Samkvæmt fjárlagafrumvarpi 2016 er lagt til að framlög vegna hælisleitenda verði hækkuð í 475,9 milljónir. Í prósentum samsvarar hækkunin frá fjárlagafrumvarpi 2015 66.5%.
Móttaka hælisleitanda hefur verið mikið í umræðunni í kjölfar mikils fjölda flóttamanna sem streyma frá átakasvæðum í mið-Austurlöndum til Evrópu um þessar mundir. Í síðasta fjárlagafrumvarpi var gert ráð fyrir að 285,8 milljónir rynnu til þessa málaflokks en í reynd runnu 463,6 milljónir til málefna hælisleitenda. Gert er ráð fyrir að að 175 milljónir fari í að mæta auknum kostnaði vegna fjölgunar hælisleitenda á næsta ári.
Gert er ráð fyrir því að fjárframlög til Útlendingastofnunar lækki um 10,7 milljónir eða um 4%. Tímabundið framlag vegna átaks í úrvinnslu eldri mála hælisleitanda fellur niður. Gert er ráð fyrir því að Þróunarsamvinnustofnun Íslands fái 249,6 milljónir vegna mannúðarmála og neyðaraðstoð sem er aukning um 17,3 milljónir.

