Jón Arnór: Ætlum að spila með öllu okkar hjarta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2015 11:30 Jón Arnór Stefánsson á æfingu í gær. Vísir/Valli Jón Arnór Stefánsson og félagar í íslenska landsliðinu í körfubolta spila sögulegan leik í Berlín í dag eða fyrsta leik íslenska körfuboltalandsliðsins í úrslitakeppni EM. Eurbasket hefst í dag með leik Þýskalands og Íslands. „Við þurfum að eiga mjög leik og koma þeim svolítið á óvart. Það gæti orðið þannig að ef við erum að standa í þeim og spila vel þá gætum við kannski komið einhverri pressu yfir á þá. Þeir eru að spila á heimavelli og allt það,“ segir Jón Arnór en hann gerir sér vel grein fyrir því að íslenska liðið er að fara spila við mjög sterka mótherja. „Auðvitað þurfum við stórkostlegan leik í bæði vörn og sókn til að eiga möguleika. Það er samt möguleiki og við höfum fulla trú á því. Við höfum trú á okkur sjálfum og því sem við erum að gera. Trúin verður að vera til staðar og að við sjáum það fyrir okkur að þetta geti gerst. Við erum með taktíkst plan sem við höldum að geti virkað. Ef við framkvæmum það rétt þá eigum við möguleika á því að vinna þennan leik. Ég trúi því og strákarnir líka,“ segir Jón Arnór. Það mun vera erfitt fyrir strákana að stilla spennustigið og Jón Arnór er engin undantekning frá því þrátt fyrir mikla reynslu. „Það verður örugglega vandræði að sofna í kvöld (í gærkvöldi). Við æfðum í stóra salnum í gærkvöldi og þá fékk maður þvílíka tilfinningu í skrokkinn. Það verður eitthvað svipað upp á tengingum á síðustu æfingunni en svo bara verður við að reyna einhvern veginn að stjórna því ef að það er hægt að stjórna þessu spennustigi eitthvað,“ sagði Jón Arnór í gær. „Við þurfum að vera léttir og kátir líka og hafa gaman af þessu. Við megum ekki gleyma okkur í einhverju brjáluðu stressi. Okkar leikstíll er þannig að við þurfum að hafa gaman að því sem við erum að gera og spila með öllu okkar hjarta og leggja allt í sölurnar,“ sagði Jón Arnór. Leikur Íslands og Þýskalands hefst klukkan 13.00 að íslenskum tíma og hægt verður að fylgjast með gangi mála inn á Vísi. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Jón Arnór: Það er mikið af andlitum hérna sem ég þekki Jón Arnór Stefánsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu spila sinn fyrsta leik á Eurobasket á morgun þegar íslenska liðið mætir heimamönnum í Þýskalandi. 4. september 2015 16:00 Hörður: Allt mér að þakka að Haukur er hér í dag Fréttamaður Vísis í Berlín hitti á landsliðsmennina Hauk Helga og Hörð Axel fyrir leik liðsins gegn Þýskalandi á morgun. Strákarnir voru léttir í lund og rifjuðu meðal annars upp þegar Hörður var þjálfari Hauks í Fjölni. 4. september 2015 22:15 Hlynur: Þeir labba ekki á vatni frekar en við hinir Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðið mun leiða sitt lið inn í sögulegan leik á morgun þegar Ísland mætir Þýskalandi í fyrsta leik liðsins á Eurobasket. 5. september 2015 10:00 Pavel: Við unnum ekkert lottó til að vera hérna Pavel Ermolinskij, leikstjórnandi íslenska körfuboltalandsliðsins, er klár í slaginn á Evrópumótinu og segir að íslenska liðið eigi fyllilega skilið að keppa við þá bestu í ár. 4. september 2015 17:00 Ljóðskáldið Axel Kárason Ísland hefur leik á EM í körfubolta á morgun þegar liðið mætir Þýskalandi í Mercedes Benz-höllinni í Berlín. 4. september 2015 09:41 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shaktar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fleiri fréttir „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson og félagar í íslenska landsliðinu í körfubolta spila sögulegan leik í Berlín í dag eða fyrsta leik íslenska körfuboltalandsliðsins í úrslitakeppni EM. Eurbasket hefst í dag með leik Þýskalands og Íslands. „Við þurfum að eiga mjög leik og koma þeim svolítið á óvart. Það gæti orðið þannig að ef við erum að standa í þeim og spila vel þá gætum við kannski komið einhverri pressu yfir á þá. Þeir eru að spila á heimavelli og allt það,“ segir Jón Arnór en hann gerir sér vel grein fyrir því að íslenska liðið er að fara spila við mjög sterka mótherja. „Auðvitað þurfum við stórkostlegan leik í bæði vörn og sókn til að eiga möguleika. Það er samt möguleiki og við höfum fulla trú á því. Við höfum trú á okkur sjálfum og því sem við erum að gera. Trúin verður að vera til staðar og að við sjáum það fyrir okkur að þetta geti gerst. Við erum með taktíkst plan sem við höldum að geti virkað. Ef við framkvæmum það rétt þá eigum við möguleika á því að vinna þennan leik. Ég trúi því og strákarnir líka,“ segir Jón Arnór. Það mun vera erfitt fyrir strákana að stilla spennustigið og Jón Arnór er engin undantekning frá því þrátt fyrir mikla reynslu. „Það verður örugglega vandræði að sofna í kvöld (í gærkvöldi). Við æfðum í stóra salnum í gærkvöldi og þá fékk maður þvílíka tilfinningu í skrokkinn. Það verður eitthvað svipað upp á tengingum á síðustu æfingunni en svo bara verður við að reyna einhvern veginn að stjórna því ef að það er hægt að stjórna þessu spennustigi eitthvað,“ sagði Jón Arnór í gær. „Við þurfum að vera léttir og kátir líka og hafa gaman af þessu. Við megum ekki gleyma okkur í einhverju brjáluðu stressi. Okkar leikstíll er þannig að við þurfum að hafa gaman að því sem við erum að gera og spila með öllu okkar hjarta og leggja allt í sölurnar,“ sagði Jón Arnór. Leikur Íslands og Þýskalands hefst klukkan 13.00 að íslenskum tíma og hægt verður að fylgjast með gangi mála inn á Vísi.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Jón Arnór: Það er mikið af andlitum hérna sem ég þekki Jón Arnór Stefánsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu spila sinn fyrsta leik á Eurobasket á morgun þegar íslenska liðið mætir heimamönnum í Þýskalandi. 4. september 2015 16:00 Hörður: Allt mér að þakka að Haukur er hér í dag Fréttamaður Vísis í Berlín hitti á landsliðsmennina Hauk Helga og Hörð Axel fyrir leik liðsins gegn Þýskalandi á morgun. Strákarnir voru léttir í lund og rifjuðu meðal annars upp þegar Hörður var þjálfari Hauks í Fjölni. 4. september 2015 22:15 Hlynur: Þeir labba ekki á vatni frekar en við hinir Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðið mun leiða sitt lið inn í sögulegan leik á morgun þegar Ísland mætir Þýskalandi í fyrsta leik liðsins á Eurobasket. 5. september 2015 10:00 Pavel: Við unnum ekkert lottó til að vera hérna Pavel Ermolinskij, leikstjórnandi íslenska körfuboltalandsliðsins, er klár í slaginn á Evrópumótinu og segir að íslenska liðið eigi fyllilega skilið að keppa við þá bestu í ár. 4. september 2015 17:00 Ljóðskáldið Axel Kárason Ísland hefur leik á EM í körfubolta á morgun þegar liðið mætir Þýskalandi í Mercedes Benz-höllinni í Berlín. 4. september 2015 09:41 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shaktar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fleiri fréttir „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Sjá meira
Jón Arnór: Það er mikið af andlitum hérna sem ég þekki Jón Arnór Stefánsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu spila sinn fyrsta leik á Eurobasket á morgun þegar íslenska liðið mætir heimamönnum í Þýskalandi. 4. september 2015 16:00
Hörður: Allt mér að þakka að Haukur er hér í dag Fréttamaður Vísis í Berlín hitti á landsliðsmennina Hauk Helga og Hörð Axel fyrir leik liðsins gegn Þýskalandi á morgun. Strákarnir voru léttir í lund og rifjuðu meðal annars upp þegar Hörður var þjálfari Hauks í Fjölni. 4. september 2015 22:15
Hlynur: Þeir labba ekki á vatni frekar en við hinir Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðið mun leiða sitt lið inn í sögulegan leik á morgun þegar Ísland mætir Þýskalandi í fyrsta leik liðsins á Eurobasket. 5. september 2015 10:00
Pavel: Við unnum ekkert lottó til að vera hérna Pavel Ermolinskij, leikstjórnandi íslenska körfuboltalandsliðsins, er klár í slaginn á Evrópumótinu og segir að íslenska liðið eigi fyllilega skilið að keppa við þá bestu í ár. 4. september 2015 17:00
Ljóðskáldið Axel Kárason Ísland hefur leik á EM í körfubolta á morgun þegar liðið mætir Þýskalandi í Mercedes Benz-höllinni í Berlín. 4. september 2015 09:41