H&M gerir línu úr endurunnum fötum Ritstjórn skrifar 4. september 2015 14:30 Sænski fatarisinn hefur síðan 2013 hvatt viðskiptavini sína til þess að safna saman gömlum fötum, í hvaða ástandi sem er, koma með þau í næstu verslun þar sem þeim er safnað saman og í staðinn fá 15% afslátt af næstu kaupum í búðinni. Fötin eru síðan endurunnin, en þeir segja að um 95% af öllum fatnaði sé hægt að nota aftur á einhvern hátt. Að endurvinna einn bol sparar 2.100 lítra af vatni í framleiðslu. Þeir hafa nú tekið verkefnið, sem þeir kalla Close The Loop, enn lengra og þann 3. september kom í búðir línan Denim Re-Born. Í henni má finna gallafatnað sem er 20% unninn úr fatnaði sem viðskiptavinir gáfu í söfnunina. Stefnan er svo að geta gert fatnað sem er 100% endurunninn. Línuna er hægt að skoða í heild sinni hér, og ættu þeir sem staddir eru í H&M landi ekki að láta þessa línu framhjá sér fara.Flottur samfestingur úr línunniFlottur gallajakki fyrir haustiðHefðum ekkert á móti því að eignast þessar smekkbuxur.Klassiskar gallabuxur sem ganga við alltFylgstu með Glamour á Instagram og á Facebook. Glamour Tíska Mest lesið Justin Bieber gerir allt vitlaust með loðkápunni sinni Glamour Flottar yfirhafnir fyrir næsta vetur hjá Burberry Glamour Íris Björk og Chris Pine saman á rauða dreglinum Glamour Katy Perry nýtt andlit Moschino Glamour Svona gera stjörnurnar sig til fyrir Met Gala Glamour Ljómandi nýársförðun Glamour Petra Collins leikstýrir sólgleraugna auglýsingu Gucci Glamour Gerir sjónvarpsþætti um #metoo byltinguna Glamour Natalie Portman sem Jacqueline Kennedy Glamour Tilnefningar til Bresku Tískuverðlaunanna birtar Glamour
Sænski fatarisinn hefur síðan 2013 hvatt viðskiptavini sína til þess að safna saman gömlum fötum, í hvaða ástandi sem er, koma með þau í næstu verslun þar sem þeim er safnað saman og í staðinn fá 15% afslátt af næstu kaupum í búðinni. Fötin eru síðan endurunnin, en þeir segja að um 95% af öllum fatnaði sé hægt að nota aftur á einhvern hátt. Að endurvinna einn bol sparar 2.100 lítra af vatni í framleiðslu. Þeir hafa nú tekið verkefnið, sem þeir kalla Close The Loop, enn lengra og þann 3. september kom í búðir línan Denim Re-Born. Í henni má finna gallafatnað sem er 20% unninn úr fatnaði sem viðskiptavinir gáfu í söfnunina. Stefnan er svo að geta gert fatnað sem er 100% endurunninn. Línuna er hægt að skoða í heild sinni hér, og ættu þeir sem staddir eru í H&M landi ekki að láta þessa línu framhjá sér fara.Flottur samfestingur úr línunniFlottur gallajakki fyrir haustiðHefðum ekkert á móti því að eignast þessar smekkbuxur.Klassiskar gallabuxur sem ganga við alltFylgstu með Glamour á Instagram og á Facebook.
Glamour Tíska Mest lesið Justin Bieber gerir allt vitlaust með loðkápunni sinni Glamour Flottar yfirhafnir fyrir næsta vetur hjá Burberry Glamour Íris Björk og Chris Pine saman á rauða dreglinum Glamour Katy Perry nýtt andlit Moschino Glamour Svona gera stjörnurnar sig til fyrir Met Gala Glamour Ljómandi nýársförðun Glamour Petra Collins leikstýrir sólgleraugna auglýsingu Gucci Glamour Gerir sjónvarpsþætti um #metoo byltinguna Glamour Natalie Portman sem Jacqueline Kennedy Glamour Tilnefningar til Bresku Tískuverðlaunanna birtar Glamour