Hef ennþá hraðann, sem betur fer Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2015 07:00 Logi var óhræddur að ráðast á serbnesku vörnina í gær. vísir/valli Logi Gunnarsson lék í gær sinn 49. Evrópuleik fyrir íslenska körfuboltalandsliðið og mun spila fimmtugasta leikinn fyrstur allra á móti Spánverjum í dag. Logi bætti met Herberts Arnarsonar í gær og hélt upp á tímamótin með mjög flottum leik. Það gekk ekki eins vel hjá liðinu sem fékk sinn fyrsta skell á Evrópumótinu. Eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum með samtals 13 stigum tapaði liðið með 29 stigum á móti Serbum í Berlín í gær. „Ég var rosalega hreykinn af okkur í fyrri hálfleik, hvað við spiluðum góða vörn á þá. Það var bara tíu stiga munur og við vorum ekki að hitta vel. Þjálfarinn okkar sagði við okkur í hálfleik að þeir hafi verið heppnir að vera yfir í leiknum,“ segir Logi. Íslenska liðið hitti aðeins úr 32 prósentum skota sinna en var samt bara 10 stigum undir, 42-32. „Við fengum þá til að tapa fimmtán boltum í fyrri hálfleiknum sem er frábært. Það eru ekki margir sem gera það við Serbana. Seinni hálfleikurinn var bara of erfiður. Ef þú átt ekki toppleik á móti þeim þá áttu ekki möguleika því þeir koma bara með jafn góða leikmenn inn af bekknum,“ segir Logi um seinni hálfleikinn sem tapaðist 51-32. „Ég var ánægður með það hvernig við börðumst þó að við höfum tapað með miklum mun. Ég er stoltur af okkur og við förum í næsta leik alveg eins of við fórum í fyrri hálfleikinn á móti Serbunum. Kannski náum við tveimur góðum svoleiðis hálfleikjum og þá veit maður ekki hvað gerist, sérstaklega ef við hittum vel,“ segir Logi. Íslenska liðið á eftir tvo leiki í mótinu, á móti Spáni í kvöld og svo á móti Tyrklandi á fimmtudaginn. „Það er nóg eftir og við ætlum að njóta þess að vera hérna. Við ætlum ekki bara að vera með því við ætlum að fara í þessa leiki til að vinna þá. Við förum bara kokhraustir á móti Spánverjunum á morgun (í dag),“ sagði Logi.Logi setti niður fjóra þrista í sjö tilraunum.vísir/valliMargir eldri leikmenn íslenska liðsins voru þreytulegir í gær en Logi var léttur á fæti þrátt fyrir að vera elsti maður liðsins. „Þetta er rosalega erfitt og mikið álag en þá þarf maður bara að hugsa vel um líkama sinn og borða vel. Fara í sjúkraþjálfun og teygja,“ segir Logi en lykilmenn eins og Hlynur Bæringsson og Jón Arnór Stefánsson eru líka komnir vel inn á fertugsaldurinn. „Við þurfum að passa þetta allt saman því það er mikið álag á okkur. Við erum ekki 25 ára lengur en við kannski lítum ágætlega út,“ segir Logi í léttum tón. Logi var áræðinn í gær og hitti einnig vel úr þriggja stiga skotunum. „Ég ákvað að fara inn í leikinn eins og ég gerði í fyrstu tveimur leikjunum sem var að vaða á hringinn og nota hraðann sem ég hef ennþá. Þó að ég sé orðinn 34 ára þá hef ég ennþá hraðann, sem betur fer. Ég ætla að njóta þess á meðan ég hef hann ennþá. Maður veit víst aldrei hvenær fer að hægjast á manni,“ segir hann. Logi náði metinu hans Herberts í gær og komst líka fram úr Teiti Örlygssyni. Hann fer síðan fram úr Jóni Sigurðssyni á fimmtudaginn og verður þá orðinn sjötti leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi. „Það er ekki amalegt að fara fram úr þeim,“ segir Logi að lokum.Flestir leikir fyrir Ísland í Evrópukeppni: Logi Gunnarsson 49 Herbert Arnarson 48 Friðrik Stefánsson 47 Guðmundur Bragason 45 Jón Arnór Stefánsson 43 Falur Harðarson 41 Teitur Örlygsson 37 Helgi Már Magnússon 36 Hlynur Bæringsson 35 Jakob Örn Sigurðarson 32 Páll Axel Vilbergsson 32 Guðjón Skúlason 32 EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Við erum ekkert saddir Hvíldardagurinn fór illa með hnéð á Jóni Arnóri Stefánssyni. 9. september 2015 06:00 Eyðimerkurgangan á enda | Fyrstu körfurnar hjá Pavel Pavel Ermolinskij komst loksins á blað á móti Serbíu í þriðja leik liðsins í gær en hann skoraði ekki körfu í fyrstu tveimur leikjunum á Evrópumótinu í Berlín sem voru á móti Þýskalandi og Ítalíu. 9. september 2015 11:45 Tveir stigahæstu menn mótsins spila í riðli Íslands Spánn og Ítalía á tvo stigahæstu mennina í fyrstu þremur umferðum Evrópumótsins í körfubolta en öll liðin á Eurobasket 2015 hafa nú lokið þremur leikjum. 9. september 2015 10:45 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍR | Rifjast upp gamall rígur? Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Sjá meira
Logi Gunnarsson lék í gær sinn 49. Evrópuleik fyrir íslenska körfuboltalandsliðið og mun spila fimmtugasta leikinn fyrstur allra á móti Spánverjum í dag. Logi bætti met Herberts Arnarsonar í gær og hélt upp á tímamótin með mjög flottum leik. Það gekk ekki eins vel hjá liðinu sem fékk sinn fyrsta skell á Evrópumótinu. Eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum með samtals 13 stigum tapaði liðið með 29 stigum á móti Serbum í Berlín í gær. „Ég var rosalega hreykinn af okkur í fyrri hálfleik, hvað við spiluðum góða vörn á þá. Það var bara tíu stiga munur og við vorum ekki að hitta vel. Þjálfarinn okkar sagði við okkur í hálfleik að þeir hafi verið heppnir að vera yfir í leiknum,“ segir Logi. Íslenska liðið hitti aðeins úr 32 prósentum skota sinna en var samt bara 10 stigum undir, 42-32. „Við fengum þá til að tapa fimmtán boltum í fyrri hálfleiknum sem er frábært. Það eru ekki margir sem gera það við Serbana. Seinni hálfleikurinn var bara of erfiður. Ef þú átt ekki toppleik á móti þeim þá áttu ekki möguleika því þeir koma bara með jafn góða leikmenn inn af bekknum,“ segir Logi um seinni hálfleikinn sem tapaðist 51-32. „Ég var ánægður með það hvernig við börðumst þó að við höfum tapað með miklum mun. Ég er stoltur af okkur og við förum í næsta leik alveg eins of við fórum í fyrri hálfleikinn á móti Serbunum. Kannski náum við tveimur góðum svoleiðis hálfleikjum og þá veit maður ekki hvað gerist, sérstaklega ef við hittum vel,“ segir Logi. Íslenska liðið á eftir tvo leiki í mótinu, á móti Spáni í kvöld og svo á móti Tyrklandi á fimmtudaginn. „Það er nóg eftir og við ætlum að njóta þess að vera hérna. Við ætlum ekki bara að vera með því við ætlum að fara í þessa leiki til að vinna þá. Við förum bara kokhraustir á móti Spánverjunum á morgun (í dag),“ sagði Logi.Logi setti niður fjóra þrista í sjö tilraunum.vísir/valliMargir eldri leikmenn íslenska liðsins voru þreytulegir í gær en Logi var léttur á fæti þrátt fyrir að vera elsti maður liðsins. „Þetta er rosalega erfitt og mikið álag en þá þarf maður bara að hugsa vel um líkama sinn og borða vel. Fara í sjúkraþjálfun og teygja,“ segir Logi en lykilmenn eins og Hlynur Bæringsson og Jón Arnór Stefánsson eru líka komnir vel inn á fertugsaldurinn. „Við þurfum að passa þetta allt saman því það er mikið álag á okkur. Við erum ekki 25 ára lengur en við kannski lítum ágætlega út,“ segir Logi í léttum tón. Logi var áræðinn í gær og hitti einnig vel úr þriggja stiga skotunum. „Ég ákvað að fara inn í leikinn eins og ég gerði í fyrstu tveimur leikjunum sem var að vaða á hringinn og nota hraðann sem ég hef ennþá. Þó að ég sé orðinn 34 ára þá hef ég ennþá hraðann, sem betur fer. Ég ætla að njóta þess á meðan ég hef hann ennþá. Maður veit víst aldrei hvenær fer að hægjast á manni,“ segir hann. Logi náði metinu hans Herberts í gær og komst líka fram úr Teiti Örlygssyni. Hann fer síðan fram úr Jóni Sigurðssyni á fimmtudaginn og verður þá orðinn sjötti leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi. „Það er ekki amalegt að fara fram úr þeim,“ segir Logi að lokum.Flestir leikir fyrir Ísland í Evrópukeppni: Logi Gunnarsson 49 Herbert Arnarson 48 Friðrik Stefánsson 47 Guðmundur Bragason 45 Jón Arnór Stefánsson 43 Falur Harðarson 41 Teitur Örlygsson 37 Helgi Már Magnússon 36 Hlynur Bæringsson 35 Jakob Örn Sigurðarson 32 Páll Axel Vilbergsson 32 Guðjón Skúlason 32
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Við erum ekkert saddir Hvíldardagurinn fór illa með hnéð á Jóni Arnóri Stefánssyni. 9. september 2015 06:00 Eyðimerkurgangan á enda | Fyrstu körfurnar hjá Pavel Pavel Ermolinskij komst loksins á blað á móti Serbíu í þriðja leik liðsins í gær en hann skoraði ekki körfu í fyrstu tveimur leikjunum á Evrópumótinu í Berlín sem voru á móti Þýskalandi og Ítalíu. 9. september 2015 11:45 Tveir stigahæstu menn mótsins spila í riðli Íslands Spánn og Ítalía á tvo stigahæstu mennina í fyrstu þremur umferðum Evrópumótsins í körfubolta en öll liðin á Eurobasket 2015 hafa nú lokið þremur leikjum. 9. september 2015 10:45 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍR | Rifjast upp gamall rígur? Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Sjá meira
Við erum ekkert saddir Hvíldardagurinn fór illa með hnéð á Jóni Arnóri Stefánssyni. 9. september 2015 06:00
Eyðimerkurgangan á enda | Fyrstu körfurnar hjá Pavel Pavel Ermolinskij komst loksins á blað á móti Serbíu í þriðja leik liðsins í gær en hann skoraði ekki körfu í fyrstu tveimur leikjunum á Evrópumótinu í Berlín sem voru á móti Þýskalandi og Ítalíu. 9. september 2015 11:45
Tveir stigahæstu menn mótsins spila í riðli Íslands Spánn og Ítalía á tvo stigahæstu mennina í fyrstu þremur umferðum Evrópumótsins í körfubolta en öll liðin á Eurobasket 2015 hafa nú lokið þremur leikjum. 9. september 2015 10:45