Birgitta sendi Ólafi Ragnari tóninn Birgir Olgeirsson skrifar 8. september 2015 22:13 Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata, sagði ljost að þörf væri á forsetaframbjóðanda sem væri annt um beint lýðræði. vísir/Valli Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, nýtti tækifærið við umræður um stefnuræðu forsætisráðherra til að andmæla staðhæfingum forseta Íslands við setningu Alþingi fyrr í dag. „Mig langar í ljósi þess að við þingmenn getum ekki hreyft við neinum andmælum þegar forseti lýðveldisins messar yfir okkur við upphaf sérhvers þing, eins og hann gerði í dag, að nota tækifærið og andmæla staðhæfingu forsetans,“ sagði Birgitta. Hún sagði forsetann hafa sniðgengið nokkur afar mikilvæg atriði í málflutningi sínum um mögulega þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar samhliða forsetakosningunum.Óþarfa áhyggjur „Í fyrsta lagi þá eru þetta óþarfa áhyggjur hjá forseta vorum Ólafi Ragnari Grímssyni um að kosningar um stjórnarskrá samhliða forsetakosningum verði ólýðræðislegar. Það er einmitt eina mögulega leiðin til að tryggja nægilega þátttöku almennings til að vega upp á móti ólýðræðislegum 40% þátttökutálmunum sem voru settar í bráðabirgðaákvæði stjórnarskrárinnar. Staðreyndin er sú að ef breytingarnar verða umdeildar þurfa yfir 80% allra á kjörskrá að mæta til að greiða atkvæði til að niðurstaða kjósenda öðlist gildi. Langbesta og tryggasta leiðin til að fá fólk á kjörstað eru fulltrúakosningar samanber Forsetakosningar eða Alþingiskosningar. Vert er vekja athygli á því að engar sambærilegar lýðræðis tálmanir eru á þátttöku til Alþingiskosninga eða Forsetakosninga.“ Hún sagði forsetann jafnframt hafa sagt í ræðu sinni fyrr í dag að þröng tímamörk og sparnaðarhvöt megi ekki stofna gæðum verksins í hættu. „Kæri Forseti Lýðveldisins, það er mér sönn ánægða að upplýsa þig um það, að þetta eru ekki hvatarnir sem liggja að baki því að spyrða saman þessar tvær kosningar, hvatarnir eru einmitt fyrst og fremst hugsaðir til að tryggja góða þátttöku.“Hvatarnir að tryggja góða þátttöku Hún sagði það vera sanna ánægju að upplýsa forsetann um það að þetta séu ekki hvatarnir sem liggja að baki því að spyrða saman þessar tvær kosningar. „Hvatarnir eru einmitt fyrst og fremst hugsaðir til að tryggja góða þátttöku.“Hún sagðist geta fullvissað forsetann um að vandað hefur verið til verksins með ótal sérfræðingum og fundum. „Og finnst mér furðu sæta að forsetinn láti svo í veðri vaka að svo sé ekki, enda komu engar nánari útlistanir á því hvað gæfi tilefni til þessa vantrausts áður en niðurstaðan liggur fyrir.“Einhver þarf að bjóða sig fram til forseta sem er annt um beint lýðræði Hún sagði ljóst að forsetinn hefur fært sig inn á háskalegar og gerræðislegar brautir gagnvart þingræðinu í dag og undir því getur hún ekki setið án þess að andmæla af fullum krafti. „Ljóst er að einhver þarf að bjóða sig fram til að sinna hlutverki Forseta sem er annt um hið beina lýðræði og er tilbúinn að sleppa tökunum af málskotsréttinum til þjóðarinnar sjálfar.“ Alþingi Tengdar fréttir Guðni segir framtíð Ólafs Ragnars óráðna gátu Gefur ekki upp hvort hann muni skora aftur á forsetann. „Hann verður að taka þessa ákvörðun með sjálfum sér, þjóð sinni og fjölskyldu sinni.“ 8. september 2015 18:37 Vill ekki stjórnarskrárkosningar samhliða forsetakosningum Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að „hvorki þröng tímamörk né sparnaðarhvöt megi stofna gæðum verksins í hættu.“ 8. september 2015 12:57 Er Ólafur Ragnar Grímsson virkilega að hætta? Ráðvillt fólk á Facebook rýnir í orð forseta Íslands eins og spámiðlar í innyfli dýra og reynir að átta sig á því hvort Ólafur Ragnar Grímsson hafi í raun verið að boða brotthvarf sitt eða ekki? 8. september 2015 12:49 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, nýtti tækifærið við umræður um stefnuræðu forsætisráðherra til að andmæla staðhæfingum forseta Íslands við setningu Alþingi fyrr í dag. „Mig langar í ljósi þess að við þingmenn getum ekki hreyft við neinum andmælum þegar forseti lýðveldisins messar yfir okkur við upphaf sérhvers þing, eins og hann gerði í dag, að nota tækifærið og andmæla staðhæfingu forsetans,“ sagði Birgitta. Hún sagði forsetann hafa sniðgengið nokkur afar mikilvæg atriði í málflutningi sínum um mögulega þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar samhliða forsetakosningunum.Óþarfa áhyggjur „Í fyrsta lagi þá eru þetta óþarfa áhyggjur hjá forseta vorum Ólafi Ragnari Grímssyni um að kosningar um stjórnarskrá samhliða forsetakosningum verði ólýðræðislegar. Það er einmitt eina mögulega leiðin til að tryggja nægilega þátttöku almennings til að vega upp á móti ólýðræðislegum 40% þátttökutálmunum sem voru settar í bráðabirgðaákvæði stjórnarskrárinnar. Staðreyndin er sú að ef breytingarnar verða umdeildar þurfa yfir 80% allra á kjörskrá að mæta til að greiða atkvæði til að niðurstaða kjósenda öðlist gildi. Langbesta og tryggasta leiðin til að fá fólk á kjörstað eru fulltrúakosningar samanber Forsetakosningar eða Alþingiskosningar. Vert er vekja athygli á því að engar sambærilegar lýðræðis tálmanir eru á þátttöku til Alþingiskosninga eða Forsetakosninga.“ Hún sagði forsetann jafnframt hafa sagt í ræðu sinni fyrr í dag að þröng tímamörk og sparnaðarhvöt megi ekki stofna gæðum verksins í hættu. „Kæri Forseti Lýðveldisins, það er mér sönn ánægða að upplýsa þig um það, að þetta eru ekki hvatarnir sem liggja að baki því að spyrða saman þessar tvær kosningar, hvatarnir eru einmitt fyrst og fremst hugsaðir til að tryggja góða þátttöku.“Hvatarnir að tryggja góða þátttöku Hún sagði það vera sanna ánægju að upplýsa forsetann um það að þetta séu ekki hvatarnir sem liggja að baki því að spyrða saman þessar tvær kosningar. „Hvatarnir eru einmitt fyrst og fremst hugsaðir til að tryggja góða þátttöku.“Hún sagðist geta fullvissað forsetann um að vandað hefur verið til verksins með ótal sérfræðingum og fundum. „Og finnst mér furðu sæta að forsetinn láti svo í veðri vaka að svo sé ekki, enda komu engar nánari útlistanir á því hvað gæfi tilefni til þessa vantrausts áður en niðurstaðan liggur fyrir.“Einhver þarf að bjóða sig fram til forseta sem er annt um beint lýðræði Hún sagði ljóst að forsetinn hefur fært sig inn á háskalegar og gerræðislegar brautir gagnvart þingræðinu í dag og undir því getur hún ekki setið án þess að andmæla af fullum krafti. „Ljóst er að einhver þarf að bjóða sig fram til að sinna hlutverki Forseta sem er annt um hið beina lýðræði og er tilbúinn að sleppa tökunum af málskotsréttinum til þjóðarinnar sjálfar.“
Alþingi Tengdar fréttir Guðni segir framtíð Ólafs Ragnars óráðna gátu Gefur ekki upp hvort hann muni skora aftur á forsetann. „Hann verður að taka þessa ákvörðun með sjálfum sér, þjóð sinni og fjölskyldu sinni.“ 8. september 2015 18:37 Vill ekki stjórnarskrárkosningar samhliða forsetakosningum Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að „hvorki þröng tímamörk né sparnaðarhvöt megi stofna gæðum verksins í hættu.“ 8. september 2015 12:57 Er Ólafur Ragnar Grímsson virkilega að hætta? Ráðvillt fólk á Facebook rýnir í orð forseta Íslands eins og spámiðlar í innyfli dýra og reynir að átta sig á því hvort Ólafur Ragnar Grímsson hafi í raun verið að boða brotthvarf sitt eða ekki? 8. september 2015 12:49 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Sjá meira
Guðni segir framtíð Ólafs Ragnars óráðna gátu Gefur ekki upp hvort hann muni skora aftur á forsetann. „Hann verður að taka þessa ákvörðun með sjálfum sér, þjóð sinni og fjölskyldu sinni.“ 8. september 2015 18:37
Vill ekki stjórnarskrárkosningar samhliða forsetakosningum Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að „hvorki þröng tímamörk né sparnaðarhvöt megi stofna gæðum verksins í hættu.“ 8. september 2015 12:57
Er Ólafur Ragnar Grímsson virkilega að hætta? Ráðvillt fólk á Facebook rýnir í orð forseta Íslands eins og spámiðlar í innyfli dýra og reynir að átta sig á því hvort Ólafur Ragnar Grímsson hafi í raun verið að boða brotthvarf sitt eða ekki? 8. september 2015 12:49