Tollar afnumdir, skattar lækkaðir og bætur hækkaðar Samúel Karl Ólason skrifar 8. september 2015 14:52 Tekjuskattur einstaklinga mun lækka í tveimur áföngum. Vísir/Getty Tollar á fatnað og skó verða afnumdir um næstu áramót. Þá stendur til að allir aðrir tollar, en þeir sem leggjast á tiltekin matvæli verði lagðir af 1. janúar 2017. Barnabætur hækka sem og bætur elli- og örorkulífeyrisþega og atvinnuleysisbótaþega. Í tilkynningu frá Fjármálaráðuneytinu segir að niðurfelling tolla muni hafa umtalsverð áhrif á smásöluverð og gera megi ráð fyrir að vísitala neysluverðs muni lækka um allt að 0,5 prósent á næsta ári og eitt prósent árið 2017. Auk þess að hækka ráðstöfunartekjur heimila, munu þessar breytingar stuðla að samkeppnishæfari verslun hér á landi.Lægri tekjuskattur Sem dæmi er nefnt á vef ráðuneytisins verð á peysu sem kosti nú 4.929 krónur myndi kosta 4.286 krónur eftir afnám tolla. Það samsvarar 13 prósent lækkun. Sé keypt peysa, barnaúlpa, íþróttabúningur, fótboltasokkar, gúmmístígvél, pollagalli, snjógalli og Kuldaskór, sem samsvari 90.462 krónum, myndi það kosta 78.663 krónur á næsta ári. Tekjuskattur einstaklinga mun lækka í tveimur áföngum. Við þann síðari mun skattþrepum fækka úr þremur í tvö. Skattprósenta í lægra þrepi verðu lækkuð úr 22,86 prósentum í 22,68 prósent um næstu áramót. Í ársbyrjun 2017 munu þrepið lækka í 22,5 prósent. Milliþrepið verður lækkað um helming frá ársbyrjun 2016 og fellur saman við neðsta þrepið í byrjun árs 2017.Hærri bætur Gert er ráð fyrir því í frumvarpinu að barnabætur muni hækka um þrjú prósent. Þar að auki munu atvinnuleysisbætur og elli- og örorkulífeyrir hækka um 9,4 prósent. Þá er lagt til að frítekjumark fjármagnstekjuskatts af leigutekjum einstaklinga af íbúðarhúsnæði verði hækkað úr 30 prósent í 50 prósent. Það verður gert til að hvetja til langtímaleigu. Virk skattbyrði leigutekna mun þar með lækkar úr 14 prósentum í tíu. Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Sjá meira
Tollar á fatnað og skó verða afnumdir um næstu áramót. Þá stendur til að allir aðrir tollar, en þeir sem leggjast á tiltekin matvæli verði lagðir af 1. janúar 2017. Barnabætur hækka sem og bætur elli- og örorkulífeyrisþega og atvinnuleysisbótaþega. Í tilkynningu frá Fjármálaráðuneytinu segir að niðurfelling tolla muni hafa umtalsverð áhrif á smásöluverð og gera megi ráð fyrir að vísitala neysluverðs muni lækka um allt að 0,5 prósent á næsta ári og eitt prósent árið 2017. Auk þess að hækka ráðstöfunartekjur heimila, munu þessar breytingar stuðla að samkeppnishæfari verslun hér á landi.Lægri tekjuskattur Sem dæmi er nefnt á vef ráðuneytisins verð á peysu sem kosti nú 4.929 krónur myndi kosta 4.286 krónur eftir afnám tolla. Það samsvarar 13 prósent lækkun. Sé keypt peysa, barnaúlpa, íþróttabúningur, fótboltasokkar, gúmmístígvél, pollagalli, snjógalli og Kuldaskór, sem samsvari 90.462 krónum, myndi það kosta 78.663 krónur á næsta ári. Tekjuskattur einstaklinga mun lækka í tveimur áföngum. Við þann síðari mun skattþrepum fækka úr þremur í tvö. Skattprósenta í lægra þrepi verðu lækkuð úr 22,86 prósentum í 22,68 prósent um næstu áramót. Í ársbyrjun 2017 munu þrepið lækka í 22,5 prósent. Milliþrepið verður lækkað um helming frá ársbyrjun 2016 og fellur saman við neðsta þrepið í byrjun árs 2017.Hærri bætur Gert er ráð fyrir því í frumvarpinu að barnabætur muni hækka um þrjú prósent. Þar að auki munu atvinnuleysisbætur og elli- og örorkulífeyrir hækka um 9,4 prósent. Þá er lagt til að frítekjumark fjármagnstekjuskatts af leigutekjum einstaklinga af íbúðarhúsnæði verði hækkað úr 30 prósent í 50 prósent. Það verður gert til að hvetja til langtímaleigu. Virk skattbyrði leigutekna mun þar með lækkar úr 14 prósentum í tíu.
Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Sjá meira