„Ísland er með virkilega gott lið, þeir eru hættulegir eins og sást í leiknum í dag og í gær gegn Þýskalandi,“ sagði Luigi Datome, leikmaður ítalska landsliðsins í körfubolta, í samtali við Kolbein Tuma Daðason, blaðamann Vísis í Berlín, eftir 71-65 sigur á Íslandi í dag.
„Við vissum að við þyrftum að vera klárir strax í byrjun. Íslenska liðið er mjög stöðugt en við héldum okkur við leikkerfið okkar og unnum að lokum mikilvægan sigur.“
Hann sagði að markmiðið hefði verið að fá ekki of mörg þriggja stiga skot á sig í byrjun leiks.
„Það var markmiðið í byrjun leiksins en þeir fengu strax fimm þriggja stiga skot svo við verðum að byrja betur. Fara betur eftir því sem við ætluðum okkur að gera.“
Datome: Ísland er með virkilega gott lið
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið

„Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“
Íslenski boltinn


Skelltu sér í jarðarför Hauka
Körfubolti



„Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“
Íslenski boltinn




Fleiri fréttir
