
Kimi Raikkonen sat eftir í ræsingunni, hann var annar á ráslínu en eftir fyrsta hring var hann 18. Ekki byrjunin sem Ísmaðurinn óskaði sér. Nico Rosberg tapaði tveimur sætum í ræsingunni.
Báðir Lotu bílarnir voru hættir keppni áður en þeir luku tveimur hringjum. Lotus mátti tæplega við þessu enda í milkum fjárhagsvandræðum. Bíll Pastor Maldonado var hreinlega brotinn í tvennt efitr ferð yfir hraðahindrun utan brautar í fyrstu beygju.
Raikkonen var kominn í stigsæti á fimmta hring, hann var búinn að vera upptekinn við fram úr akstur.
Rosberg tókst að komast fram úr báðum Williams bílunum í þjónustuhléum í kringum hring 20. Á meðan sigldi Hamilton lygnan sjó í fyrsta sæti. Rosberg tók svo þriðja sætið af Raikkonen sem átti eftir að taka þjónustuhlé á hring 28, Raikkonen kom inn strax í kjölfarið. Hann kom út á brautina í 10. sæti.

„Förum í vélarstillingu þrjú, við þurfum að byggja upp bil. Ekki spyrja spurninga bara framkvæma,“ fékk Hamilton að heyra í talstöðinni þegar fimm hringir voru eftir. Mercedes var greinilega að fyrirbyggja einhver vandræði sem liðið var að sjá fyrir.
Vélin í bíl Rosberg gafst upp þegar tveir hringir voru eftir af keppninni. Vettel var því öruggur í öðru sæti og Massa náði verðlaunasæti.
Hér fyrir neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.