Áttum aftur möguleika að vinna gegn Ítalíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2015 06:00 Strákarnir ganga hér frá varamannabekknum eftir leikhlé. Vísir/valli „Ég er mjög stoltur af því hvernig við komum inn í þennan leik. Við eyddum svo mikilli orku í leikinn í gær og það var rosalega svekkjandi að tapa þeim leik," sagði Jón Arnór Stefánsson eftir naumt tap á móti Ítölum á Evróumótinu í gær. Ítalir unnu leikinn 71-64 en aðeins þremur mínútum fyrir leikslok var staðan 62-59 fyrir Ísland. Daginn eftir að íslenska liðið kom mörgum á óvart með því að vera nálægt því að stela sigri af heimamönnum í Þýskalandi þá var liðið í leik allan tímann á móti Ítölum í gær. Íslenska liðið átti marga frábæra leikkafla og komst yfir í öllum leikhlutunum. „Maður þarf að berjast við að rífa sig upp aftur en við gerðum það í dag. Það voru fleiri sem stigu upp í dag. Flestir fyrir utan mig spiluðu bara rosalega vel," sagði Jón Arnór harður við sjálfan sig en hann opnaði fyrir restina af liðinu þar sem Ítalarnir lögðu ofurkapp á að stoppa hann. „Ég átti eiginlega ekki möguleika í dag. Við vorum bara góðir og áttum aftur möguleika á að vinna leikinn," sagði Jón Arnór.Okkur vantar eitthvað smá í viðbót Íslenska liðið hefur átti möguleika á sigri í tveimur leikjum í röð en strákarnir hafa verið örlítið úrræðalausir á móti hávöxnum og einbeittum vörnum mótherjanna á lokamínútum beggja leikja. „Okkur vantar eitthvað smá í viðbót til þess að klára þessa leiki sem er bara mjög eðlilegt. Þetta er allt nýtt fyrir okkur og við erum að spila á móti sterkum þjóðum sem hafa gert þetta allt áður. Það var því smá ringulreið í lokin því við fengum opin skot sem við nýttum ekki. Við hefðum líka getað fengið einhverja dóma í lokin fannst mér en við erum bara ógeðslega svekktir að hafa tapað þessum leik," sagði Jón Arnór. Jón Arnór hitti aðeins úr 4 af 16 skotum sínum í leiknum og viðurkenndir að hafa verið með þreyttar lappir þrátt fyrir að hausinn væri klár. „Ég komst í gegnum þetta á lífi og það er bara jákvætt. Það er gaman að taka þátt í þessu. Ég reyndi mitt besta eins og alltaf en strákarnir eiga mikið skilið því mér fannst þeir draga vagninn allan leikinn," sagði Jón Arnór.Aldrei upplifað slíkan stuðning áður Íslenska liðið hefur stimplað sig vel inn í sitt fyrsta Evrópumót þótt að báðir leikirnir hafi tapast. „Við erum hérna, við erum á staðnum. Við erum mættir á þetta mót til að stríða þessum þjóðum og koma öllum á óvart. Við erum heldur betur að gera það. Það má taka það jákvætt frá þessum leik þó að maður sé drullusvekktur að hafa tapað," sagði Jón Arnór. Íslenska liðið var nálægt sigri á gólfinu en Ísland burstaði hinsvegar baráttuna um stúkuna. "Ég vil nota tækifærið og þakka þessum Íslendingum sem eru komnir hingað til að styðja okkur. Við strákarnir vorum bara klökkir eftir leikinn og það er ótrúlega gaman að sjá hvað margir mættu hingað til Berlínar," segir Jón og íslenska hjartað sló örar við að horfa upp á fagurbláa stúkuna sem öskrar öll sem ein: „Áfram Ísland." „Þeir gefa okkur eitthvað extra. Ég hef aldrei upplifað svona áður. Þetta er alveg risastórt fyrir okkur og gefur þennan aukakraft sem við þurfum. Það er rosalega mikilvægt fyrir okkur," sagði Jón Arnór að lokum. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þýskaland - Ísland 71-65 | Mögnuð frammistaða dugði næstum því Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði sínum fyrsta leik á Eurobasket í Berlín, en liðið beið lægri hlut fyrir Þýskalandi, 71-65. 5. september 2015 14:45 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Ísland - Ítalía 64-70 | Frábær leikur strákanna en aftur naumt tap Ísland tapaði sínum öðrum leik á Eurobasket í Berlín, en Ísland tapaði með sex stiga mun gegn Ítalíu, 70-64. Slæmur lokakafli gerði út um vonir íslenska liðsins um sigur. 6. september 2015 00:18 Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Ármann - KR | Fyrsti heimaleikur nýliðanna Þór Þ. - Álftanes | Þórsarar í leit að fyrsta sigri tímabilsins Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Grindavík - ÍA | Gulir mæta glöðum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Sjá meira
„Ég er mjög stoltur af því hvernig við komum inn í þennan leik. Við eyddum svo mikilli orku í leikinn í gær og það var rosalega svekkjandi að tapa þeim leik," sagði Jón Arnór Stefánsson eftir naumt tap á móti Ítölum á Evróumótinu í gær. Ítalir unnu leikinn 71-64 en aðeins þremur mínútum fyrir leikslok var staðan 62-59 fyrir Ísland. Daginn eftir að íslenska liðið kom mörgum á óvart með því að vera nálægt því að stela sigri af heimamönnum í Þýskalandi þá var liðið í leik allan tímann á móti Ítölum í gær. Íslenska liðið átti marga frábæra leikkafla og komst yfir í öllum leikhlutunum. „Maður þarf að berjast við að rífa sig upp aftur en við gerðum það í dag. Það voru fleiri sem stigu upp í dag. Flestir fyrir utan mig spiluðu bara rosalega vel," sagði Jón Arnór harður við sjálfan sig en hann opnaði fyrir restina af liðinu þar sem Ítalarnir lögðu ofurkapp á að stoppa hann. „Ég átti eiginlega ekki möguleika í dag. Við vorum bara góðir og áttum aftur möguleika á að vinna leikinn," sagði Jón Arnór.Okkur vantar eitthvað smá í viðbót Íslenska liðið hefur átti möguleika á sigri í tveimur leikjum í röð en strákarnir hafa verið örlítið úrræðalausir á móti hávöxnum og einbeittum vörnum mótherjanna á lokamínútum beggja leikja. „Okkur vantar eitthvað smá í viðbót til þess að klára þessa leiki sem er bara mjög eðlilegt. Þetta er allt nýtt fyrir okkur og við erum að spila á móti sterkum þjóðum sem hafa gert þetta allt áður. Það var því smá ringulreið í lokin því við fengum opin skot sem við nýttum ekki. Við hefðum líka getað fengið einhverja dóma í lokin fannst mér en við erum bara ógeðslega svekktir að hafa tapað þessum leik," sagði Jón Arnór. Jón Arnór hitti aðeins úr 4 af 16 skotum sínum í leiknum og viðurkenndir að hafa verið með þreyttar lappir þrátt fyrir að hausinn væri klár. „Ég komst í gegnum þetta á lífi og það er bara jákvætt. Það er gaman að taka þátt í þessu. Ég reyndi mitt besta eins og alltaf en strákarnir eiga mikið skilið því mér fannst þeir draga vagninn allan leikinn," sagði Jón Arnór.Aldrei upplifað slíkan stuðning áður Íslenska liðið hefur stimplað sig vel inn í sitt fyrsta Evrópumót þótt að báðir leikirnir hafi tapast. „Við erum hérna, við erum á staðnum. Við erum mættir á þetta mót til að stríða þessum þjóðum og koma öllum á óvart. Við erum heldur betur að gera það. Það má taka það jákvætt frá þessum leik þó að maður sé drullusvekktur að hafa tapað," sagði Jón Arnór. Íslenska liðið var nálægt sigri á gólfinu en Ísland burstaði hinsvegar baráttuna um stúkuna. "Ég vil nota tækifærið og þakka þessum Íslendingum sem eru komnir hingað til að styðja okkur. Við strákarnir vorum bara klökkir eftir leikinn og það er ótrúlega gaman að sjá hvað margir mættu hingað til Berlínar," segir Jón og íslenska hjartað sló örar við að horfa upp á fagurbláa stúkuna sem öskrar öll sem ein: „Áfram Ísland." „Þeir gefa okkur eitthvað extra. Ég hef aldrei upplifað svona áður. Þetta er alveg risastórt fyrir okkur og gefur þennan aukakraft sem við þurfum. Það er rosalega mikilvægt fyrir okkur," sagði Jón Arnór að lokum.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þýskaland - Ísland 71-65 | Mögnuð frammistaða dugði næstum því Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði sínum fyrsta leik á Eurobasket í Berlín, en liðið beið lægri hlut fyrir Þýskalandi, 71-65. 5. september 2015 14:45 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Ísland - Ítalía 64-70 | Frábær leikur strákanna en aftur naumt tap Ísland tapaði sínum öðrum leik á Eurobasket í Berlín, en Ísland tapaði með sex stiga mun gegn Ítalíu, 70-64. Slæmur lokakafli gerði út um vonir íslenska liðsins um sigur. 6. september 2015 00:18 Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Ármann - KR | Fyrsti heimaleikur nýliðanna Þór Þ. - Álftanes | Þórsarar í leit að fyrsta sigri tímabilsins Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Grindavík - ÍA | Gulir mæta glöðum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Þýskaland - Ísland 71-65 | Mögnuð frammistaða dugði næstum því Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði sínum fyrsta leik á Eurobasket í Berlín, en liðið beið lægri hlut fyrir Þýskalandi, 71-65. 5. september 2015 14:45
Umfjöllun, myndir og viðtöl: Ísland - Ítalía 64-70 | Frábær leikur strákanna en aftur naumt tap Ísland tapaði sínum öðrum leik á Eurobasket í Berlín, en Ísland tapaði með sex stiga mun gegn Ítalíu, 70-64. Slæmur lokakafli gerði út um vonir íslenska liðsins um sigur. 6. september 2015 00:18