Hækkuðu vítanýtinguna sína annan leikinn í röð

Íslenska liðið klikkaði þannig á sextán vítaskotum í tveimur fyrstu leikjum sínum á móti Þýskalandi og Ítalíu, í leikjum sem töpust bara með samtals þrettán stigum.
Hvort sem það var stress eða spennan í leikjunum sem voru að trufla íslensku leikmennina þá hefur vítanýting nú farið batnandi með hverjum leik.
Íslensku strákarnir nýttu aðeins 55 prósent víta sinna í fyrsta leik sínum á mótinu sem var á móti Þýskalandi. Þá fóru aðeins 12 af 22 vítum rétta leið sem þýðir að leikmenn íslenska liðsins klikkuðu á tíu vítum í sex stiga tapi.
Strákunum tókst að laga vítanýtinguna í Ítalíuleiknum þar sem liði nýtti 68 prósent víta sinna eða 13 af 19. Íslenska liðið klikkaði þá á sex vítum í sjö stiga tapi.
Íslenska liðið var síðan með langbestu vítanýtinguna í þriðja leiknum á móti Serbíu þar sem 83 prósent vítanna fóru rétta leið. Ísland fékk 12 víti í leiknum og nýtti 10 þeirra.
Ísland var með betri vítanýtingu en Serbar í leiknum en Serbarnir nýttu "bara" 74 prósent víta sinna.
Ísland er nú í 19. sæti af 24 liðum yfir bestu vítanýtinguna á öllu Eurobasket mótinu en íslenska liðið hefur nýtt 66 prósent víta sinna (35 af 53).
Ítalir, sem eru með Íslandi í riðli, eru þar langhæstir en þeir hafa nýtt 88,5 prósent víta sinna til þessa í mótinu (69 af 78).
Þjóðverjar eru í 5. sæti (81,8 prósent), Spánverjar í 9. sæti (76,0 prósent) og Tyrkir eru í 14. sæti (71,2 prósent).
Tengdar fréttir

Lenda íslensku strákarnir í reiðum Spánverjum í kvöld?
Íslenska körfuboltalandsliðið spilar sinn fjórða leik á Evrópumótinu í körfubolta í kvöld þegar liðið mætir tvöföldum Evrópumeisturum Spánverja en þeir fylgdu eftir tapi í fyrsta leik með 27 stiga sigri á Tyrkjum.

Við erum ekkert saddir
Hvíldardagurinn fór illa með hnéð á Jóni Arnóri Stefánssyni.

Eyðimerkurgangan á enda | Fyrstu körfurnar hjá Pavel
Pavel Ermolinskij komst loksins á blað á móti Serbíu í þriðja leik liðsins í gær en hann skoraði ekki körfu í fyrstu tveimur leikjunum á Evrópumótinu í Berlín sem voru á móti Þýskalandi og Ítalíu.

Finnur: Eigum enn inni þennan draumaskotleik
Finnur Freyr Stefánsson, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í körfuknattleik sá jákvæða punkta í 29 stiga tapi gegn Serbíu í gær en íslenska liðinu gekk illa að hitta úr skotunum sínum í leiknum.

Pavel: Ég er jóker hérna
Pavel Ermolinskij spilar margar stöður fyrir íslenska körfuboltalandsliðið á Evrópumótinu í Berlín en þjálfarateymið reynir oft að stilla honum upp á óvenjulegum stöðum til að reyna nýta sér hæð og fjölhæfni hans betur.

Haukur: Kominn tími til að við hittum eins og brjálæðingar
Haukur Helgi Pálsson segir að það sé kominn tími til þess að íslenska liðið eigið góðan skotleik og segist hann vera viss um að þegar sá leikur komi muni liðið ná að vinna einn sigur á EM í körfubolta.

Hef ennþá hraðann, sem betur fer
Logi Gunnarsson bætti í gær met Herberts Arnarsonar yfir flesta leiki fyrir íslenska karlalandsliðið í Evrópukeppni. Logi var langstigahæstur í stóru tapi á móti sterku liði Serba í gær og var stoltur af liðinu þrátt fyrir skellinn.

Helgi Már verður ekki með í kvöld vegna meiðsla
Helgi Már Magnússon, leikmaður íslenska landsliðsins í körfuknattleik, verður ekki með í leiknum gegn Spánverjum í kvöld vegna meiðsla en þetta staðfesti aðstoðarþjálfari landsliðsins í samtali við Vísi.

Jakob: Þurfum bara að gíra okkur upp fyrir Spánverjana
Jakob segir íslensku strákana vera tilbúna í að mæta öðru mjög sterku liði en þeir mæta Spánverjum í dag eftir að hafa tapað með 29 stigum gegn Serbíu í gær.