Lýsir áhyggjum af því að framundan sé minna aðhald í ríkisfjármálum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. september 2015 18:05 Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að það valdi sér miklum vonbrigðum að engin merki séu um skattalækkanir á atvinnulífið í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti frumvarpið í dag. „Atvinnulífið bar hitann og þungann af þeim skattahækkunum sem lagðar voru á á árunum 2009-2013 í kjölfar hrunsins,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. Hann segir að nær ekkert sé gert til þess að draga þær hækkanir til baka og kallar eftir framtíðarsýn stjórnvalda á hvernig lækka eigi skatta og gjöld á fyrirtæki. Aðspurður hvort hann geti nefnt einhverja skatta eða gjöld sem dæmi segir Þorsteinn: „Við höfum bent á nokkra pósta en langstærsti þátturinn liggur í bankaskattinum sem er ekkert annað en bein skattlagning á viðskiptavini bankans. Það eru í dag engin rök að baki þessum skatti sem átti að vera til þess að bæta ríkissjóði það tjóns sem varð vegna hrunsins. Maður spyr sig hins vegar hver það er sem er að greiða fyrir þetta tjón því ef skatturinn kemur fram í verðlagningu bankanna þá eru það almenningur og fyrirtækin í landinu sem eru að borga.“ Þá bendir Þorsteinn jafnframt á tryggingargjaldið en það lækkar nú um 0,15% milli ára. Það sé samt enn mjög íþyngjandi fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og vilja SA að það lækki enn frekar. „Svo má auðvitað segja að við höfum áhyggjur af tóninum; að það sé framundan mun minna aðhald í ríkisfjármálum og bendum bara einfaldlega á að ríkisútgjöld sem hlutfall af landsframleiðslu eru ennþá mjög há,“ segir Þorsteinn. Það jákvæða sem SA taka út úr frumvarpinu er ágætur afgangur af ríkissjóði og áframhaldandi áhersla á að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Þá sé einnig jákvætt að sjá skref í átt að lækkunum á tekjuskatti og lækkanir á tollum. Fjárlagafrumvarp 2016 Tengdar fréttir Stefnt að 15,3 milljarða afgangi á fjárlögum næsta árs Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2016 í Hörpu í hádeginu. 8. september 2015 13:01 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að það valdi sér miklum vonbrigðum að engin merki séu um skattalækkanir á atvinnulífið í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti frumvarpið í dag. „Atvinnulífið bar hitann og þungann af þeim skattahækkunum sem lagðar voru á á árunum 2009-2013 í kjölfar hrunsins,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. Hann segir að nær ekkert sé gert til þess að draga þær hækkanir til baka og kallar eftir framtíðarsýn stjórnvalda á hvernig lækka eigi skatta og gjöld á fyrirtæki. Aðspurður hvort hann geti nefnt einhverja skatta eða gjöld sem dæmi segir Þorsteinn: „Við höfum bent á nokkra pósta en langstærsti þátturinn liggur í bankaskattinum sem er ekkert annað en bein skattlagning á viðskiptavini bankans. Það eru í dag engin rök að baki þessum skatti sem átti að vera til þess að bæta ríkissjóði það tjóns sem varð vegna hrunsins. Maður spyr sig hins vegar hver það er sem er að greiða fyrir þetta tjón því ef skatturinn kemur fram í verðlagningu bankanna þá eru það almenningur og fyrirtækin í landinu sem eru að borga.“ Þá bendir Þorsteinn jafnframt á tryggingargjaldið en það lækkar nú um 0,15% milli ára. Það sé samt enn mjög íþyngjandi fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og vilja SA að það lækki enn frekar. „Svo má auðvitað segja að við höfum áhyggjur af tóninum; að það sé framundan mun minna aðhald í ríkisfjármálum og bendum bara einfaldlega á að ríkisútgjöld sem hlutfall af landsframleiðslu eru ennþá mjög há,“ segir Þorsteinn. Það jákvæða sem SA taka út úr frumvarpinu er ágætur afgangur af ríkissjóði og áframhaldandi áhersla á að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Þá sé einnig jákvætt að sjá skref í átt að lækkunum á tekjuskatti og lækkanir á tollum.
Fjárlagafrumvarp 2016 Tengdar fréttir Stefnt að 15,3 milljarða afgangi á fjárlögum næsta árs Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2016 í Hörpu í hádeginu. 8. september 2015 13:01 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Sjá meira
Stefnt að 15,3 milljarða afgangi á fjárlögum næsta árs Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2016 í Hörpu í hádeginu. 8. september 2015 13:01