska liðið spilar lokaleik sinn á móti Tyrkjum í dag. „Þetta snýst um að við höldum áfram að gera sömu hluti og við höfum verið að gera í vörninni. Reyna að teygja þetta út í 30 mínútur í staðinn fyrir tuttugu mínútur. Við þurfum að hitta á dag þar sem við erum að setja niður þessi erfiðu skot sem við erum að fá,“ segir Pavel og bætir við: „Ef við setjum þau niður, af hverju ekki? Þetta er ekki lengur draumur að fara að vinna leik. Við erum inni í þessum leikjum og þetta snýst um eitthvað smá. Ég veit ekki hvað það er en þegar við finnum það þá kemur sigur,“ sagði Pavel að lokum. EM 2015 í Berlín Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Enski boltinn Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið lenti annan leikinn í röð í vandræðum í seinni hálfleik á móti einu af sterkustu körfuboltaliðum heims. Í fyrradag voru það Serbar og í gær Spánverjar. Í báðum leikjum var íslenska liðið að gera frábæra hluti fyrir hlé en skorti orku í seinni hálfleiknum þegar stórstjörnuliðin ýttu á bensíngjöfina. síðustu tveir seinni hálfleikir hafa því verið íslensku strákunum afar erfiðir. Eitt af því jákvæða við leikinn í gær var það að Pavel Ermonlinskij er búinn að finna skotið sitt en hann setti niður fjóra þrista í gær. „Það er miklu skemmtilegra að sjá boltann fara í körfuna. Ég er ekki í þessu liði sem einhver miðpunktur í sóknarleiknum sem ætlar sér að skora eitthvað. Að sjálfsögðu tökum við öll stig sem við getum fengið. Það liggur mikið á ákveðnum mönnum í liðinu í því að skila stigum. Það er gott að geta hjálpað þeim þó að það sé nú bara af og til,“ segir Pavel sem hefur skorað sex þrista í síðustu tveimur leikjum. Pavel Ermolinskij sá mikið af NBA-stjörnunum í Chicago Bulls í gærkvöldi. „Það voru Gasol og Mirotic í kvöld og einhver annar á morgun. Þetta eru allt stjörnur og maður gerir sitt besta. Við getum bara reynt að gera þetta eins erfitt fyrir þá og hægt er,“ sagði Pavel Ermonlinskij um það verkefni sitt að reyna að stoppa NBA-stjörnurnar Pau Gasol og Nikola Mirotic. Saman skoruðu þeir 43 stig á þeim 45 mínútum sem þeir spiluðu og nýttu 14 af 19 skotum sínum sem gerir 74 prósenta skotnýtingu. „Við gerðum það fyrri partinn og spiluðum vel. Þetta var engin heppni því okkur leið þægilega inni á vellinum í fyrri hálfleik bæði í vörn og sókn. Það fór samt gífurleg orka í að reyna að ýta þessum stóru körlum út úr teignum og spila á þeirra hraða,“ sagði Pavel. „Það sem við tökum úr þessum tveimur síðustu leikjum er að við þurfum að taka eitt skref fram á við til að geta spila við þessi lið í 40 mínútur. Eins og Jón Arnór sagði eftir leikinn þá væri gott ef þessir leikir væru bara tuttugu mínútur,“ sagði Pavel, en er það að dekka Pau Gasol erfiðasta verkefni sem hann hefur fengið? „Já, það er það. Mér fannst eins og hann vissi ekki af mér í raun og veru því hann gat gert hvað sem hann vildi. Mér fannst ég vera á fullu og að vera að gera rosalega góða hluti en eftir á að hyggja þá held ég að hann hafi varla tekið eftir mér fyrir framan sig. Þetta var samt frábær upplifun,“ sagði Pavel í léttum tón. Íslenska liðið spilar lokaleik sinn á móti Tyrkjum í dag. „Þetta snýst um að við höldum áfram að gera sömu hluti og við höfum verið að gera í vörninni. Reyna að teygja þetta út í 30 mínútur í staðinn fyrir tuttugu mínútur. Við þurfum að hitta á dag þar sem við erum að setja niður þessi erfiðu skot sem við erum að fá,“ segir Pavel og bætir við: „Ef við setjum þau niður, af hverju ekki? Þetta er ekki lengur draumur að fara að vinna leik. Við erum inni í þessum leikjum og þetta snýst um eitthvað smá. Ég veit ekki hvað það er en þegar við finnum það þá kemur sigur,“ sagði Pavel að lokum.
EM 2015 í Berlín Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Enski boltinn Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum