Hlynur Bæringsson: Stórkostleg tilfinning að fá að upplifa þetta Anton Ingi Leifsson skrifar 6. september 2015 18:25 Hlynur í leiknum í dag. vísir/valli „Þetta er gríðarlegt svekkelsi og vonbrigði," voru fyrstu viðbrögð Hlyns Bæringssonar, leikmann íslenska landsliðsins í körfubolta, eftir grátlegt tap gegn Ítalíu á EM. „Við erum þremur stigum yfir þegar þrjár mínútur eru eftir. Svo brjótum við á Belinelli og svo fengu þeir þrjú víti. Kannski urðum við aðeins of spenntir hérna í restina. Þetta er bara gífurlegt vonbrigði og svekkelsi." Hörður Axel Vilhjálmsson braut þá á Belinelli þegar hann var í þann mund að taka þriggja stiga skot og Belinelli setti öll þrjú stigin niður. Í þann mund breyttist leikurinn, en með stigunum þremur jöfnuðu Ítalar metin í 62-62. „Hann hefði tekið erfitt þriggja stiga skot og þótt hann sé einn af þeim betri í heiminum að taka þriggja stiga skot þá er hann bara 40%. Það eru meiri líkur en minni að hann klikki, en ég meina ef og hefði. Þetta eru íþróttir og svona gerist - þetta er bara ein stund í leiknum þó hún standi meira upp úr núna." „Við vorum alveg mjög góðir. Ég held að þetta sé besti landsleikur sem við höfum spilað á mínum landsliðsferli. Þessi og kannski síðari hálfleikurinn gegn Þýskalandi í gær voru gífurlega góðir leikir. „Þetta er í fyrsta skipti sem við höfum virkilega haft trú á því að vinnum stóra þjóð í körfubolta. Við höfum alltaf verið bara sáttir við að tapa með ekki of stórum mun, en núna í þessu móti höfum við haft trú á því. Þegar maður hefur svona mikla trú á því þá er þetta sárara." Íslenska fólkið í stúkunni var duglegt að láta dómara leiksins vinna fyrir kaupinu, en Hlynur segir að viti ekki hvort þeir hafi eitthvað dæmt með stóra liðinu, það er að segja Ítalíu. „Ég veit það ekki. Kannski eitthvað, ég bara veit það ekki. Ég held að það hjálpi mér ekkert ef ég bendi á það vonda hjá hinum. Ég hef trú á því að þeir hafi reynt sitt besta," sem segir að það sé gaman að sjá allt íslenska fólkð í stúkunni. „Heldur betur. Þetta eru andlit sem maður þekkir og allir sem hafa áhuga á körfubolta á Íslandi eru mættir hérna til Berlínar. Þetta er stórkostleg tilfinning að á seinni partinn af ferlinum er maður að upplifa þetta. Þetta er ekki sjálfgefið. Við þökkum fyrir þetta." Hlynur segir að það sé gaman að berjast við stóru kallana inni í teignum og hlakkar til viðureignanna við Serbíu og Spán. „Þetta er alls ekki pirrandi. Þetta er rosalega gaman og spila fyrir framan allt þetta fólk. Auðvitað er það erfitt og tekur mikla líkamlega orku. Í næstu tveimur leikjunum eru þetta allt öðruvísi týpur." „Mitt markmið er að vera alltaf með hausinn uppi eins og það gerum við allir. Það verður alveg eins á móti þeim (Spáni og Serbíu). Brekkan verður ennþá brattari þar og ég held að þeir leikir verði mjög erfiðir." „Ég held við höfum tapað fyrir Serbíu síðast með 48 stiga mun. Það var bara eins og jarðaför. Maður var byrjaður að hugsa strax í fyrsta leikhluta hvenær leikurinn væri búinn og hvenær maður kæmi upp á flugvöll. Við vonum að það verði ekki þannig núna," sagði Hlynur að lokum við íþróttadeild 365. EM 2015 í Berlín Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Ármann - KR | Fyrsti heimaleikur nýliðanna Þór Þ. - Álftanes | Þórsarar í leit að fyrsta sigri tímabilsins Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Grindavík - ÍA | Gulir mæta glöðum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Sjá meira
„Þetta er gríðarlegt svekkelsi og vonbrigði," voru fyrstu viðbrögð Hlyns Bæringssonar, leikmann íslenska landsliðsins í körfubolta, eftir grátlegt tap gegn Ítalíu á EM. „Við erum þremur stigum yfir þegar þrjár mínútur eru eftir. Svo brjótum við á Belinelli og svo fengu þeir þrjú víti. Kannski urðum við aðeins of spenntir hérna í restina. Þetta er bara gífurlegt vonbrigði og svekkelsi." Hörður Axel Vilhjálmsson braut þá á Belinelli þegar hann var í þann mund að taka þriggja stiga skot og Belinelli setti öll þrjú stigin niður. Í þann mund breyttist leikurinn, en með stigunum þremur jöfnuðu Ítalar metin í 62-62. „Hann hefði tekið erfitt þriggja stiga skot og þótt hann sé einn af þeim betri í heiminum að taka þriggja stiga skot þá er hann bara 40%. Það eru meiri líkur en minni að hann klikki, en ég meina ef og hefði. Þetta eru íþróttir og svona gerist - þetta er bara ein stund í leiknum þó hún standi meira upp úr núna." „Við vorum alveg mjög góðir. Ég held að þetta sé besti landsleikur sem við höfum spilað á mínum landsliðsferli. Þessi og kannski síðari hálfleikurinn gegn Þýskalandi í gær voru gífurlega góðir leikir. „Þetta er í fyrsta skipti sem við höfum virkilega haft trú á því að vinnum stóra þjóð í körfubolta. Við höfum alltaf verið bara sáttir við að tapa með ekki of stórum mun, en núna í þessu móti höfum við haft trú á því. Þegar maður hefur svona mikla trú á því þá er þetta sárara." Íslenska fólkið í stúkunni var duglegt að láta dómara leiksins vinna fyrir kaupinu, en Hlynur segir að viti ekki hvort þeir hafi eitthvað dæmt með stóra liðinu, það er að segja Ítalíu. „Ég veit það ekki. Kannski eitthvað, ég bara veit það ekki. Ég held að það hjálpi mér ekkert ef ég bendi á það vonda hjá hinum. Ég hef trú á því að þeir hafi reynt sitt besta," sem segir að það sé gaman að sjá allt íslenska fólkð í stúkunni. „Heldur betur. Þetta eru andlit sem maður þekkir og allir sem hafa áhuga á körfubolta á Íslandi eru mættir hérna til Berlínar. Þetta er stórkostleg tilfinning að á seinni partinn af ferlinum er maður að upplifa þetta. Þetta er ekki sjálfgefið. Við þökkum fyrir þetta." Hlynur segir að það sé gaman að berjast við stóru kallana inni í teignum og hlakkar til viðureignanna við Serbíu og Spán. „Þetta er alls ekki pirrandi. Þetta er rosalega gaman og spila fyrir framan allt þetta fólk. Auðvitað er það erfitt og tekur mikla líkamlega orku. Í næstu tveimur leikjunum eru þetta allt öðruvísi týpur." „Mitt markmið er að vera alltaf með hausinn uppi eins og það gerum við allir. Það verður alveg eins á móti þeim (Spáni og Serbíu). Brekkan verður ennþá brattari þar og ég held að þeir leikir verði mjög erfiðir." „Ég held við höfum tapað fyrir Serbíu síðast með 48 stiga mun. Það var bara eins og jarðaför. Maður var byrjaður að hugsa strax í fyrsta leikhluta hvenær leikurinn væri búinn og hvenær maður kæmi upp á flugvöll. Við vonum að það verði ekki þannig núna," sagði Hlynur að lokum við íþróttadeild 365.
EM 2015 í Berlín Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Ármann - KR | Fyrsti heimaleikur nýliðanna Þór Þ. - Álftanes | Þórsarar í leit að fyrsta sigri tímabilsins Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Grindavík - ÍA | Gulir mæta glöðum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Sjá meira