Hörður Axel: Við erum ekki í túristaferð í Berlín Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. september 2015 14:59 Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði níu stig í dag. vísir/valli Hörður Axel Vilhjálmsson átti fínan leik gegn Serbíu með Íslandi á EM 2015 í körfubolta í dag. Hann skoraði níu stig á 18 mínútum en það dugði ekki til. „Þetta er eitt af þremur bestu liðum heims. En við héldum áfram að berjast sama hvað gerðist og fyrir það viljum við standa,“ sagði Hörður Axel við Vísi eftir leikinn í Berlín. Íslenska liðið var virkilega gott í fyrri hálfleik en eftir 20 mínútur munaði aðeins tíu stigum á liðunum. „Við erum ánægðir með það, en ef skotin hefðu dottið í fyrri hálfleik hefði leikurinn getað breyst. En þeir nýttu sér stærðarmuninn og er í raun fyrsta liðið sem nær að gera það almennilega. Þetta var erfitt í dag,“ sagði Hörður Axel. „Við erum búnir að stríða tveimur liðum hingað til þó það hafi ekki gengið í dag. Fyrri hálfleikurinn var samt frábær. Ef við hefðum hitt á venjulegan dag hvað varðar skotin hefði þetta verið enn jafnari leikur.“ „Við getum gengið stoltir frá þessum leik þó það sé skrítið að segja það eftir að tapa með 30 stigum. Serbar eru bara það góðir.“ Næst mætir íslenska liðið stjörnum prýddu liði Spánar á morgun. Þar ætla strákarnir okkar áfram að berjast fyrir sínu. „Nú er bara áfram gakk. Við gleymum þessum leik. Við förum upp á hótel og slökum á. Spánn er eins og Serbía með frábært lið. Við höldum bara áfram að berjast og sjáum hvernig þeir mæta okkur,“ sagði Hörður. „Ég held við séum búnir að sýna öllum að við erum með alvöru lið. Við erum ekki í neinni túristaferð í Berlín. Við erum sáttir með það sem við höfum gert en við ætlum okkur að vinna leik hérna,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Hlynur: Nýttum ekki öll okkar tækifæri Fyrirliði Íslands var ánægður með kafla í leiknum gegn stórliði Serba á EM í körfubolta. 8. september 2015 14:38 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland- Serbía 93-64 | Serbarnir of sterkir fyrir strákana Íslenska körfuboltalandsliðið fékk sinn fyrsta skell á Evrópumótinu í Berlín í dag þegar liðið tapaði með 29 stiga mun á móti gríðarlega sterku liði Serbíu, 93-64. 8. september 2015 14:15 Ragnar: Þurfum ekki að skammast okkar Íslenska karlalandsliðið í körfubolta stóð lengi vel í einu allra besta liði heims. 8. september 2015 14:48 Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Fleiri fréttir „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82| Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Sjá meira
Hörður Axel Vilhjálmsson átti fínan leik gegn Serbíu með Íslandi á EM 2015 í körfubolta í dag. Hann skoraði níu stig á 18 mínútum en það dugði ekki til. „Þetta er eitt af þremur bestu liðum heims. En við héldum áfram að berjast sama hvað gerðist og fyrir það viljum við standa,“ sagði Hörður Axel við Vísi eftir leikinn í Berlín. Íslenska liðið var virkilega gott í fyrri hálfleik en eftir 20 mínútur munaði aðeins tíu stigum á liðunum. „Við erum ánægðir með það, en ef skotin hefðu dottið í fyrri hálfleik hefði leikurinn getað breyst. En þeir nýttu sér stærðarmuninn og er í raun fyrsta liðið sem nær að gera það almennilega. Þetta var erfitt í dag,“ sagði Hörður Axel. „Við erum búnir að stríða tveimur liðum hingað til þó það hafi ekki gengið í dag. Fyrri hálfleikurinn var samt frábær. Ef við hefðum hitt á venjulegan dag hvað varðar skotin hefði þetta verið enn jafnari leikur.“ „Við getum gengið stoltir frá þessum leik þó það sé skrítið að segja það eftir að tapa með 30 stigum. Serbar eru bara það góðir.“ Næst mætir íslenska liðið stjörnum prýddu liði Spánar á morgun. Þar ætla strákarnir okkar áfram að berjast fyrir sínu. „Nú er bara áfram gakk. Við gleymum þessum leik. Við förum upp á hótel og slökum á. Spánn er eins og Serbía með frábært lið. Við höldum bara áfram að berjast og sjáum hvernig þeir mæta okkur,“ sagði Hörður. „Ég held við séum búnir að sýna öllum að við erum með alvöru lið. Við erum ekki í neinni túristaferð í Berlín. Við erum sáttir með það sem við höfum gert en við ætlum okkur að vinna leik hérna,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Hlynur: Nýttum ekki öll okkar tækifæri Fyrirliði Íslands var ánægður með kafla í leiknum gegn stórliði Serba á EM í körfubolta. 8. september 2015 14:38 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland- Serbía 93-64 | Serbarnir of sterkir fyrir strákana Íslenska körfuboltalandsliðið fékk sinn fyrsta skell á Evrópumótinu í Berlín í dag þegar liðið tapaði með 29 stiga mun á móti gríðarlega sterku liði Serbíu, 93-64. 8. september 2015 14:15 Ragnar: Þurfum ekki að skammast okkar Íslenska karlalandsliðið í körfubolta stóð lengi vel í einu allra besta liði heims. 8. september 2015 14:48 Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Fleiri fréttir „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82| Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Sjá meira
Hlynur: Nýttum ekki öll okkar tækifæri Fyrirliði Íslands var ánægður með kafla í leiknum gegn stórliði Serba á EM í körfubolta. 8. september 2015 14:38
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland- Serbía 93-64 | Serbarnir of sterkir fyrir strákana Íslenska körfuboltalandsliðið fékk sinn fyrsta skell á Evrópumótinu í Berlín í dag þegar liðið tapaði með 29 stiga mun á móti gríðarlega sterku liði Serbíu, 93-64. 8. september 2015 14:15
Ragnar: Þurfum ekki að skammast okkar Íslenska karlalandsliðið í körfubolta stóð lengi vel í einu allra besta liði heims. 8. september 2015 14:48