Belinelli fór hamförum í seinni hálfleik | Tyrkir unnu Þjóðverja Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. september 2015 22:57 Belinelli var sjóðheitur í seinni hálfleik. vísir/getty Fjórða keppnisdegi á EM í körfubolta er lokið. Marco Belinelli setti niður sjö þrista í seinni hálfleik þegar Ítalía vann sjö stiga sigur, 105-98, á Spáni í B-riðli.Sjá einnig: Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Serbía 64-93 | Serbarnir of sterkir fyrir strákana Ítalía hefur nú unnið tvo leiki í röð eftir tap fyrir Tyrklandi í fyrsta leik. Ítalar eru í 2. sæti riðilsins með fimm stig, stigi á eftir Serbum, en Spánverjar eru dottnir niður í 4. sætið með fjögur stig. Spánverjar leiddu með þremur stigum í hálfleik, 45-42, og náðu fimm stiga forskoti, 47-42, í upphafi seinni hálfleiks. Þá kom magnaður 15-0 kafli hjá Ítölum sem náðu tíu stiga forskoti, 57-47. Þeir stóðust svo áhlaup Spánverja í seinni hálfleik og unnu að lokum með sjö stigum, 105-98. Dario Gallinari var stigahæstur í liði Ítalíu með 29 stig en hann tók auk þess átta fráköst og gaf sex stoðsendingar. Belinelli kom næstur með 27 stig og sjö stoðsendingar en hann skoraði sem áður sagði sjö þriggja stiga körfur í seinni hálfleik, úr aðeins átta tilraunum. Pau Gasol stóð upp úr í liði Spánar með 34 stig, 10 fráköst og fimm stoðsendingar. Samherji hans hjá Chicago Bulls, Nikola Mirotic, kom næstur með 13 stig. Þjóðverjar, sem eru á heimavelli, töpuðu sínum öðrum leik í röð þegar þeir lágu fyrir Tyrkjum, 80-75. Tyrkirnir byrjuðu leikinn af gríðarlegum krafti, komust fljótlega í 9-0 og leiddu með 20 stigum, 31-11, eftir 1. leikhluta. Eftir það var róðurinn þungur fyrir heimamenn sem voru enn 17 stigum undir fyrir lokaleikhlutann. Þjóðverjar sóttu hart að Tyrkjum í 4. leikhluta og Dennis Schröder minnkaði muninn í sjö stig, 73-66, þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af leiknum. En nær komst Þýskaland ekki og Tyrkirnir sigldu sigrinum heim. Cedi Osman var stigahæstur í liði Tyrklands með 17 stig. Miðherjinn Semih Erden kom næstur með 16 stig en hann tók einnig níu fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og varði fjögur skot. Schröder var öflugur í liði Þjóðverja með 24 stig, fimm fráköst og sex stoðsendingar. Dirk Nowitzki gerði 15 stig en hitti illa (30%) í leiknum. Tyrkir eru í 3. sæti riðilsins með fimm stig en Þjóðverjar eru í 5. sæti með fjögur stig. Ísland vermir svo botnsætið með þrjú stig. Í C-riðli eru Grikkir, sem unnu Georgíu í dag 79-68, með fullt hús stiga. Króatar koma næstir með fimm stig en þeir unnu öruggan 18 stiga sigur á Makedóníu í grannaslag í dag. Slóvenar eru einnig með fimm stig en þeir báru sigurorð af Hollandi í dag, 81-74. EM 2015 í Berlín Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Ármann - KR | Fyrsti heimaleikur nýliðanna Þór Þ. - Álftanes | Þórsarar í leit að fyrsta sigri tímabilsins Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Grindavík - ÍA | Gulir mæta glöðum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Sjá meira
Fjórða keppnisdegi á EM í körfubolta er lokið. Marco Belinelli setti niður sjö þrista í seinni hálfleik þegar Ítalía vann sjö stiga sigur, 105-98, á Spáni í B-riðli.Sjá einnig: Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Serbía 64-93 | Serbarnir of sterkir fyrir strákana Ítalía hefur nú unnið tvo leiki í röð eftir tap fyrir Tyrklandi í fyrsta leik. Ítalar eru í 2. sæti riðilsins með fimm stig, stigi á eftir Serbum, en Spánverjar eru dottnir niður í 4. sætið með fjögur stig. Spánverjar leiddu með þremur stigum í hálfleik, 45-42, og náðu fimm stiga forskoti, 47-42, í upphafi seinni hálfleiks. Þá kom magnaður 15-0 kafli hjá Ítölum sem náðu tíu stiga forskoti, 57-47. Þeir stóðust svo áhlaup Spánverja í seinni hálfleik og unnu að lokum með sjö stigum, 105-98. Dario Gallinari var stigahæstur í liði Ítalíu með 29 stig en hann tók auk þess átta fráköst og gaf sex stoðsendingar. Belinelli kom næstur með 27 stig og sjö stoðsendingar en hann skoraði sem áður sagði sjö þriggja stiga körfur í seinni hálfleik, úr aðeins átta tilraunum. Pau Gasol stóð upp úr í liði Spánar með 34 stig, 10 fráköst og fimm stoðsendingar. Samherji hans hjá Chicago Bulls, Nikola Mirotic, kom næstur með 13 stig. Þjóðverjar, sem eru á heimavelli, töpuðu sínum öðrum leik í röð þegar þeir lágu fyrir Tyrkjum, 80-75. Tyrkirnir byrjuðu leikinn af gríðarlegum krafti, komust fljótlega í 9-0 og leiddu með 20 stigum, 31-11, eftir 1. leikhluta. Eftir það var róðurinn þungur fyrir heimamenn sem voru enn 17 stigum undir fyrir lokaleikhlutann. Þjóðverjar sóttu hart að Tyrkjum í 4. leikhluta og Dennis Schröder minnkaði muninn í sjö stig, 73-66, þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af leiknum. En nær komst Þýskaland ekki og Tyrkirnir sigldu sigrinum heim. Cedi Osman var stigahæstur í liði Tyrklands með 17 stig. Miðherjinn Semih Erden kom næstur með 16 stig en hann tók einnig níu fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og varði fjögur skot. Schröder var öflugur í liði Þjóðverja með 24 stig, fimm fráköst og sex stoðsendingar. Dirk Nowitzki gerði 15 stig en hitti illa (30%) í leiknum. Tyrkir eru í 3. sæti riðilsins með fimm stig en Þjóðverjar eru í 5. sæti með fjögur stig. Ísland vermir svo botnsætið með þrjú stig. Í C-riðli eru Grikkir, sem unnu Georgíu í dag 79-68, með fullt hús stiga. Króatar koma næstir með fimm stig en þeir unnu öruggan 18 stiga sigur á Makedóníu í grannaslag í dag. Slóvenar eru einnig með fimm stig en þeir báru sigurorð af Hollandi í dag, 81-74.
EM 2015 í Berlín Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Ármann - KR | Fyrsti heimaleikur nýliðanna Þór Þ. - Álftanes | Þórsarar í leit að fyrsta sigri tímabilsins Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Grindavík - ÍA | Gulir mæta glöðum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Sjá meira