Nýsjálendingar og Bretar fylgja í fótspor Íslendinga Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. september 2015 13:58 Sýrlenskir flóttamenn í Makedóníu. vísir/getty Fólk í Nýja-Sjálandi og Bretlandi hefur fylgt fordæmi Íslendinga og kallað eftir því að ráðamenn í löndum sínum taki við fleira flóttafólki. Áskorun til stjórnvalda, undir yfirskriftinni Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar, hófst á sunnudagskvöld. Tugir þúsunda hafa skrifað undir áskoranir þess efnis. Í Bretlandi hófst undirskriftarsöfnun í gær og hafa 40.000 skrifað undir hana nú þegar. Söfnunin fór af stað skömmu eftir að mynd af þriggja ára drukknuðum sýrlenskum dreng var birt á forsíðu dagblaðsins Independent. „Bretar hafa ekki boðið nægilega mörgum hæli miðað við stærð og stöðu þjóðar sinnar samanborið við önnur Evrópulönd,“ segir í yfirlýsingu tengdri undirskrifasöfnuninni. „Við getum ekki látið það gerast að flóttamenn, sem hafa hætt lífi sínu til að komast burt af stríðssvæðum og ofbeldi, séu látnir eiga sig í ömurlegum og ómannúðlegum aðstæðum víða um álfuna.“ Ljóst er að ríkisstjórnin mun þurfa að svara þeim sem standa að undirskriftasöfnuninni en ef 10.000 undirskriftir nást er það skilyrði. Safnist yfir 100.000 undirskriftir verður málið tekið til umræðu í þinginu. Innflytjendamál hafa löngum verið meðal eldfimari mála í breskri pólitík og ekki ljóst hvað ríkisstjórn David Cameron mun aðhafast. Íbúi í Nýja-Sjálandi hefur stofnað Facebook viðburð sem er áþekkur þeim sem settur var upp á Íslandi. Sá ber nafnið Dear Rt Hon John Key, Syria is Calling. Einnig hefur verið stofnaður hópur sem kallast Open homes – Open borders – We will host a refugee en rúmlega þúsund manns hafa lýst því yfir að þeir vilji taka við flóttafólki. Varla þarf að taka fram að Nýja-Sjáland er skrambi langt frá Sýrlandi og ljóst að flóttamannavandi í landinu er afar lítill. Flóttamenn Tengdar fréttir Vilja búa með sýrlensku flóttafólki sem á börn Fimm manna fjölskylda í kjallaraíbúð á Langholtsvegi vill opna heimili sitt fyrir sýrlenskum flóttamönnum og aðstoða þá meðan þeir koma undir sig fótunum. 2. september 2015 20:45 Nafntogaðir Íslendingar bjóða fram margvíslega aðstoð: Ellefu uppbúin rúm í Bolungarvík, plötuspilarar og fullir ruslapokar af vel förnum kvenmannsfatnaði Fólk úr öllum stigum íslensks samfélags segjast vera reiðubúið til að rétta þeim flóttamönnum sem hingað koma til lands hjálparhönd og er aðstoðin í margvíslegum myndum. 30. ágúst 2015 18:04 Erlendir rasistar ráðast á síðuna „Kæra Eygló Harðar“ Stofnandi síðunnar hefur ekki undan og nú eru átta manns henni til aðstoðar. 2. september 2015 12:00 „Kæra Eygló - Sýrland kallar“ ratar í miðla í Bretlandi, Pakistan og Malasíu Framtak Bryndísar Björgvinsdóttur hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er nú farið að fjalla um það í fjölmiðlum erlendis. 1. september 2015 10:30 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Fólk í Nýja-Sjálandi og Bretlandi hefur fylgt fordæmi Íslendinga og kallað eftir því að ráðamenn í löndum sínum taki við fleira flóttafólki. Áskorun til stjórnvalda, undir yfirskriftinni Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar, hófst á sunnudagskvöld. Tugir þúsunda hafa skrifað undir áskoranir þess efnis. Í Bretlandi hófst undirskriftarsöfnun í gær og hafa 40.000 skrifað undir hana nú þegar. Söfnunin fór af stað skömmu eftir að mynd af þriggja ára drukknuðum sýrlenskum dreng var birt á forsíðu dagblaðsins Independent. „Bretar hafa ekki boðið nægilega mörgum hæli miðað við stærð og stöðu þjóðar sinnar samanborið við önnur Evrópulönd,“ segir í yfirlýsingu tengdri undirskrifasöfnuninni. „Við getum ekki látið það gerast að flóttamenn, sem hafa hætt lífi sínu til að komast burt af stríðssvæðum og ofbeldi, séu látnir eiga sig í ömurlegum og ómannúðlegum aðstæðum víða um álfuna.“ Ljóst er að ríkisstjórnin mun þurfa að svara þeim sem standa að undirskriftasöfnuninni en ef 10.000 undirskriftir nást er það skilyrði. Safnist yfir 100.000 undirskriftir verður málið tekið til umræðu í þinginu. Innflytjendamál hafa löngum verið meðal eldfimari mála í breskri pólitík og ekki ljóst hvað ríkisstjórn David Cameron mun aðhafast. Íbúi í Nýja-Sjálandi hefur stofnað Facebook viðburð sem er áþekkur þeim sem settur var upp á Íslandi. Sá ber nafnið Dear Rt Hon John Key, Syria is Calling. Einnig hefur verið stofnaður hópur sem kallast Open homes – Open borders – We will host a refugee en rúmlega þúsund manns hafa lýst því yfir að þeir vilji taka við flóttafólki. Varla þarf að taka fram að Nýja-Sjáland er skrambi langt frá Sýrlandi og ljóst að flóttamannavandi í landinu er afar lítill.
Flóttamenn Tengdar fréttir Vilja búa með sýrlensku flóttafólki sem á börn Fimm manna fjölskylda í kjallaraíbúð á Langholtsvegi vill opna heimili sitt fyrir sýrlenskum flóttamönnum og aðstoða þá meðan þeir koma undir sig fótunum. 2. september 2015 20:45 Nafntogaðir Íslendingar bjóða fram margvíslega aðstoð: Ellefu uppbúin rúm í Bolungarvík, plötuspilarar og fullir ruslapokar af vel förnum kvenmannsfatnaði Fólk úr öllum stigum íslensks samfélags segjast vera reiðubúið til að rétta þeim flóttamönnum sem hingað koma til lands hjálparhönd og er aðstoðin í margvíslegum myndum. 30. ágúst 2015 18:04 Erlendir rasistar ráðast á síðuna „Kæra Eygló Harðar“ Stofnandi síðunnar hefur ekki undan og nú eru átta manns henni til aðstoðar. 2. september 2015 12:00 „Kæra Eygló - Sýrland kallar“ ratar í miðla í Bretlandi, Pakistan og Malasíu Framtak Bryndísar Björgvinsdóttur hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er nú farið að fjalla um það í fjölmiðlum erlendis. 1. september 2015 10:30 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Vilja búa með sýrlensku flóttafólki sem á börn Fimm manna fjölskylda í kjallaraíbúð á Langholtsvegi vill opna heimili sitt fyrir sýrlenskum flóttamönnum og aðstoða þá meðan þeir koma undir sig fótunum. 2. september 2015 20:45
Nafntogaðir Íslendingar bjóða fram margvíslega aðstoð: Ellefu uppbúin rúm í Bolungarvík, plötuspilarar og fullir ruslapokar af vel förnum kvenmannsfatnaði Fólk úr öllum stigum íslensks samfélags segjast vera reiðubúið til að rétta þeim flóttamönnum sem hingað koma til lands hjálparhönd og er aðstoðin í margvíslegum myndum. 30. ágúst 2015 18:04
Erlendir rasistar ráðast á síðuna „Kæra Eygló Harðar“ Stofnandi síðunnar hefur ekki undan og nú eru átta manns henni til aðstoðar. 2. september 2015 12:00
„Kæra Eygló - Sýrland kallar“ ratar í miðla í Bretlandi, Pakistan og Malasíu Framtak Bryndísar Björgvinsdóttur hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er nú farið að fjalla um það í fjölmiðlum erlendis. 1. september 2015 10:30