Haukur: Vorum hrikalega flottir í 20 til 30 mínútur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2015 22:08 Haukur Helgi Pálsson skorar hér 2 af 14 stigum sínum í kvöld. Vísir/Valli Haukur Helgi Pálsson var næststigahæstur hjá íslenska körfuboltalandsliðinu í kvöld þegar liðið tapaði með 26 stigum á móti stjörnuprýddu spænsku landsliðinu í fjórða leik sínum í úrslitakeppni Evrópumótsins í Berlín. „Þetta er erfitt," sagði Haukur Helgi Pálsson þegar hann mætti allur vafinn í viðtöl við blaðamenn eftir leikinn. „Þetta er svona þegar maður er búinn að vera í baráttunni allan leikinn á móti stærri mönnum sem virka vera svona 20 kílóum þyngri. Þetta er bara búin að vera keyrsla sem fylgir þessu," sagði Haukur sem skoraði 14 stig og hitti úr 3 af 4 þriggja stiga skotum sínum. Spánverjarnir fóru mikið inn á þá Pau Gasol og Nikola Mirotic sem voru íslensku strákunum erfiðir enda miklu stærri. „Stóru mennirnir þeirra eru báðir með yfir 20 stig og það var mjög erfitt fyrir Hlyn að ráða við Pau Gasol eða þá fyrir bakverðina okkar að dekka þá ef við urðum að skipta. Það er bara of erfitt að verjast honum því hann er of stór og of hæfileikaríkur," sagði Haukur um Pau Gasol sem var með 21 stig á 23 mínútum í kvöld. „Það er heldur ekki hægt að falla að honum því hann er svo hrikalega góður sendingamaður. Þeir gerðu akkurat það sem þeir þurftu að gera," sagði Haukur. Íslenska liðið náði svakalega flottum 16-4 spretti í öðrum leikhluta sem skilaði liðinu fjögurra stiga forystu. „Því miður eru þetta ekki tuttugu mínútna leikir heldur 40 mínútur. Mér fannst við vera hrikalega flottir í 20 til 30 mínútur. Síðan halda þeir áfram, við verðum þreyttir og þeir eru áfram í því að gera það sem þeir eru vanir," sagði Haukur. „Það er einn leikur eftir og hann verður bara barátta. Við verðum að vinna einn leik á þessu móti. Þetta verður gaman á morgun," sagði Haukur. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Hlynur: Ekki vanur því að spila svona seint á kvöldin Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, gaf allt sitt að venju í kvöld þegar Ísland tapaði 99-73 á móti Spánverjum á Evrópumótinu í körfubolta í Berlín. 9. september 2015 21:56 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Spánn 73-99 | Frábær kafli í fyrri en 26 stiga tap Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með 26 stiga mun á móti Spánverjum í kvöld, 99-73, í fjórða leik sínum á Evrópumótinu í körfubolta. 9. september 2015 20:30 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Sjá meira
Haukur Helgi Pálsson var næststigahæstur hjá íslenska körfuboltalandsliðinu í kvöld þegar liðið tapaði með 26 stigum á móti stjörnuprýddu spænsku landsliðinu í fjórða leik sínum í úrslitakeppni Evrópumótsins í Berlín. „Þetta er erfitt," sagði Haukur Helgi Pálsson þegar hann mætti allur vafinn í viðtöl við blaðamenn eftir leikinn. „Þetta er svona þegar maður er búinn að vera í baráttunni allan leikinn á móti stærri mönnum sem virka vera svona 20 kílóum þyngri. Þetta er bara búin að vera keyrsla sem fylgir þessu," sagði Haukur sem skoraði 14 stig og hitti úr 3 af 4 þriggja stiga skotum sínum. Spánverjarnir fóru mikið inn á þá Pau Gasol og Nikola Mirotic sem voru íslensku strákunum erfiðir enda miklu stærri. „Stóru mennirnir þeirra eru báðir með yfir 20 stig og það var mjög erfitt fyrir Hlyn að ráða við Pau Gasol eða þá fyrir bakverðina okkar að dekka þá ef við urðum að skipta. Það er bara of erfitt að verjast honum því hann er of stór og of hæfileikaríkur," sagði Haukur um Pau Gasol sem var með 21 stig á 23 mínútum í kvöld. „Það er heldur ekki hægt að falla að honum því hann er svo hrikalega góður sendingamaður. Þeir gerðu akkurat það sem þeir þurftu að gera," sagði Haukur. Íslenska liðið náði svakalega flottum 16-4 spretti í öðrum leikhluta sem skilaði liðinu fjögurra stiga forystu. „Því miður eru þetta ekki tuttugu mínútna leikir heldur 40 mínútur. Mér fannst við vera hrikalega flottir í 20 til 30 mínútur. Síðan halda þeir áfram, við verðum þreyttir og þeir eru áfram í því að gera það sem þeir eru vanir," sagði Haukur. „Það er einn leikur eftir og hann verður bara barátta. Við verðum að vinna einn leik á þessu móti. Þetta verður gaman á morgun," sagði Haukur.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Hlynur: Ekki vanur því að spila svona seint á kvöldin Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, gaf allt sitt að venju í kvöld þegar Ísland tapaði 99-73 á móti Spánverjum á Evrópumótinu í körfubolta í Berlín. 9. september 2015 21:56 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Spánn 73-99 | Frábær kafli í fyrri en 26 stiga tap Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með 26 stiga mun á móti Spánverjum í kvöld, 99-73, í fjórða leik sínum á Evrópumótinu í körfubolta. 9. september 2015 20:30 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Sjá meira
Hlynur: Ekki vanur því að spila svona seint á kvöldin Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, gaf allt sitt að venju í kvöld þegar Ísland tapaði 99-73 á móti Spánverjum á Evrópumótinu í körfubolta í Berlín. 9. september 2015 21:56
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Spánn 73-99 | Frábær kafli í fyrri en 26 stiga tap Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með 26 stiga mun á móti Spánverjum í kvöld, 99-73, í fjórða leik sínum á Evrópumótinu í körfubolta. 9. september 2015 20:30