Þingmaður vill stöðva framboð eiturlyfja því þá er eftirspurnin ekkert vandamál Jakob Bjarnar skrifar 3. september 2015 10:33 Þorsteinn Sæmundsson: Til þess að losna við það að eltast við krakka sem eru með litla neysluskammta, þá eigum við að koma í veg fyrir það með því að stöðva framboðið. „Nei, ég er ekki sammála þessum ágætu mönnum,“ segir Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins í samtali við Vísi. Vísir greindi í gær frá svari innanríkisráðherra í gær við fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar þingmanns Pirata um haldlagningu fíkniefna á þremur tónlistarhátíðum sem haldnar voru á árinu 2014: Þjóðhátíð í Eyjum, Secret Solstice og Sónar. (Mishermt var, og er hér með beðist velvirðingar á því, að svör innanríkisráðherra tækju til ársins í ár, án þess að það breyti efni umræðunnar.) Leitað var viðbragða Helga Hrafns auk þeirra Gríms Atlasonar tónleikahaldara með meiru og Péturs Þorsteinssonar hjá Snarrót, en þeir hafa allir látið málið sig varða. Þeir eru allir sammála um að aðgerðir lögreglu séu misráðnar, í raun stórskaðlegar. Snúa beri af þeirri leið að eltast við ungmenni og leita að fíkniefnum á þeim.Köpuryrði Helga Hrafns og félaga Þorsteinn gefur lítið fyrir þetta. Hann krækir í frétt Vísis og sendir þeim þremenningum tóninn á Facebook: „Nokkur ungmenni látast á hverju ári vegna neyzlu fíkniefna. Hvort ætli þeim þyki það fyndið eða sorglegt. Lögreglan reynir með aðgerðum sínum að stemma stigu við neyzlu ungmenna. Lögreglan þyrfti heldur meira fjármagn til starfa sinna en köpuryrði frá þessum.“ Vísir spurði Þorstein hvort hann teldi þá stefnu sem ríkjandi hefur verið til þessa þá góða. Þorsteinn telur svo ekki vera, hann vill herða tökin og stórauka fjárframlög til lögregluyfirvalda og tollgæslu, þá í þessum málaflokki.Vill herða tökin„Nei, mér finnst okkar stefna ekki góð heldur. Mér finnst lögregla og tollgæsla févana,“ segir Þorsteinn og bendir á að síðast í gær hafi borist fréttir af mikilli aðgerð lögreglu sem varðar stera. „Sem eru ekki ólöglegir, en þarna var sem sagt lagt hald á græjur til að gera töflur úr steradufti. Það er mjög stutt síðan gert var upptækt samskonar búnaður til að gera E-töflur. Á skal að ósi stemma. Einhvers staðar stendur það. Þess vegna eigum við að byrja á því að ráðast að rótunum sem er framboðið.“En, ekki eftirspurninni?„Klárlega ekki. Ég veit að þegar mínir synir voru í skólum voru sölumenn á girðingunum í framhaldsskólunum. Og ég hef ekki vitneskju um að það ástand hafi breyst. Ég lít svo á að það sé framboðið sem er rót vandans og tel rétt að ráðast gegn því.“Þorsteinn gefur lítið fyrir „köpuryrði“ þessara þriggja heiðursmanna; hann telur hugmyndir þeirra um afglæpavæðingu fíkniefna ekki til fagnaðar.Sektir vegna fíkniefna ekki háarFyrirspurn Helga Hrafns kemur inn á mál sem hefur mjög verið á döfinni að undanförnu, sem snýr að hugsanlegri lögleiðingu fíkniefna. Pétur Þorsteinsson hefur bent á það sem snýr að borgaralegum réttindum og því sem hann telur stórskaðlegt sem er að setja ungmenni á sakaskrá vegna haldlagningar þess sem hann segir lítilræði af fíkniefnum. Þorsteinn segir þá á villigötum. Hann segir að menn þurfi að skoða þessi mál vel þegar rætt er um afglæpavæðingu fíkniefna. „Til að fara inná sakaskrá vegna fíkniefnaneyslu og eða vörslu þurfa menn að hafa dágóðan skammt í fórum sínum. Sektirnar sem um er að ræða í þessum málaflokki, og þá er ég að tala um litlu brotin, eru ekki meiri en ef þú værir að keyra á 98 km á Kjalarnesinu. Þannig að, að mínu mati er ekkert verið að ganga óhóflega hart fram í þessum efnum.“ Og Þorsteinn rifjar upp þá tíð á útihátíðum í gamla daga þegar menn voru að reyna að smygla áfengi með sér í svefnpokum að þá hafi menn rekið staur í grasbala og slegið svefnpokunum þar í við leit. Svo allt flæddi um. „Talandi um harkalegar aðgerðir. Menn voru ekkert að eyða miklum tíma í það.“„Tréhesturinn“ Þorsteinn Þorsteinn bendir á að ef niðurstaðan sé sú að svo stór hluti hátíðargesta hafi verið með vímuefni á sér, ef sú sé staðreyndin, þá sé það einmitt til marks um að þar hafi verið komið tilefni til þess að lögreglan hefði uppi gæslu. Og hann minnir að fram hafi komið að í ár hafi verið slegið met á Þjóðhátíð í Eyjum hvað varðar fjölda fíkniefnamála. „Ég er eiginlega er ekki með það geðslag að geta yppt öxlum og litið í hina áttina þegar svona þróun á sér stað. Annað hvort er það að menn reyna að hafa áhrif á þetta með því að beita þeim aðferðum og aðgerðum sem lögreglunni og tollgæslunni eru færar til að stöðva þetta eða við fljótum sofandi að feigðarósi. Auðvitað á að taka umræðu um þetta mál en mér finnst þetta snúast um að annað hvort séu menn sem vilji afglæpavæða og séu hinir frjálslyndustu eða eru tréhestar. Ég skal þá taka það að mér með glöðu geði. Þeir sem hingað til hafa verið frjálslyndastir, Hollendingar, þar hafa runnið á menn tvær grímur og þar hafa menn viljað snúa frá því að hafa þetta löglegt. Svo er þetta frjálsræði, mönnum óar við áhrifunum af því.“Framsóknarmenn tala einum rómiÞorsteinn nefnir að fram hafi komið upplýsingar um að kannabisreykingum fylgi nokkur fjöldi tilvika af geðrofi. „Og meðan við höfum búið við það, ég er ekki alveg með tölurnar á hreinu, að það séu nokkur ungmenni á ári sem við missum vegna vímuefna þá finnst mér ekki rétt á nokkurn hátt að slaka stórlega á þeim aðgerðum og þeim úrræðum sem löggæslan í landinu hefur til að stemma stigu við þessu.“ Spurður um það hvort þessi sé stefna Framsóknarflokksins, segir Þorsteinn telja að svo sé án þess að það liggi nákvæmlega fyrir. „Það var sérstök umræða um þessi mál á þinginu í fyrra, þá töluðu tveir Framsóknarmenn, ég og Fjóla Hrund Björnsdóttir varaþingmaður, einn okkar efnilegasti stjórnmálamaður, og það var algjört samræmi í okkar málflutningi. Algjört. Nú man ég ekki lýðsheilsustefnuna af flokksins hálfu nákvæmlega en ein samþykkt varðar mjög vímuefni og og heftan aðgang að tóbakki. Lýðheilsustefna er eitt af því sem flokkurinn leggur mesta áherslu á. Ég man ekki betur en þingsályktunartillaga um þessi mál hafi farið í gegnum þingið og einhverjir sátu þá hjá. En, síðan þegar frumvörp koma fram tekur flokkurinn bara afstöðu til þeirra mála þegar þau koma fram.“Þarf að leggja meira fé í löggæslunaÞorsteinn bendir á, að endingu, að hann hafi lengi starfað með lögreglu og tollgæslu. „Þá sér maður afleiðingarnar af þessu þó ég hafi ekki verið í beinni aðkomu að málum, sér maður afleiðingarnar. Við þurfum að leggja meira í löggæslu og tollgæslu. Þurfum að gera það. Til þess að losna við það að eltast við krakka sem eru með litla neysluskammta, þá eigum við að koma í veg fyrir það með því að stöðva framboðið. Það er það sem við eigum að gera. Við getum ekki gleymt því heldur að framleiðsla af þessum efnum er ábatasöm og ekki af neinu sem þetta þrífst, peninganna virði að dreifa þessum efnum.“ Tengdar fréttir Veruleg fíkniefnaneysla á hátíðum ársins Flest fíkniefnabrot komu upp á Secret Solstice en þar fast þar á hæla kemur Þjóðhátíð í Eyjum og Sónar. 2. september 2015 14:41 Eltingarleikur lögreglu við neyslu ungmenna sagður fyndinn ef hann væri ekki svona sorglegur Viðbrögð margra við tíðindum af fíkniefnaaðgerðum lögreglu á tónlistarhátíðum ársins eru afar blendin -- og er lögreglan sögð á verulegum villigötum. 2. september 2015 15:49 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Nei, ég er ekki sammála þessum ágætu mönnum,“ segir Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins í samtali við Vísi. Vísir greindi í gær frá svari innanríkisráðherra í gær við fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar þingmanns Pirata um haldlagningu fíkniefna á þremur tónlistarhátíðum sem haldnar voru á árinu 2014: Þjóðhátíð í Eyjum, Secret Solstice og Sónar. (Mishermt var, og er hér með beðist velvirðingar á því, að svör innanríkisráðherra tækju til ársins í ár, án þess að það breyti efni umræðunnar.) Leitað var viðbragða Helga Hrafns auk þeirra Gríms Atlasonar tónleikahaldara með meiru og Péturs Þorsteinssonar hjá Snarrót, en þeir hafa allir látið málið sig varða. Þeir eru allir sammála um að aðgerðir lögreglu séu misráðnar, í raun stórskaðlegar. Snúa beri af þeirri leið að eltast við ungmenni og leita að fíkniefnum á þeim.Köpuryrði Helga Hrafns og félaga Þorsteinn gefur lítið fyrir þetta. Hann krækir í frétt Vísis og sendir þeim þremenningum tóninn á Facebook: „Nokkur ungmenni látast á hverju ári vegna neyzlu fíkniefna. Hvort ætli þeim þyki það fyndið eða sorglegt. Lögreglan reynir með aðgerðum sínum að stemma stigu við neyzlu ungmenna. Lögreglan þyrfti heldur meira fjármagn til starfa sinna en köpuryrði frá þessum.“ Vísir spurði Þorstein hvort hann teldi þá stefnu sem ríkjandi hefur verið til þessa þá góða. Þorsteinn telur svo ekki vera, hann vill herða tökin og stórauka fjárframlög til lögregluyfirvalda og tollgæslu, þá í þessum málaflokki.Vill herða tökin„Nei, mér finnst okkar stefna ekki góð heldur. Mér finnst lögregla og tollgæsla févana,“ segir Þorsteinn og bendir á að síðast í gær hafi borist fréttir af mikilli aðgerð lögreglu sem varðar stera. „Sem eru ekki ólöglegir, en þarna var sem sagt lagt hald á græjur til að gera töflur úr steradufti. Það er mjög stutt síðan gert var upptækt samskonar búnaður til að gera E-töflur. Á skal að ósi stemma. Einhvers staðar stendur það. Þess vegna eigum við að byrja á því að ráðast að rótunum sem er framboðið.“En, ekki eftirspurninni?„Klárlega ekki. Ég veit að þegar mínir synir voru í skólum voru sölumenn á girðingunum í framhaldsskólunum. Og ég hef ekki vitneskju um að það ástand hafi breyst. Ég lít svo á að það sé framboðið sem er rót vandans og tel rétt að ráðast gegn því.“Þorsteinn gefur lítið fyrir „köpuryrði“ þessara þriggja heiðursmanna; hann telur hugmyndir þeirra um afglæpavæðingu fíkniefna ekki til fagnaðar.Sektir vegna fíkniefna ekki háarFyrirspurn Helga Hrafns kemur inn á mál sem hefur mjög verið á döfinni að undanförnu, sem snýr að hugsanlegri lögleiðingu fíkniefna. Pétur Þorsteinsson hefur bent á það sem snýr að borgaralegum réttindum og því sem hann telur stórskaðlegt sem er að setja ungmenni á sakaskrá vegna haldlagningar þess sem hann segir lítilræði af fíkniefnum. Þorsteinn segir þá á villigötum. Hann segir að menn þurfi að skoða þessi mál vel þegar rætt er um afglæpavæðingu fíkniefna. „Til að fara inná sakaskrá vegna fíkniefnaneyslu og eða vörslu þurfa menn að hafa dágóðan skammt í fórum sínum. Sektirnar sem um er að ræða í þessum málaflokki, og þá er ég að tala um litlu brotin, eru ekki meiri en ef þú værir að keyra á 98 km á Kjalarnesinu. Þannig að, að mínu mati er ekkert verið að ganga óhóflega hart fram í þessum efnum.“ Og Þorsteinn rifjar upp þá tíð á útihátíðum í gamla daga þegar menn voru að reyna að smygla áfengi með sér í svefnpokum að þá hafi menn rekið staur í grasbala og slegið svefnpokunum þar í við leit. Svo allt flæddi um. „Talandi um harkalegar aðgerðir. Menn voru ekkert að eyða miklum tíma í það.“„Tréhesturinn“ Þorsteinn Þorsteinn bendir á að ef niðurstaðan sé sú að svo stór hluti hátíðargesta hafi verið með vímuefni á sér, ef sú sé staðreyndin, þá sé það einmitt til marks um að þar hafi verið komið tilefni til þess að lögreglan hefði uppi gæslu. Og hann minnir að fram hafi komið að í ár hafi verið slegið met á Þjóðhátíð í Eyjum hvað varðar fjölda fíkniefnamála. „Ég er eiginlega er ekki með það geðslag að geta yppt öxlum og litið í hina áttina þegar svona þróun á sér stað. Annað hvort er það að menn reyna að hafa áhrif á þetta með því að beita þeim aðferðum og aðgerðum sem lögreglunni og tollgæslunni eru færar til að stöðva þetta eða við fljótum sofandi að feigðarósi. Auðvitað á að taka umræðu um þetta mál en mér finnst þetta snúast um að annað hvort séu menn sem vilji afglæpavæða og séu hinir frjálslyndustu eða eru tréhestar. Ég skal þá taka það að mér með glöðu geði. Þeir sem hingað til hafa verið frjálslyndastir, Hollendingar, þar hafa runnið á menn tvær grímur og þar hafa menn viljað snúa frá því að hafa þetta löglegt. Svo er þetta frjálsræði, mönnum óar við áhrifunum af því.“Framsóknarmenn tala einum rómiÞorsteinn nefnir að fram hafi komið upplýsingar um að kannabisreykingum fylgi nokkur fjöldi tilvika af geðrofi. „Og meðan við höfum búið við það, ég er ekki alveg með tölurnar á hreinu, að það séu nokkur ungmenni á ári sem við missum vegna vímuefna þá finnst mér ekki rétt á nokkurn hátt að slaka stórlega á þeim aðgerðum og þeim úrræðum sem löggæslan í landinu hefur til að stemma stigu við þessu.“ Spurður um það hvort þessi sé stefna Framsóknarflokksins, segir Þorsteinn telja að svo sé án þess að það liggi nákvæmlega fyrir. „Það var sérstök umræða um þessi mál á þinginu í fyrra, þá töluðu tveir Framsóknarmenn, ég og Fjóla Hrund Björnsdóttir varaþingmaður, einn okkar efnilegasti stjórnmálamaður, og það var algjört samræmi í okkar málflutningi. Algjört. Nú man ég ekki lýðsheilsustefnuna af flokksins hálfu nákvæmlega en ein samþykkt varðar mjög vímuefni og og heftan aðgang að tóbakki. Lýðheilsustefna er eitt af því sem flokkurinn leggur mesta áherslu á. Ég man ekki betur en þingsályktunartillaga um þessi mál hafi farið í gegnum þingið og einhverjir sátu þá hjá. En, síðan þegar frumvörp koma fram tekur flokkurinn bara afstöðu til þeirra mála þegar þau koma fram.“Þarf að leggja meira fé í löggæslunaÞorsteinn bendir á, að endingu, að hann hafi lengi starfað með lögreglu og tollgæslu. „Þá sér maður afleiðingarnar af þessu þó ég hafi ekki verið í beinni aðkomu að málum, sér maður afleiðingarnar. Við þurfum að leggja meira í löggæslu og tollgæslu. Þurfum að gera það. Til þess að losna við það að eltast við krakka sem eru með litla neysluskammta, þá eigum við að koma í veg fyrir það með því að stöðva framboðið. Það er það sem við eigum að gera. Við getum ekki gleymt því heldur að framleiðsla af þessum efnum er ábatasöm og ekki af neinu sem þetta þrífst, peninganna virði að dreifa þessum efnum.“
Tengdar fréttir Veruleg fíkniefnaneysla á hátíðum ársins Flest fíkniefnabrot komu upp á Secret Solstice en þar fast þar á hæla kemur Þjóðhátíð í Eyjum og Sónar. 2. september 2015 14:41 Eltingarleikur lögreglu við neyslu ungmenna sagður fyndinn ef hann væri ekki svona sorglegur Viðbrögð margra við tíðindum af fíkniefnaaðgerðum lögreglu á tónlistarhátíðum ársins eru afar blendin -- og er lögreglan sögð á verulegum villigötum. 2. september 2015 15:49 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Veruleg fíkniefnaneysla á hátíðum ársins Flest fíkniefnabrot komu upp á Secret Solstice en þar fast þar á hæla kemur Þjóðhátíð í Eyjum og Sónar. 2. september 2015 14:41
Eltingarleikur lögreglu við neyslu ungmenna sagður fyndinn ef hann væri ekki svona sorglegur Viðbrögð margra við tíðindum af fíkniefnaaðgerðum lögreglu á tónlistarhátíðum ársins eru afar blendin -- og er lögreglan sögð á verulegum villigötum. 2. september 2015 15:49