Dorrit stal senunni í stuðningsmannapartýinu í gær | Myndir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2015 11:52 Dorrit Moussaieff. Vísir/Valli Dorrit Moussaieff, eiginkona forseta Íslands, Herra Ólafs Ragnars Grímssonar, var hrókur alls fagnaðar í Berlín í gær þegar íslenska stuðningsfólkið hittist á Urban Spree fyrir leikinn. Þetta var sögulegur dagur fyrir íslenskan körfubolta og íslenskt íþróttalíf þegar íslenskt landslið spilaði sinn fyrsta leik á stórmóti í einni vinsælustu íþrótt heims. Íslensku strákarnir töpuðu reyndar naumlega fyrir Þýskalandi en stóðu sig mjög vel á móti stjörnuprýddu þýsku liði. Menntamálaráðherrann Illugi Gunnarsson mætti á Urban Spree í gær nýkominn frá Amsterdam þar sem íslenska fótboltalandsliðið vann sögulegan sigur. Einar Bollason og fleiri gamlar goðsagnir voru að sjálfsögðu á staðnum, Tommi á Búllunni grillaði ofan í liðið og þarna voru líka Svali Björgvinsson, Hannes S. Jónsson formaður, Guðbjörg Norðfjörð varaformaður og nokkrir af leikjahæstu landsliðsmönnum Íslands frá upphafi eins og þeir Guðmundur Bragason og Herbert Arnarson. Það var hinsvegar frú Dorrit Moussaieff sem stal senunni en hún mætti klædd íslenska landsliðsbúningnum og heilsaði öllum sem vildu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Dorrit Moussaieff er á stórmóti hjá íslensku landsliði og það var meðal annars ógleymanlegt þegar hún mætti á Ólympíuleikana í Peking. Herra Ólafur Ragnar Grímsson var með henni þá en núna vara hún bara ein þar sem forsetinn var upptekinn heima á Íslandi. Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegar myndir sem Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, tók af Dorrit Moussaief á Urban Spree í gær. Íslendingar í Berlín ætla að hittast fyrir leik á Urban Spree líkt og í gær. Ísland mætir Ítölum klukkan 18.00 að staðartíma í Berlín. Af gefnu tilefni hvetur KKÍ áhorfendur til að mæta tímanlega til að komast hjá töfum við innganginn á leikstað.Dorrit Moussaieff með Hannesi Jónssyni formanni KKÍ og Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra.Vísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/Valli EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Myndaveisla frá fyrsta leik Íslands í Berlín Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði með sex stiga mun, 71-65, fyrir Þýskalandi í fyrsta leiknum á EM, Eurobasket, sem fram fer í Berlín. 5. september 2015 15:50 Sjáðu stemninguna á Urban Spree fyrir Ísland - Þýskaland Íslensku stuðningsmennirnir sem staddir eru í Þýskalandi á Evrópumótinu í körfubolta, Eurobasket, gerðu sér glaðan dag í dag. 5. september 2015 19:30 Sjáið íslensku strákana reyna að stoppa Dirk Nowitzki í gær | Myndband Dirk Nowitzki, einn þekktasti og besti evróski körfuboltamaður allra tíma, fór fyrir sigri Þjóðverja á móti Íslandi í fyrsta leik Íslands á Evrópumótinu í gær. 6. september 2015 13:30 Umfjöllun og viðtöl: Þýskaland - Ísland 71-65 | Mögnuð frammistaða dugði næstum því Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði sínum fyrsta leik á Eurobasket í Berlín, en liðið beið lægri hlut fyrir Þýskalandi, 71-65. 5. september 2015 14:45 Hlynur um Dirk Nowitzki: Öðruvísi en að mæta einhverjum skógarhöggsmönnum Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska liðsins, bar sig vel eftir leikinn á móti Þjóðverjum í dag en mikið álag verður á honum eins og öðrum lykilimönnum íslenska liðsins á Evrópumótinu. 6. september 2015 10:00 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Dorrit Moussaieff, eiginkona forseta Íslands, Herra Ólafs Ragnars Grímssonar, var hrókur alls fagnaðar í Berlín í gær þegar íslenska stuðningsfólkið hittist á Urban Spree fyrir leikinn. Þetta var sögulegur dagur fyrir íslenskan körfubolta og íslenskt íþróttalíf þegar íslenskt landslið spilaði sinn fyrsta leik á stórmóti í einni vinsælustu íþrótt heims. Íslensku strákarnir töpuðu reyndar naumlega fyrir Þýskalandi en stóðu sig mjög vel á móti stjörnuprýddu þýsku liði. Menntamálaráðherrann Illugi Gunnarsson mætti á Urban Spree í gær nýkominn frá Amsterdam þar sem íslenska fótboltalandsliðið vann sögulegan sigur. Einar Bollason og fleiri gamlar goðsagnir voru að sjálfsögðu á staðnum, Tommi á Búllunni grillaði ofan í liðið og þarna voru líka Svali Björgvinsson, Hannes S. Jónsson formaður, Guðbjörg Norðfjörð varaformaður og nokkrir af leikjahæstu landsliðsmönnum Íslands frá upphafi eins og þeir Guðmundur Bragason og Herbert Arnarson. Það var hinsvegar frú Dorrit Moussaieff sem stal senunni en hún mætti klædd íslenska landsliðsbúningnum og heilsaði öllum sem vildu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Dorrit Moussaieff er á stórmóti hjá íslensku landsliði og það var meðal annars ógleymanlegt þegar hún mætti á Ólympíuleikana í Peking. Herra Ólafur Ragnar Grímsson var með henni þá en núna vara hún bara ein þar sem forsetinn var upptekinn heima á Íslandi. Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegar myndir sem Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, tók af Dorrit Moussaief á Urban Spree í gær. Íslendingar í Berlín ætla að hittast fyrir leik á Urban Spree líkt og í gær. Ísland mætir Ítölum klukkan 18.00 að staðartíma í Berlín. Af gefnu tilefni hvetur KKÍ áhorfendur til að mæta tímanlega til að komast hjá töfum við innganginn á leikstað.Dorrit Moussaieff með Hannesi Jónssyni formanni KKÍ og Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra.Vísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/Valli
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Myndaveisla frá fyrsta leik Íslands í Berlín Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði með sex stiga mun, 71-65, fyrir Þýskalandi í fyrsta leiknum á EM, Eurobasket, sem fram fer í Berlín. 5. september 2015 15:50 Sjáðu stemninguna á Urban Spree fyrir Ísland - Þýskaland Íslensku stuðningsmennirnir sem staddir eru í Þýskalandi á Evrópumótinu í körfubolta, Eurobasket, gerðu sér glaðan dag í dag. 5. september 2015 19:30 Sjáið íslensku strákana reyna að stoppa Dirk Nowitzki í gær | Myndband Dirk Nowitzki, einn þekktasti og besti evróski körfuboltamaður allra tíma, fór fyrir sigri Þjóðverja á móti Íslandi í fyrsta leik Íslands á Evrópumótinu í gær. 6. september 2015 13:30 Umfjöllun og viðtöl: Þýskaland - Ísland 71-65 | Mögnuð frammistaða dugði næstum því Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði sínum fyrsta leik á Eurobasket í Berlín, en liðið beið lægri hlut fyrir Þýskalandi, 71-65. 5. september 2015 14:45 Hlynur um Dirk Nowitzki: Öðruvísi en að mæta einhverjum skógarhöggsmönnum Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska liðsins, bar sig vel eftir leikinn á móti Þjóðverjum í dag en mikið álag verður á honum eins og öðrum lykilimönnum íslenska liðsins á Evrópumótinu. 6. september 2015 10:00 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Myndaveisla frá fyrsta leik Íslands í Berlín Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði með sex stiga mun, 71-65, fyrir Þýskalandi í fyrsta leiknum á EM, Eurobasket, sem fram fer í Berlín. 5. september 2015 15:50
Sjáðu stemninguna á Urban Spree fyrir Ísland - Þýskaland Íslensku stuðningsmennirnir sem staddir eru í Þýskalandi á Evrópumótinu í körfubolta, Eurobasket, gerðu sér glaðan dag í dag. 5. september 2015 19:30
Sjáið íslensku strákana reyna að stoppa Dirk Nowitzki í gær | Myndband Dirk Nowitzki, einn þekktasti og besti evróski körfuboltamaður allra tíma, fór fyrir sigri Þjóðverja á móti Íslandi í fyrsta leik Íslands á Evrópumótinu í gær. 6. september 2015 13:30
Umfjöllun og viðtöl: Þýskaland - Ísland 71-65 | Mögnuð frammistaða dugði næstum því Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði sínum fyrsta leik á Eurobasket í Berlín, en liðið beið lægri hlut fyrir Þýskalandi, 71-65. 5. september 2015 14:45
Hlynur um Dirk Nowitzki: Öðruvísi en að mæta einhverjum skógarhöggsmönnum Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska liðsins, bar sig vel eftir leikinn á móti Þjóðverjum í dag en mikið álag verður á honum eins og öðrum lykilimönnum íslenska liðsins á Evrópumótinu. 6. september 2015 10:00