Gunnar fær risabardaga í Las Vegas Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. september 2015 13:00 Gunnar í búrinu í MGM Grand Garden Arena. Hann verður þar aftur í desember. vísir/getty Gunnar Nelson mun mæta einum besta veltivigtarmanni heims á risakvöldi UFC í Las Vegas í desember. Kvöldinu þar sem Conor McGregor mun loksins berjast við Jose Aldo. Andstæðingur Gunnars að þessu sinni er hinn magnaði Brasilíumaður, Damian Maia. Sá er að verða 38 ára í næsta mánuði en þrátt fyrir aldurinn er hann enn einn sá besti. Þetta verður annar bardagi Gunnars í Bandaríkjunum en hann hengdi Brandon Thatch eftirminnilega í júlí. Maia er gríðarlega reynslumikill. Búinn að keppa 27 sinnum í UFC og hefur unnið 21 bardaga og aðeins tapað sex sinnum. Þessi sex töp eru ekki gegn neinum smá mönnum heldur gegn Rory McDonald, Jake Shields, Chris Weidman, Mark Munoz, Anderson Silva og Nate Marquardt.Maia á leið í hringinn í sínum síðasta bardaga.vísir/gettyLoksins bardagi gegn manni á topp tíu Hann er í sjötta sæti á styrkleikalista UFC en Gunnar er í ellefta sæti. Þetta verður fyrsti bardagi Gunnars við mann á topp tíu listanum en Gunnar hefur lengi kallað eftir því að fá að keppa við þá allra bestu. UFC hefur nú svarað kalli okkar manns. Það sem gerir þessa viðureign enn meira spennandi en ella er að þarna mætir Gunnar manni sem er stórkostlegur í gólfinu en þar hefur Gunnar alltaf haft mikla yfirburði.SSjá einnig: Gunnar: Öruggur sigur gæti komið mér í umræðu um titilbardaga „Hann er af mörgum talinn vera besti gólfglímumaðurinn í UFC. Hann er margfaldur heims- og heimsbikarmeistari í jiu jitsu. Hann er Suður-Ameríkumeistari og Brasilíumeistari. Hann er búinn að vinna þetta allt saman. Gunni hefur alltaf sagt að það yrði synd ef hann myndi aldrei keppa við Maia af því hann er svo svakalega góður í gólfinu. Gunna langar alveg rosalega að keppa við hann," segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars. „Hann er goðsögn í jiu jitsu heiminum og gríðarlega reyndur. Hann var áður í millivigtinni og keppti þá við Anderson Silva um titilinn þar. Þar tapaði hann á dómaraúrskurði eftir fimm lotur. Silva er sigursælasti bardagamaðurinn í millivigtinni í sögu UFC. Hann varði titilinn tíu sinnum."Maia á vigtinni.vísir/gettyMaia hefur aldrei verið stöðvaður Eftir að hafa gert góða hluti í millivigtinni ákvað Maia að fara niður í veltivigtina þar sem hann hefur haldið áfram að láta að sér kveða. Hann er búinn að vinna þrjá bardaga í röð gegn sterkum andstæðingum en tapaði þar á undan tveim í röð. Þar á meðal gegn Kanadamanninum Rory McDonald sem lenti í ótrúlegum bardaga gegn Robbie Lawler um titilinn í Las Vegas í sumar. „Maia hefur aldrei verið hengdur í bardaga og aldrei stöðvaður í veltivigtinni. Maia tók meðal annars Rick Story í fyrstu lotu," segir Haraldur en eins og Íslendingar ættu að muna kom eina tap Gunnars á ferlinum í bardaga gegn Story í Stokkhólmi. Frumraun Gunnars í Bandaríkjunum í sumar var á stærsta kvöldi í sögu UFC. Þetta kvöld í desember verður stærra enda mun Conor McGregor þá loksins keppa við Jose Aldo. Einnig munu Chris Weidman og Luke Rockhold keppa um titilinn í millivigtinni. „Þeir segja að þetta kvöld verði stærra og margt sem bendir til þess. Það má í það minnsta lofa rosalegu kvöldi þarna í MGM Grand." Kvöldið verður að sjálfsögu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Það má fara að telja niður í þessa veislu. MMA Tengdar fréttir Conor og Dana gáfu Gunnari Harley Davidson í afmælisgjöf Gunnar Nelson, UFC-bardagakappi, átti afmæli þann 28. júlí, en fékk í dag Harley Davidson mótorhjól frá nokkrum vel þekktum einstaklingum innan UFC-heimsins í gjöf. 15. ágúst 2015 12:34 Gunnar Nelson farinn aftur til Las Vegas: Aðstoðar McGregor í The Ultimate Fighter Gunnar Nelson er á leið til Las Vegas þar sem hann mun aðstoða Conor McGregor við þjálfun á nýjustu seríu The Ultimate Fighter. Þetta kemur fram í frétt á vef MMA á Íslandi. 10. ágúst 2015 15:30 Sjáðu Gunnar Nelson hengja Thatch Gunnar Nelson stimplaði sig inn í Bandaríkjunum með látum þegar hann pakkaði Brandon Thatch saman á UFC189. 12. júlí 2015 03:40 Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Afturelding | Besta deildin hefst Íslenski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Körfubolti „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Leik lokið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum Melsungen enn með í titilbaráttunni SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Í beinni: Breiðablik - Afturelding | Besta deildin hefst Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Í beinni: Milan - Fiorentina | Geta blandað sér í Meistaradeildarbaráttu Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Verstappen á ráspólnum í Japan Sjá meira
Gunnar Nelson mun mæta einum besta veltivigtarmanni heims á risakvöldi UFC í Las Vegas í desember. Kvöldinu þar sem Conor McGregor mun loksins berjast við Jose Aldo. Andstæðingur Gunnars að þessu sinni er hinn magnaði Brasilíumaður, Damian Maia. Sá er að verða 38 ára í næsta mánuði en þrátt fyrir aldurinn er hann enn einn sá besti. Þetta verður annar bardagi Gunnars í Bandaríkjunum en hann hengdi Brandon Thatch eftirminnilega í júlí. Maia er gríðarlega reynslumikill. Búinn að keppa 27 sinnum í UFC og hefur unnið 21 bardaga og aðeins tapað sex sinnum. Þessi sex töp eru ekki gegn neinum smá mönnum heldur gegn Rory McDonald, Jake Shields, Chris Weidman, Mark Munoz, Anderson Silva og Nate Marquardt.Maia á leið í hringinn í sínum síðasta bardaga.vísir/gettyLoksins bardagi gegn manni á topp tíu Hann er í sjötta sæti á styrkleikalista UFC en Gunnar er í ellefta sæti. Þetta verður fyrsti bardagi Gunnars við mann á topp tíu listanum en Gunnar hefur lengi kallað eftir því að fá að keppa við þá allra bestu. UFC hefur nú svarað kalli okkar manns. Það sem gerir þessa viðureign enn meira spennandi en ella er að þarna mætir Gunnar manni sem er stórkostlegur í gólfinu en þar hefur Gunnar alltaf haft mikla yfirburði.SSjá einnig: Gunnar: Öruggur sigur gæti komið mér í umræðu um titilbardaga „Hann er af mörgum talinn vera besti gólfglímumaðurinn í UFC. Hann er margfaldur heims- og heimsbikarmeistari í jiu jitsu. Hann er Suður-Ameríkumeistari og Brasilíumeistari. Hann er búinn að vinna þetta allt saman. Gunni hefur alltaf sagt að það yrði synd ef hann myndi aldrei keppa við Maia af því hann er svo svakalega góður í gólfinu. Gunna langar alveg rosalega að keppa við hann," segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars. „Hann er goðsögn í jiu jitsu heiminum og gríðarlega reyndur. Hann var áður í millivigtinni og keppti þá við Anderson Silva um titilinn þar. Þar tapaði hann á dómaraúrskurði eftir fimm lotur. Silva er sigursælasti bardagamaðurinn í millivigtinni í sögu UFC. Hann varði titilinn tíu sinnum."Maia á vigtinni.vísir/gettyMaia hefur aldrei verið stöðvaður Eftir að hafa gert góða hluti í millivigtinni ákvað Maia að fara niður í veltivigtina þar sem hann hefur haldið áfram að láta að sér kveða. Hann er búinn að vinna þrjá bardaga í röð gegn sterkum andstæðingum en tapaði þar á undan tveim í röð. Þar á meðal gegn Kanadamanninum Rory McDonald sem lenti í ótrúlegum bardaga gegn Robbie Lawler um titilinn í Las Vegas í sumar. „Maia hefur aldrei verið hengdur í bardaga og aldrei stöðvaður í veltivigtinni. Maia tók meðal annars Rick Story í fyrstu lotu," segir Haraldur en eins og Íslendingar ættu að muna kom eina tap Gunnars á ferlinum í bardaga gegn Story í Stokkhólmi. Frumraun Gunnars í Bandaríkjunum í sumar var á stærsta kvöldi í sögu UFC. Þetta kvöld í desember verður stærra enda mun Conor McGregor þá loksins keppa við Jose Aldo. Einnig munu Chris Weidman og Luke Rockhold keppa um titilinn í millivigtinni. „Þeir segja að þetta kvöld verði stærra og margt sem bendir til þess. Það má í það minnsta lofa rosalegu kvöldi þarna í MGM Grand." Kvöldið verður að sjálfsögu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Það má fara að telja niður í þessa veislu.
MMA Tengdar fréttir Conor og Dana gáfu Gunnari Harley Davidson í afmælisgjöf Gunnar Nelson, UFC-bardagakappi, átti afmæli þann 28. júlí, en fékk í dag Harley Davidson mótorhjól frá nokkrum vel þekktum einstaklingum innan UFC-heimsins í gjöf. 15. ágúst 2015 12:34 Gunnar Nelson farinn aftur til Las Vegas: Aðstoðar McGregor í The Ultimate Fighter Gunnar Nelson er á leið til Las Vegas þar sem hann mun aðstoða Conor McGregor við þjálfun á nýjustu seríu The Ultimate Fighter. Þetta kemur fram í frétt á vef MMA á Íslandi. 10. ágúst 2015 15:30 Sjáðu Gunnar Nelson hengja Thatch Gunnar Nelson stimplaði sig inn í Bandaríkjunum með látum þegar hann pakkaði Brandon Thatch saman á UFC189. 12. júlí 2015 03:40 Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Afturelding | Besta deildin hefst Íslenski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Körfubolti „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Leik lokið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum Melsungen enn með í titilbaráttunni SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Í beinni: Breiðablik - Afturelding | Besta deildin hefst Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Í beinni: Milan - Fiorentina | Geta blandað sér í Meistaradeildarbaráttu Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Verstappen á ráspólnum í Japan Sjá meira
Conor og Dana gáfu Gunnari Harley Davidson í afmælisgjöf Gunnar Nelson, UFC-bardagakappi, átti afmæli þann 28. júlí, en fékk í dag Harley Davidson mótorhjól frá nokkrum vel þekktum einstaklingum innan UFC-heimsins í gjöf. 15. ágúst 2015 12:34
Gunnar Nelson farinn aftur til Las Vegas: Aðstoðar McGregor í The Ultimate Fighter Gunnar Nelson er á leið til Las Vegas þar sem hann mun aðstoða Conor McGregor við þjálfun á nýjustu seríu The Ultimate Fighter. Þetta kemur fram í frétt á vef MMA á Íslandi. 10. ágúst 2015 15:30
Sjáðu Gunnar Nelson hengja Thatch Gunnar Nelson stimplaði sig inn í Bandaríkjunum með látum þegar hann pakkaði Brandon Thatch saman á UFC189. 12. júlí 2015 03:40