Jakob: Aldrei verið í þessu hlutverki að koma inn á áður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. september 2015 09:00 Jakob Örn Sigurðarson hefur aldrei kynnst hlutverki varamannsins áður. vísir/valli Ísland mætir Serbíu í þriðja leik liðsins á EM 2015 í körfubolta klukkan 12.30 í dag. Spilamennska strákanna okkar hefur verið frábær til þessa en það dugði ekki til sigurs gegn Þýskalandi né Ítalíu. „Við erum með sjálfstraust. Við vissum ekki alveg við hverju við áttum að búast, en ég held að við séum búnir að sýna það, að við erum mjög góðir í körfubolta og getum alveg staðið í þessum liðum,“ segir Jakob Örn Sigurðarson, leikmaður Íslands, við Vísi. Ísland tapaði naumlega gegn Þýskalandi í fyrsta leik og var svo í fínni stöðu til að leggja Ítalíu á sunnudaginn þegar lítið var eftir af leiknum. „Mér finnst að við eigum að vera með einn sigurleik. Við áttum að vinna Ítalíu. Við erum bara með sjálfstraustið í botni og hlökkum til að spila við Serbíu,“ segir Jakob sem finnst gaman að spila á móti þessum stórþjóðum. „Þetta verður ekkert létt núna; Serbía fyrst, svo Spánn og svo Tyrkland. Það er líka rosalega gaman að fá þessa leiki, prófa sig áfram og sjá virkilega hvað maður getur.“Strákarnir í jóga í gær.vísir/valliGott að fara í jóga Viðhorf íslenska liðsins hefur vakið athygli á mótinu, en þrátt fyrir að vera nýliðar og lang minnsta liðið hefur það gefið bæði Þýskalandi og Ítalíu alvöru leiki. Strákarnir okkar mæta af miklum krafti til leiks. Við verðum að mæta þannig til leiks, annars verðum við bara jarðaðir. Við verðum að vera svolítið kohraustir og gá hvað við komumst langt gegn þessum þjóðum. Ef sjálfstraustið er ekki á fullu komumst við ekkert að því hvað við getum,“ segir Jakob Örn. Jakob hefur um langa hríð verið einn albesti körfuboltamaður landsins, en á þessu móti sinnir hann hlutverki varamanns og kemur sterkur inn af bekknum. Það hefur hann gert frábærlega; verið öflugur í vörn og nýtt tækifærin sín í sókn vel. „Þetta er bara fínt. Ég hef aldrei verið í þessu hlutverki áður, hvorki með félagsliðum né landsliðinu. Mér líður samt ágætlega í þessu hlutverki. Mér finnst ég vera skila því nokkuð vel. Ég hef sinnt minni vinnu í vörninni og staðið mig vel í sókninni,“ segir Jakob Örn. „Maður verður að vera tilbúinn. Þeir sem hafa komið inn af bekknum hafa allir verið tilbúnir og komið inn með ákveðinn kraft. Leikurinn okkar dettur ekki niður finnst mér þegar menn eru að skipta. Við höldum ákveðinni ákefð og baráttu allan tímann.“ Brugðið var út af vananum á æfingu íslenska liðsins í gær en þar var liðið sett í jóga. Það var hluti af frídeginum í gær þar sem menn máttu líka fara af hótelinu. „Jógað var gott. Það var líka gott að fá smá tíma fyrir sjálfan sig í dag og geta hugsað um eitthvað annað. En nú einbeitir maður sér aftur að næsta leik,“ segir Jakob Örn Sigurðarson. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Íslenska landsliðið slappaði algjörlega af á æfingu í dag | Fóru í jóga Íslenska körfuboltalandsliðið fékk tækifæri til að slaka vel á þegar liðið var á æfingu í Mercedens Benz höllinni í Berlín. 7. september 2015 15:45 Logi: Vöðum bara óhræddir í Serbana Logi Gunnarsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu hafa staðið sig vel í tveimur fyrstu leikjum sínum á Evrópumótinu í körfubolta. 7. september 2015 16:45 Haukur Helgi: Sárabót eftir tapið að fótboltaliðið vann Haukur Helgi Pálsson segir ekki séns að Ísland tapi aftur með 50 stigum gegn Serbíu. 8. september 2015 08:00 Helgi Már: Við ætlum að vinna leiki hérna Íslenska körfuboltalandsliðið hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á Evrópumótinu í körfubolta en í bæði skiptin voru þetta naum töp á móti stórþjóðunum Þýskalandi og Ítalíu. 7. september 2015 14:00 Kallaður prófessorinn og á leið í NBA en fyrst er það Ísland á morgun Nemanja Bjelica er orðinn stærsta stjarna serbneska landsliðsins í körfubolta en þessi frábæri leikmaður hefur farið á kostum í fyrstu leikjum liðsins á Evrópumótinu í Berlín. 7. september 2015 18:00 Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Fleiri fréttir „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82| Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Sjá meira
Ísland mætir Serbíu í þriðja leik liðsins á EM 2015 í körfubolta klukkan 12.30 í dag. Spilamennska strákanna okkar hefur verið frábær til þessa en það dugði ekki til sigurs gegn Þýskalandi né Ítalíu. „Við erum með sjálfstraust. Við vissum ekki alveg við hverju við áttum að búast, en ég held að við séum búnir að sýna það, að við erum mjög góðir í körfubolta og getum alveg staðið í þessum liðum,“ segir Jakob Örn Sigurðarson, leikmaður Íslands, við Vísi. Ísland tapaði naumlega gegn Þýskalandi í fyrsta leik og var svo í fínni stöðu til að leggja Ítalíu á sunnudaginn þegar lítið var eftir af leiknum. „Mér finnst að við eigum að vera með einn sigurleik. Við áttum að vinna Ítalíu. Við erum bara með sjálfstraustið í botni og hlökkum til að spila við Serbíu,“ segir Jakob sem finnst gaman að spila á móti þessum stórþjóðum. „Þetta verður ekkert létt núna; Serbía fyrst, svo Spánn og svo Tyrkland. Það er líka rosalega gaman að fá þessa leiki, prófa sig áfram og sjá virkilega hvað maður getur.“Strákarnir í jóga í gær.vísir/valliGott að fara í jóga Viðhorf íslenska liðsins hefur vakið athygli á mótinu, en þrátt fyrir að vera nýliðar og lang minnsta liðið hefur það gefið bæði Þýskalandi og Ítalíu alvöru leiki. Strákarnir okkar mæta af miklum krafti til leiks. Við verðum að mæta þannig til leiks, annars verðum við bara jarðaðir. Við verðum að vera svolítið kohraustir og gá hvað við komumst langt gegn þessum þjóðum. Ef sjálfstraustið er ekki á fullu komumst við ekkert að því hvað við getum,“ segir Jakob Örn. Jakob hefur um langa hríð verið einn albesti körfuboltamaður landsins, en á þessu móti sinnir hann hlutverki varamanns og kemur sterkur inn af bekknum. Það hefur hann gert frábærlega; verið öflugur í vörn og nýtt tækifærin sín í sókn vel. „Þetta er bara fínt. Ég hef aldrei verið í þessu hlutverki áður, hvorki með félagsliðum né landsliðinu. Mér líður samt ágætlega í þessu hlutverki. Mér finnst ég vera skila því nokkuð vel. Ég hef sinnt minni vinnu í vörninni og staðið mig vel í sókninni,“ segir Jakob Örn. „Maður verður að vera tilbúinn. Þeir sem hafa komið inn af bekknum hafa allir verið tilbúnir og komið inn með ákveðinn kraft. Leikurinn okkar dettur ekki niður finnst mér þegar menn eru að skipta. Við höldum ákveðinni ákefð og baráttu allan tímann.“ Brugðið var út af vananum á æfingu íslenska liðsins í gær en þar var liðið sett í jóga. Það var hluti af frídeginum í gær þar sem menn máttu líka fara af hótelinu. „Jógað var gott. Það var líka gott að fá smá tíma fyrir sjálfan sig í dag og geta hugsað um eitthvað annað. En nú einbeitir maður sér aftur að næsta leik,“ segir Jakob Örn Sigurðarson.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Íslenska landsliðið slappaði algjörlega af á æfingu í dag | Fóru í jóga Íslenska körfuboltalandsliðið fékk tækifæri til að slaka vel á þegar liðið var á æfingu í Mercedens Benz höllinni í Berlín. 7. september 2015 15:45 Logi: Vöðum bara óhræddir í Serbana Logi Gunnarsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu hafa staðið sig vel í tveimur fyrstu leikjum sínum á Evrópumótinu í körfubolta. 7. september 2015 16:45 Haukur Helgi: Sárabót eftir tapið að fótboltaliðið vann Haukur Helgi Pálsson segir ekki séns að Ísland tapi aftur með 50 stigum gegn Serbíu. 8. september 2015 08:00 Helgi Már: Við ætlum að vinna leiki hérna Íslenska körfuboltalandsliðið hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á Evrópumótinu í körfubolta en í bæði skiptin voru þetta naum töp á móti stórþjóðunum Þýskalandi og Ítalíu. 7. september 2015 14:00 Kallaður prófessorinn og á leið í NBA en fyrst er það Ísland á morgun Nemanja Bjelica er orðinn stærsta stjarna serbneska landsliðsins í körfubolta en þessi frábæri leikmaður hefur farið á kostum í fyrstu leikjum liðsins á Evrópumótinu í Berlín. 7. september 2015 18:00 Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Fleiri fréttir „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82| Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Sjá meira
Íslenska landsliðið slappaði algjörlega af á æfingu í dag | Fóru í jóga Íslenska körfuboltalandsliðið fékk tækifæri til að slaka vel á þegar liðið var á æfingu í Mercedens Benz höllinni í Berlín. 7. september 2015 15:45
Logi: Vöðum bara óhræddir í Serbana Logi Gunnarsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu hafa staðið sig vel í tveimur fyrstu leikjum sínum á Evrópumótinu í körfubolta. 7. september 2015 16:45
Haukur Helgi: Sárabót eftir tapið að fótboltaliðið vann Haukur Helgi Pálsson segir ekki séns að Ísland tapi aftur með 50 stigum gegn Serbíu. 8. september 2015 08:00
Helgi Már: Við ætlum að vinna leiki hérna Íslenska körfuboltalandsliðið hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á Evrópumótinu í körfubolta en í bæði skiptin voru þetta naum töp á móti stórþjóðunum Þýskalandi og Ítalíu. 7. september 2015 14:00
Kallaður prófessorinn og á leið í NBA en fyrst er það Ísland á morgun Nemanja Bjelica er orðinn stærsta stjarna serbneska landsliðsins í körfubolta en þessi frábæri leikmaður hefur farið á kostum í fyrstu leikjum liðsins á Evrópumótinu í Berlín. 7. september 2015 18:00