Hannes: Stór stund fyrir svo marga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2015 10:30 Hannes S. Jónsson og Jón Arnór Stefánsson benda á það að íslenski fáninn er á öllum skjáum í Mercedens Benz höllini. Vísir/Valli Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, verður örugglega einn stolltasti maðurinn á svæðinu í Mercedens Benz Höllinni í Berlín í dag þegar íslenska körfuboltalandsliðið spilar sinn fyrsta leik á stórmóti frá upphafi. Ísland mætir heimamönnum í Þýskalandi í sínum fyrsta leik á Eurobasket 2015 og er búist við fullri höll og mikilli stemningu. „Nú er þetta að bresta á og þessi sögulega stund þegar við tökum þátt í Eurobasket í fyrsta sinn. Það er mikil gleði í íslenska hópnum og gaman að vera hérna og fá að taka þátt í þessu," segir Hannes.Stund allrar körfuboltahreyfingarinnar „Þetta er svo stór stund fyrir svo marga. Það má segja að þetta sé stund allrar körfuboltahreyfingarinnar því það hafa svo margir beðið eftir þessu og margir hafa lagt hönd á plóg. Þetta er klárlega stærsta stundin í sögu KKÍ. Það er svo gaman að það munu margir fylgjast með og það eiga svo margir hlut í þessu því það eru svo margir sem hafa gert þetta að veruleika fyrir okkur á síðustu árum," segir Hannes. Íslendingar hafa fjölmennt til Berlínar og ætla að hvetja íslenska liðið í stúkunni. „Það verður ofboðslega skemmtilegt að sjá alla Íslendingana í höllinni. Ég hlakka til að sjá rúmlega þúsund Íslendinga í höllinni og ég vona að stemningin verði eftir því að menn taki vel á því og hvetji strákana. Strákarnir eiga það skilið að vera vel hvattir áfram. Ég á ekki von á öðru en að það verði bara gleði og hamingja í Mercedens Bens Arena," segir Hannes. Andstæðingarnir á mótinu eru margar af allra bestu körfuboltaþjóðum Evrópu og það reynir mikið á íslenska liðið í leikjunum fimm.Ekki til nógu sterkt lýsingarorð „Þetta verður mjög erfitt og við ætlum að stilla öllum væntingum í hóf. Við erum komnir hingað til að gera okkar besta en erum að fara spila við bestu þjóðir í Evrópu. Þetta verður erfitt verkefni en krefjandi og skemmtilegt," segir Hannes. En hversu stórt verður þetta þegar leikurinn fer í gang í dag. „Þetta er mjög stórt. Lýsingarorðin eru varla til svo hægt sé að lýsa því hverstu stórt þetta er. Bæði fyrir íslenskan körfubolta, íslenska íþróttahreyfingu og Ísland yfir höfuð. Að vera komin á þetta svið er svo frábært og stórt og ég held að það sé ekki til nógu sterkt lýsingarorð," segir Hannes. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Jón Arnór: Ætlum að spila með öllu okkar hjarta Jón Arnór Stefánsson og félagar í íslenska landsliðinu í körfubolta spila sögulegan leik í Berlín í dag eða fyrsta leik íslenska körfuboltalandsliðsins í úrslitakeppni EM. Eurbasket hefst í dag með leik Þýskalands og Íslands. 5. september 2015 11:30 Hlynur: Þeir labba ekki á vatni frekar en við hinir Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðið mun leiða sitt lið inn í sögulegan leik á morgun þegar Ísland mætir Þýskalandi í fyrsta leik liðsins á Eurobasket. 5. september 2015 10:00 Myndasyrpa af æfingu íslenska landsliðsins í Berlín í dag Sjáðu myndir frá síðustu æfingu íslenska landsliðsins í körfuknattleik fyrir fyrsta leik liðsins á Eurobasket gegn heimamönnum í Þýskalandi á morgun. 4. september 2015 21:45 Dirk er mikill eðalnáungi og góður gaur Jón Arnór Stefánsson mætir gömlum liðsfélaga á morgun sem var á sínum tíma valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar. Hann segir alltaf jafn gaman að rekast á Þjóðverjan geðþekka. 5. september 2015 07:00 Pavel: Íslendingar eru alltaf háværastir hvert sem þeir fara Pavel Ermolinskij býst við miklu af íslensku áhorfendunum sem ætla að fjölmenna í Mercedes Benz höllina í Berlín í dag og fylgjast með leik Íslands og Þýskalandi á Evrópumótinu í körfubolta. 5. september 2015 09:00 Einstakur afmælisdagur fyrir Loga Logi Gunnarsson hefur spilað í íslenska landsliðinu í meira en fimmtán ár og bæði leikið yfir 100 landsleiki og skorað yfir þúsund stig fyrir Ísland. Á morgun upplifir hann sögulega stund þegar íslenska körfuboltalandsliðið spilar sinn fyrsta leik á Eurobasket og það á 34 ára afmælisdaginn sinn. 5. september 2015 06:00 Mest lesið Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Sjá meira
Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, verður örugglega einn stolltasti maðurinn á svæðinu í Mercedens Benz Höllinni í Berlín í dag þegar íslenska körfuboltalandsliðið spilar sinn fyrsta leik á stórmóti frá upphafi. Ísland mætir heimamönnum í Þýskalandi í sínum fyrsta leik á Eurobasket 2015 og er búist við fullri höll og mikilli stemningu. „Nú er þetta að bresta á og þessi sögulega stund þegar við tökum þátt í Eurobasket í fyrsta sinn. Það er mikil gleði í íslenska hópnum og gaman að vera hérna og fá að taka þátt í þessu," segir Hannes.Stund allrar körfuboltahreyfingarinnar „Þetta er svo stór stund fyrir svo marga. Það má segja að þetta sé stund allrar körfuboltahreyfingarinnar því það hafa svo margir beðið eftir þessu og margir hafa lagt hönd á plóg. Þetta er klárlega stærsta stundin í sögu KKÍ. Það er svo gaman að það munu margir fylgjast með og það eiga svo margir hlut í þessu því það eru svo margir sem hafa gert þetta að veruleika fyrir okkur á síðustu árum," segir Hannes. Íslendingar hafa fjölmennt til Berlínar og ætla að hvetja íslenska liðið í stúkunni. „Það verður ofboðslega skemmtilegt að sjá alla Íslendingana í höllinni. Ég hlakka til að sjá rúmlega þúsund Íslendinga í höllinni og ég vona að stemningin verði eftir því að menn taki vel á því og hvetji strákana. Strákarnir eiga það skilið að vera vel hvattir áfram. Ég á ekki von á öðru en að það verði bara gleði og hamingja í Mercedens Bens Arena," segir Hannes. Andstæðingarnir á mótinu eru margar af allra bestu körfuboltaþjóðum Evrópu og það reynir mikið á íslenska liðið í leikjunum fimm.Ekki til nógu sterkt lýsingarorð „Þetta verður mjög erfitt og við ætlum að stilla öllum væntingum í hóf. Við erum komnir hingað til að gera okkar besta en erum að fara spila við bestu þjóðir í Evrópu. Þetta verður erfitt verkefni en krefjandi og skemmtilegt," segir Hannes. En hversu stórt verður þetta þegar leikurinn fer í gang í dag. „Þetta er mjög stórt. Lýsingarorðin eru varla til svo hægt sé að lýsa því hverstu stórt þetta er. Bæði fyrir íslenskan körfubolta, íslenska íþróttahreyfingu og Ísland yfir höfuð. Að vera komin á þetta svið er svo frábært og stórt og ég held að það sé ekki til nógu sterkt lýsingarorð," segir Hannes.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Jón Arnór: Ætlum að spila með öllu okkar hjarta Jón Arnór Stefánsson og félagar í íslenska landsliðinu í körfubolta spila sögulegan leik í Berlín í dag eða fyrsta leik íslenska körfuboltalandsliðsins í úrslitakeppni EM. Eurbasket hefst í dag með leik Þýskalands og Íslands. 5. september 2015 11:30 Hlynur: Þeir labba ekki á vatni frekar en við hinir Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðið mun leiða sitt lið inn í sögulegan leik á morgun þegar Ísland mætir Þýskalandi í fyrsta leik liðsins á Eurobasket. 5. september 2015 10:00 Myndasyrpa af æfingu íslenska landsliðsins í Berlín í dag Sjáðu myndir frá síðustu æfingu íslenska landsliðsins í körfuknattleik fyrir fyrsta leik liðsins á Eurobasket gegn heimamönnum í Þýskalandi á morgun. 4. september 2015 21:45 Dirk er mikill eðalnáungi og góður gaur Jón Arnór Stefánsson mætir gömlum liðsfélaga á morgun sem var á sínum tíma valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar. Hann segir alltaf jafn gaman að rekast á Þjóðverjan geðþekka. 5. september 2015 07:00 Pavel: Íslendingar eru alltaf háværastir hvert sem þeir fara Pavel Ermolinskij býst við miklu af íslensku áhorfendunum sem ætla að fjölmenna í Mercedes Benz höllina í Berlín í dag og fylgjast með leik Íslands og Þýskalandi á Evrópumótinu í körfubolta. 5. september 2015 09:00 Einstakur afmælisdagur fyrir Loga Logi Gunnarsson hefur spilað í íslenska landsliðinu í meira en fimmtán ár og bæði leikið yfir 100 landsleiki og skorað yfir þúsund stig fyrir Ísland. Á morgun upplifir hann sögulega stund þegar íslenska körfuboltalandsliðið spilar sinn fyrsta leik á Eurobasket og það á 34 ára afmælisdaginn sinn. 5. september 2015 06:00 Mest lesið Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Sjá meira
Jón Arnór: Ætlum að spila með öllu okkar hjarta Jón Arnór Stefánsson og félagar í íslenska landsliðinu í körfubolta spila sögulegan leik í Berlín í dag eða fyrsta leik íslenska körfuboltalandsliðsins í úrslitakeppni EM. Eurbasket hefst í dag með leik Þýskalands og Íslands. 5. september 2015 11:30
Hlynur: Þeir labba ekki á vatni frekar en við hinir Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðið mun leiða sitt lið inn í sögulegan leik á morgun þegar Ísland mætir Þýskalandi í fyrsta leik liðsins á Eurobasket. 5. september 2015 10:00
Myndasyrpa af æfingu íslenska landsliðsins í Berlín í dag Sjáðu myndir frá síðustu æfingu íslenska landsliðsins í körfuknattleik fyrir fyrsta leik liðsins á Eurobasket gegn heimamönnum í Þýskalandi á morgun. 4. september 2015 21:45
Dirk er mikill eðalnáungi og góður gaur Jón Arnór Stefánsson mætir gömlum liðsfélaga á morgun sem var á sínum tíma valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar. Hann segir alltaf jafn gaman að rekast á Þjóðverjan geðþekka. 5. september 2015 07:00
Pavel: Íslendingar eru alltaf háværastir hvert sem þeir fara Pavel Ermolinskij býst við miklu af íslensku áhorfendunum sem ætla að fjölmenna í Mercedes Benz höllina í Berlín í dag og fylgjast með leik Íslands og Þýskalandi á Evrópumótinu í körfubolta. 5. september 2015 09:00
Einstakur afmælisdagur fyrir Loga Logi Gunnarsson hefur spilað í íslenska landsliðinu í meira en fimmtán ár og bæði leikið yfir 100 landsleiki og skorað yfir þúsund stig fyrir Ísland. Á morgun upplifir hann sögulega stund þegar íslenska körfuboltalandsliðið spilar sinn fyrsta leik á Eurobasket og það á 34 ára afmælisdaginn sinn. 5. september 2015 06:00