Helgi Már: Við ætlum að vinna leiki hérna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2015 14:00 Helgi Már Magnússon hlustar á þjóðsönginn af innlifun. vísir/valli Íslenska körfuboltalandsliðið hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á Evrópumótinu í körfubolta en í bæði skiptin voru þetta naum töp á móti stórþjóðunum Þýskalandi og Ítalíu. Íslenska liðið tapaði með sjö stigum á móti Ítölum í gær en íslensku strákarnir voru yfir þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. „Við spiluðum góðan leik en við ætluðum að vinna þetta og það var óþolandi að hafa tapað þessu. Við áttum að vinna því við vorum betri að mér fannst," segir Helgi Már Magnússon eftir tapið á móti Ítölum í gærkvöldi. „Þeir kláruðu sitt en við kláruðum ekki alveg okkar. Þetta eru eitt til tvö "play" sem þurfa að falla okkar megin. Því miður gerðist það ekki og svona er bara körfubolti. Ítalir eru bara drullugóðir og þeir með menn sem geta klárað svona leiki. Við erum reyndar með þá líka en það tókst ekki hjá okkur," segir Helgi Már. Íslenska liðið er án stiga eftir tvo leiki en liðið hefur komið mörgum á óvart með flottri frammistöðu og öflugri spilamennsku. „Við erum klárir og ætlum að vinna leiki hérna. Við ætlum að að koma fólki á óvart," segir Helgi Már. Íslenska vörnin var ekki eins sterk í byrjun á móti Ítölum eins og í leiknum við Þjóðverja en svo skiptu menn í rétta gírinn og komu sér með því inn í leikinn. „Við þurftum aðeins að aðlaga okkur að Ítölunum því þeir eru öðruvísi en Þjóðverjarnir sem við vorum búnir að leggja mikið púður í. Þetta eru aðeins öðruvísi leikmenn með aðra styrkleika," segir Helgi. „Við bættum aðeins í og þá sérstaklega í vörnina undir körfunni. Þeir voru að fá svolítið mikið af stigum undir körfunni í fyrsta leikhluta en svo náðum við að loka á það í öðrum leikhluta og megnið af leiknum. Þeir fengu eina til tvær körfur þarna undir en annars þurftu þeir að setja niður erfið skot," segir Helgi Már. Ísland spilar ekki næsta leik fyrr en á þriðjudaginn og mánudagurinn er því hvíldardagur fyrir íslenska liðið. „Það er flott að fá hvíld til að geta eytt meiri púðri í að undirbúa sig fyrir næsta leik sem er bara stórleikur. Það verður gaman," segir Helgi Már en leikur Íslands og Serbíu hefst klukkan 12.30 að íslenskum tíma á morgun. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Haukur Helgi: Maður veit aldrei hver er í stúkunni Haukur Helgi Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að leikurinn gegn Ítalíu hafi getað dottið báðu megin. Hann var skiljanlega svekktur í leikslok. 6. september 2015 18:41 Hlynur Bæringsson: Stórkostleg tilfinning að fá að upplifa þetta "Þetta er gríðarlegt svekkelsi og vonbrigði," voru fyrstu viðbrögð Hlyns Bæringssonar, leikmann íslenska landsliðsins í körfubolta, eftir grátlegt tap gegn Ítalíu á EM. 6. september 2015 18:25 Craig: Svekktir að missa þetta niður á lokakaflanum Landsliðsþjálfari Íslands var að vonum svekktur eftir naumt tap gegn Ítalíu í dag en íslenska liðið var yfir þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. 6. september 2015 18:30 Hundrað þristar hjá Jóni Arnóri Jón Arnór Stefánsson varð í gær þriðji leikmaður landsliðsins til að setja hundrað þriggja stiga körfur í búningi íslenska landsliðsins. 7. september 2015 08:00 Hörður Axel: Erum að vinna okkur inn virðingu frá öllum hérna Hörður Axel Vilhjálmsson var allt annað en sáttur með frammistöðu dómaranna eftir tapið á móti Ítölum í kvöld og það er vel hægt að taka undir þá skoðun hans að dómararnir hafi verið með NBA-stjörnur í augum. 6. september 2015 19:46 Áttum aftur möguleika að vinna gegn Ítalíu Íslenska körfuboltalandsliðið hefur unnið hug og hjörtu margra með frammistöðu sinni í fyrstu tveimur leikjum sínum á Evrópumótinu í Berlín þrátt fyrir tvö naum töp. Liðið stóð vel í hárinu á Þýskalandi og Ítalíu í fyrstu tveimur leikjum liðsins. 7. september 2015 06:00 Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á Evrópumótinu í körfubolta en í bæði skiptin voru þetta naum töp á móti stórþjóðunum Þýskalandi og Ítalíu. Íslenska liðið tapaði með sjö stigum á móti Ítölum í gær en íslensku strákarnir voru yfir þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. „Við spiluðum góðan leik en við ætluðum að vinna þetta og það var óþolandi að hafa tapað þessu. Við áttum að vinna því við vorum betri að mér fannst," segir Helgi Már Magnússon eftir tapið á móti Ítölum í gærkvöldi. „Þeir kláruðu sitt en við kláruðum ekki alveg okkar. Þetta eru eitt til tvö "play" sem þurfa að falla okkar megin. Því miður gerðist það ekki og svona er bara körfubolti. Ítalir eru bara drullugóðir og þeir með menn sem geta klárað svona leiki. Við erum reyndar með þá líka en það tókst ekki hjá okkur," segir Helgi Már. Íslenska liðið er án stiga eftir tvo leiki en liðið hefur komið mörgum á óvart með flottri frammistöðu og öflugri spilamennsku. „Við erum klárir og ætlum að vinna leiki hérna. Við ætlum að að koma fólki á óvart," segir Helgi Már. Íslenska vörnin var ekki eins sterk í byrjun á móti Ítölum eins og í leiknum við Þjóðverja en svo skiptu menn í rétta gírinn og komu sér með því inn í leikinn. „Við þurftum aðeins að aðlaga okkur að Ítölunum því þeir eru öðruvísi en Þjóðverjarnir sem við vorum búnir að leggja mikið púður í. Þetta eru aðeins öðruvísi leikmenn með aðra styrkleika," segir Helgi. „Við bættum aðeins í og þá sérstaklega í vörnina undir körfunni. Þeir voru að fá svolítið mikið af stigum undir körfunni í fyrsta leikhluta en svo náðum við að loka á það í öðrum leikhluta og megnið af leiknum. Þeir fengu eina til tvær körfur þarna undir en annars þurftu þeir að setja niður erfið skot," segir Helgi Már. Ísland spilar ekki næsta leik fyrr en á þriðjudaginn og mánudagurinn er því hvíldardagur fyrir íslenska liðið. „Það er flott að fá hvíld til að geta eytt meiri púðri í að undirbúa sig fyrir næsta leik sem er bara stórleikur. Það verður gaman," segir Helgi Már en leikur Íslands og Serbíu hefst klukkan 12.30 að íslenskum tíma á morgun.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Haukur Helgi: Maður veit aldrei hver er í stúkunni Haukur Helgi Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að leikurinn gegn Ítalíu hafi getað dottið báðu megin. Hann var skiljanlega svekktur í leikslok. 6. september 2015 18:41 Hlynur Bæringsson: Stórkostleg tilfinning að fá að upplifa þetta "Þetta er gríðarlegt svekkelsi og vonbrigði," voru fyrstu viðbrögð Hlyns Bæringssonar, leikmann íslenska landsliðsins í körfubolta, eftir grátlegt tap gegn Ítalíu á EM. 6. september 2015 18:25 Craig: Svekktir að missa þetta niður á lokakaflanum Landsliðsþjálfari Íslands var að vonum svekktur eftir naumt tap gegn Ítalíu í dag en íslenska liðið var yfir þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. 6. september 2015 18:30 Hundrað þristar hjá Jóni Arnóri Jón Arnór Stefánsson varð í gær þriðji leikmaður landsliðsins til að setja hundrað þriggja stiga körfur í búningi íslenska landsliðsins. 7. september 2015 08:00 Hörður Axel: Erum að vinna okkur inn virðingu frá öllum hérna Hörður Axel Vilhjálmsson var allt annað en sáttur með frammistöðu dómaranna eftir tapið á móti Ítölum í kvöld og það er vel hægt að taka undir þá skoðun hans að dómararnir hafi verið með NBA-stjörnur í augum. 6. september 2015 19:46 Áttum aftur möguleika að vinna gegn Ítalíu Íslenska körfuboltalandsliðið hefur unnið hug og hjörtu margra með frammistöðu sinni í fyrstu tveimur leikjum sínum á Evrópumótinu í Berlín þrátt fyrir tvö naum töp. Liðið stóð vel í hárinu á Þýskalandi og Ítalíu í fyrstu tveimur leikjum liðsins. 7. september 2015 06:00 Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Sjá meira
Haukur Helgi: Maður veit aldrei hver er í stúkunni Haukur Helgi Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að leikurinn gegn Ítalíu hafi getað dottið báðu megin. Hann var skiljanlega svekktur í leikslok. 6. september 2015 18:41
Hlynur Bæringsson: Stórkostleg tilfinning að fá að upplifa þetta "Þetta er gríðarlegt svekkelsi og vonbrigði," voru fyrstu viðbrögð Hlyns Bæringssonar, leikmann íslenska landsliðsins í körfubolta, eftir grátlegt tap gegn Ítalíu á EM. 6. september 2015 18:25
Craig: Svekktir að missa þetta niður á lokakaflanum Landsliðsþjálfari Íslands var að vonum svekktur eftir naumt tap gegn Ítalíu í dag en íslenska liðið var yfir þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. 6. september 2015 18:30
Hundrað þristar hjá Jóni Arnóri Jón Arnór Stefánsson varð í gær þriðji leikmaður landsliðsins til að setja hundrað þriggja stiga körfur í búningi íslenska landsliðsins. 7. september 2015 08:00
Hörður Axel: Erum að vinna okkur inn virðingu frá öllum hérna Hörður Axel Vilhjálmsson var allt annað en sáttur með frammistöðu dómaranna eftir tapið á móti Ítölum í kvöld og það er vel hægt að taka undir þá skoðun hans að dómararnir hafi verið með NBA-stjörnur í augum. 6. september 2015 19:46
Áttum aftur möguleika að vinna gegn Ítalíu Íslenska körfuboltalandsliðið hefur unnið hug og hjörtu margra með frammistöðu sinni í fyrstu tveimur leikjum sínum á Evrópumótinu í Berlín þrátt fyrir tvö naum töp. Liðið stóð vel í hárinu á Þýskalandi og Ítalíu í fyrstu tveimur leikjum liðsins. 7. september 2015 06:00