Gunnar : Öruggur sigur gæti komið mér í umræðu um titilbardaga Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. september 2015 13:15 Gunnar á leið í búrið í júlí. vísir/getty „Þetta er geðveikur bardagi fyrir mig og þetta er líka bardagi sem allir vilja sjá," segir Gunnar Nelson spenntur fyrir komandi bardaga gegn Demian Maia. Þeir munu mætast í UFC 194 í Las Vegas þann 12. desember næstkomandi. Risakvöld þar sem aðalbardaginn er á milli Conor McGregor og Jose Aldo. Þetta verður annar bardagi Gunnars í Bandaríkjunum en hann hengdi Brandon Thatch í í MGM Grand Garden Arena í júlí síðastliðnum. Maia er fimmfaldur heimsmeistari í jiu jitsu og gríðarlega reyndur kappi. Þarna er loksins kominn maður sem getur barist við Gunnar í gólfinu.Gunnar er hér að klára Thatch í júlí.vísir/gettyLeiðinlegt ef við hefðum aldrei keppt „Ég er mjög spenntur fyrir þessum bardaga. Öruggur sigur gegn honum gæti þess vegna hent mér upp í umræðuna um titilbardaga. Hann er búinn að keppa á móti flestum af bestu gaurunum og þeir hafa allir verið i bölvuðu basli með hann," segir Gunnar en það hefur engum tekist að klára Maia í veltivigtinni. Annað hvort vinnur Maia eða bardagarnir fara alla leið. „Það hefði verið leiðinlegt ef við hefðum aldrei náð að keppa áður en hann hættir. Ég held að allir séu sammála um það. Það var eiginlega ekki í boði. Þetta var bardagi sem „meikar sens" sem minn næsti bardagi. Fólk á að fá sjá þennan bardaga og ég er mjög spenntur fyrir að fá þennan bardaga."Sjá einnig: Gunnar fær risabardaga í Las Vegas Það verður mjög áhugavert að sjá hvernig þessi bardagi mun þróast að þarna mætast tveir sterkir glímumenn. Hvernig sér Gunnar bardagann þróast? „Þetta er alltaf MMA-bardagi. Ég mun alltaf reyna að mýkja hann með höggum. Taktíkin mín verður örugglega ekki frábrugðin því sem hefur verið," segir Gunnar en hann verður í þeirri aðstöðu í fyrsta sinn á ferlinum að andstæðingurinn vilji ná honum niður í gólfið.Gunni og Conor verða aftur saman í Las Vegas.vísir/gettyHann vill ekki standa á móti mér „Hann mun pottþétt reyna að koma mér í gólfið. Það er alveg borðleggjandi að hann mun ekki vilja standa með mér. Svo kemur maður inn í bardagann og tekur þetta á tilfinningunni eins og áður. Thatch hélt að ég myndi alls ekki standa á móti honum en svo étur hann tvö högg sem setur hann beinustu leið á rassgatið. Ég tek þetta því eftir eyranu er ég mæti." Maia verður orðinn 38 ára gamall þegar bardaginn fer fram. Hann er miklu reynslumeiri en Gunnar sem hefur samt trú á sér í gólfinu gegn honum. „Hann er með mikið sjálfstraust í gólfinu rétt eins og ég. Það gerir þetta skemmtilegra og áhugaverðara. Ég hef mikla trú á sjálfum mér í gólfinu. Einhvers staðar inn í mér hef ég þá sýn að ég klári hann í gólfinu. Ég held að það yrði helvíti öflug yfirlýsing af minni hálfu enda hefur enginn gert það áður." Gunnar mun væntanlega hefja formlega æfingabúðir í Dublin fljótlega en svo er stefnan að vera kominn til Las Vegas fjórum vikum fyrir bardagann. „Þetta verða hörkuæfingabúðir og ég bíð spenntur eftir því að byrja að tuskast á fullu fyrir þennan bardaga." MMA Tengdar fréttir Gunnar fær risabardaga í Las Vegas Gunnar Nelson mun mæta einum besta veltivigtarmanni heims á risakvöldi UFC í Las Vegas í desember. Kvöldinu þar sem Conor McGregor mun loksins berjast við Jose Aldo. 4. september 2015 13:00 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Sjá meira
„Þetta er geðveikur bardagi fyrir mig og þetta er líka bardagi sem allir vilja sjá," segir Gunnar Nelson spenntur fyrir komandi bardaga gegn Demian Maia. Þeir munu mætast í UFC 194 í Las Vegas þann 12. desember næstkomandi. Risakvöld þar sem aðalbardaginn er á milli Conor McGregor og Jose Aldo. Þetta verður annar bardagi Gunnars í Bandaríkjunum en hann hengdi Brandon Thatch í í MGM Grand Garden Arena í júlí síðastliðnum. Maia er fimmfaldur heimsmeistari í jiu jitsu og gríðarlega reyndur kappi. Þarna er loksins kominn maður sem getur barist við Gunnar í gólfinu.Gunnar er hér að klára Thatch í júlí.vísir/gettyLeiðinlegt ef við hefðum aldrei keppt „Ég er mjög spenntur fyrir þessum bardaga. Öruggur sigur gegn honum gæti þess vegna hent mér upp í umræðuna um titilbardaga. Hann er búinn að keppa á móti flestum af bestu gaurunum og þeir hafa allir verið i bölvuðu basli með hann," segir Gunnar en það hefur engum tekist að klára Maia í veltivigtinni. Annað hvort vinnur Maia eða bardagarnir fara alla leið. „Það hefði verið leiðinlegt ef við hefðum aldrei náð að keppa áður en hann hættir. Ég held að allir séu sammála um það. Það var eiginlega ekki í boði. Þetta var bardagi sem „meikar sens" sem minn næsti bardagi. Fólk á að fá sjá þennan bardaga og ég er mjög spenntur fyrir að fá þennan bardaga."Sjá einnig: Gunnar fær risabardaga í Las Vegas Það verður mjög áhugavert að sjá hvernig þessi bardagi mun þróast að þarna mætast tveir sterkir glímumenn. Hvernig sér Gunnar bardagann þróast? „Þetta er alltaf MMA-bardagi. Ég mun alltaf reyna að mýkja hann með höggum. Taktíkin mín verður örugglega ekki frábrugðin því sem hefur verið," segir Gunnar en hann verður í þeirri aðstöðu í fyrsta sinn á ferlinum að andstæðingurinn vilji ná honum niður í gólfið.Gunni og Conor verða aftur saman í Las Vegas.vísir/gettyHann vill ekki standa á móti mér „Hann mun pottþétt reyna að koma mér í gólfið. Það er alveg borðleggjandi að hann mun ekki vilja standa með mér. Svo kemur maður inn í bardagann og tekur þetta á tilfinningunni eins og áður. Thatch hélt að ég myndi alls ekki standa á móti honum en svo étur hann tvö högg sem setur hann beinustu leið á rassgatið. Ég tek þetta því eftir eyranu er ég mæti." Maia verður orðinn 38 ára gamall þegar bardaginn fer fram. Hann er miklu reynslumeiri en Gunnar sem hefur samt trú á sér í gólfinu gegn honum. „Hann er með mikið sjálfstraust í gólfinu rétt eins og ég. Það gerir þetta skemmtilegra og áhugaverðara. Ég hef mikla trú á sjálfum mér í gólfinu. Einhvers staðar inn í mér hef ég þá sýn að ég klári hann í gólfinu. Ég held að það yrði helvíti öflug yfirlýsing af minni hálfu enda hefur enginn gert það áður." Gunnar mun væntanlega hefja formlega æfingabúðir í Dublin fljótlega en svo er stefnan að vera kominn til Las Vegas fjórum vikum fyrir bardagann. „Þetta verða hörkuæfingabúðir og ég bíð spenntur eftir því að byrja að tuskast á fullu fyrir þennan bardaga."
MMA Tengdar fréttir Gunnar fær risabardaga í Las Vegas Gunnar Nelson mun mæta einum besta veltivigtarmanni heims á risakvöldi UFC í Las Vegas í desember. Kvöldinu þar sem Conor McGregor mun loksins berjast við Jose Aldo. 4. september 2015 13:00 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Sjá meira
Gunnar fær risabardaga í Las Vegas Gunnar Nelson mun mæta einum besta veltivigtarmanni heims á risakvöldi UFC í Las Vegas í desember. Kvöldinu þar sem Conor McGregor mun loksins berjast við Jose Aldo. 4. september 2015 13:00