Yrði eitt af stærstu fíkniefnamálum Íslands Birgir Olgeirsson skrifar 9. september 2015 14:38 Norræna í Færeyjum. Vísir/Óli Kr. Ármannsson Litlar upplýsingar eru að fá að svo stöddu um fíkniefnafundinn í Norrænu í gær. Vísir hafði heimildir fyrir því að lögreglan á Austurlandi og tollverðir á Seyðisfirði hefðu lagt hald á um það bil 30 kíló af hvítum efnum í ferjunni sem siglir á milli Íslands, Færeyja og Danmerkur. Hafði Vísir einnig heimildir fyrir því að fleiri en einn hefðu verið handteknir í tengslum við fundinn. Hvorki lögeglan á Austurlandi né tollverðir á tollstöðinni á Seyðisfirði hafa viljað tjá sig frekar um málið en fréttastofa Ríkisútvarpsins hefur heimildir fyrir því að fíkniefnin hefðu fundist í húsbíl sem kom með Norrænu í gærmorgun. Segist RÚV hafa heimildir fyrir því að heildarþyngd efnanna hefði numið um hundrað kílóum og að þau hefðu verið í mörgum pokum. Segir RÚV jafnframt erlent par hafa verið í bílnum. Það myndi gera þetta mál eitt af stærri fíkniefnamálum hér á landi. Hollenska móðirin Um síðastliðna páska voru hollenskar mæðgur stöðvaðar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar með um 20 kíló af fíkniefnum. Íslenskur karlmaður var handtekinn í kjölfarið þar sem hann tók við pakkningu og tösku frá móðurinni við Hótel Frón á Laugavegi sem hann taldi vera fíkniefnin sem voru flutt til landsins. Var móðirin notuð í tálbeituaðgerð lögreglunnar til að ná viðtakanda fíkniefnanna. Fíkniefni með póstsendingu Árið 2013 lögðu tollverðir hald á tugi kílóa af amfetamíni, bæði í duft og vökvaformi, sem bárust hingað tl lands með póstsendingum frá Danmörku. Papeyjarmálið Árið 2009 lagði lögregla hald á rúmlega hundrað kíló af hvítu dufti í skútunni í Sirtaki. Var málið jafnan nefnt Papeyjarmálið því viðtaka fíkniefnanna átti sér stað við Papey en skútunni hafði verið siglt frá Hollandi. Pólstjörnumálið Þá var Pólstjörnumálið afar umtalað á sínum tíma en þar notuðu smyglarar litla skútu til að koma fjörutíu kílóum af amfetamíni og e-töflum yfir Atlantshafið. Leki og spilling í lögreglu Norræna Lögreglumál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Lögðu hald á umtalsvert magn fíkniefna í Norrænu Fleiri en einn hnepptir í gæsluvarðhald vegna málsins. 9. september 2015 13:18 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Litlar upplýsingar eru að fá að svo stöddu um fíkniefnafundinn í Norrænu í gær. Vísir hafði heimildir fyrir því að lögreglan á Austurlandi og tollverðir á Seyðisfirði hefðu lagt hald á um það bil 30 kíló af hvítum efnum í ferjunni sem siglir á milli Íslands, Færeyja og Danmerkur. Hafði Vísir einnig heimildir fyrir því að fleiri en einn hefðu verið handteknir í tengslum við fundinn. Hvorki lögeglan á Austurlandi né tollverðir á tollstöðinni á Seyðisfirði hafa viljað tjá sig frekar um málið en fréttastofa Ríkisútvarpsins hefur heimildir fyrir því að fíkniefnin hefðu fundist í húsbíl sem kom með Norrænu í gærmorgun. Segist RÚV hafa heimildir fyrir því að heildarþyngd efnanna hefði numið um hundrað kílóum og að þau hefðu verið í mörgum pokum. Segir RÚV jafnframt erlent par hafa verið í bílnum. Það myndi gera þetta mál eitt af stærri fíkniefnamálum hér á landi. Hollenska móðirin Um síðastliðna páska voru hollenskar mæðgur stöðvaðar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar með um 20 kíló af fíkniefnum. Íslenskur karlmaður var handtekinn í kjölfarið þar sem hann tók við pakkningu og tösku frá móðurinni við Hótel Frón á Laugavegi sem hann taldi vera fíkniefnin sem voru flutt til landsins. Var móðirin notuð í tálbeituaðgerð lögreglunnar til að ná viðtakanda fíkniefnanna. Fíkniefni með póstsendingu Árið 2013 lögðu tollverðir hald á tugi kílóa af amfetamíni, bæði í duft og vökvaformi, sem bárust hingað tl lands með póstsendingum frá Danmörku. Papeyjarmálið Árið 2009 lagði lögregla hald á rúmlega hundrað kíló af hvítu dufti í skútunni í Sirtaki. Var málið jafnan nefnt Papeyjarmálið því viðtaka fíkniefnanna átti sér stað við Papey en skútunni hafði verið siglt frá Hollandi. Pólstjörnumálið Þá var Pólstjörnumálið afar umtalað á sínum tíma en þar notuðu smyglarar litla skútu til að koma fjörutíu kílóum af amfetamíni og e-töflum yfir Atlantshafið.
Leki og spilling í lögreglu Norræna Lögreglumál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Lögðu hald á umtalsvert magn fíkniefna í Norrænu Fleiri en einn hnepptir í gæsluvarðhald vegna málsins. 9. september 2015 13:18 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Lögðu hald á umtalsvert magn fíkniefna í Norrænu Fleiri en einn hnepptir í gæsluvarðhald vegna málsins. 9. september 2015 13:18