Dýraverndarstarf á Íslandi Hallgerður Hauksdóttir og Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar 3. september 2015 09:00 Velferð dýra er málefni alls almennings. Dýr eru á ábyrgð bæði einstaklinga og samfélagsins með svipuðum hætti og börn. Það er samfélagsins að grípa inn í þegar einstaklingar fara illa með dýr eða börn, en í eðli sínu eru öll velferðarmál samfélagsmál. Margt fólk leggur í ríkum mæli tíma og elju í félagsstarf sem miðar að aukinni velferð dýra, enda er flestu venjulegu fólki í brjóst borin eðlileg samúð gagnvart minni máttar. Undanfarin ár hafa mörg ný félög og hreyfingar um málefni dýra orðið til sem er mikið ánægjuefni. Vettvangur Fésbókar skapar oft líflegar umræður sem þúsundir manna taka þátt í, sem dæmi um það má nefna síðurnar Hundasamfélagið og Kettir á facebook, sem telja báðar á annan tug þúsunda fylgjenda. Fjölmargar fleiri fésbókarsíður fjalla um málefni dýra. Upp úr slíkri flóru og víðar spretta bæði hugmyndir og ný samtök um málefni dýra. Við þekkjum mörg Dýrahjálp Íslands sem var stofnuð árið 2008, en félagið hefur aðstoðað við að finna heimili fyrir hátt í fimm þúsund selskapsdýr frá stofnun. Ganga má út frá því að allmörg þeirra hafi fyrir tilstuðlan félagins eignast nýtt heimili en ella hefðu verið aflífuð. Þegar Dýrahjálp var stofnuð var minna um að fólk væri að fá sér stálpuð dýr og segja má að landslagið hafi breyst mjög í kjölfar starfsemi félagsins, hvað möguleika eldri dýra varðar. Gott starf Kattholts og Fuglaverndar eru dæmi um gamalgróna félagastarfsemi sem flestir þekkja og þau halda sínum takti vel. Sem dæmi um yngri félög má nefna Félag ábyrgra hundaeigenda og svo starfsemi félaga eins og Villikatta og Kisukots á Akureyri, en það síðastnefnda þáði styrk frá Dýraverndarsambandi Íslands nú í vor fyrir frábært starf og elju í þágu veglausra katta á Akureyri. Linda Karen Gunnarsdóttir meðstjórnandi Dýraverndarsambands Íslands Öll félögin eiga skilið virðinguDýraverndarsambandið hefur starfað óslitið frá árinu 1914 við ýmsar aðstæður í íslensku þjóðfélagi. Í upphafi snerust málefni þess svo til eingöngu um búfé, en villt dýr bættust fljótlega við og svo málefni selskapsdýra eftir því sem þeim fjölgaði í samfélaginu. Félagið starfar á málefnalegum grunni og kemur að gerð laga- og reglugerða um dýr, auk þess að stuðla að gagnlegri umræðu um velferð dýra og að láta sig einstök mál varða. DÍS er frjáls félagasamtök, en félög af þessu tagi veita nauðsynlegt aðhald. Öll þessi félög og starfsemi eiga virðingu skilið og við fögnum þeirri grósku sem einkennir þetta starf. Allt starf í þágu dýravelferðar er raunar fagnaðarefni og vert að styðja við það. Dýraverndarsambandið leggur mikla áherslu á að hugmyndir um velferð dýra nái til sem flestra og þess vegna erum við ætíð málefnaleg í okkar nálgun og leggjum áherslu á samvinnu við alla þá sem starfa í anda félagsins. Við leggjum áherslu á góða meðferð dýra hvar sem maðurinn heldur þau eða kemur að umhverfi þeirra, óháð öðrum sjónarmiðum um dýrahald. Við vinnum samkvæmt þeirri sannfæringu okkar að velferð dýra sé samfélagsmál sem allir eiga að láta sig varða. Við vonum að allir sem lesi þetta láti sig velferð dýra varða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgerður Hauksdóttir Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Sjá meira
Velferð dýra er málefni alls almennings. Dýr eru á ábyrgð bæði einstaklinga og samfélagsins með svipuðum hætti og börn. Það er samfélagsins að grípa inn í þegar einstaklingar fara illa með dýr eða börn, en í eðli sínu eru öll velferðarmál samfélagsmál. Margt fólk leggur í ríkum mæli tíma og elju í félagsstarf sem miðar að aukinni velferð dýra, enda er flestu venjulegu fólki í brjóst borin eðlileg samúð gagnvart minni máttar. Undanfarin ár hafa mörg ný félög og hreyfingar um málefni dýra orðið til sem er mikið ánægjuefni. Vettvangur Fésbókar skapar oft líflegar umræður sem þúsundir manna taka þátt í, sem dæmi um það má nefna síðurnar Hundasamfélagið og Kettir á facebook, sem telja báðar á annan tug þúsunda fylgjenda. Fjölmargar fleiri fésbókarsíður fjalla um málefni dýra. Upp úr slíkri flóru og víðar spretta bæði hugmyndir og ný samtök um málefni dýra. Við þekkjum mörg Dýrahjálp Íslands sem var stofnuð árið 2008, en félagið hefur aðstoðað við að finna heimili fyrir hátt í fimm þúsund selskapsdýr frá stofnun. Ganga má út frá því að allmörg þeirra hafi fyrir tilstuðlan félagins eignast nýtt heimili en ella hefðu verið aflífuð. Þegar Dýrahjálp var stofnuð var minna um að fólk væri að fá sér stálpuð dýr og segja má að landslagið hafi breyst mjög í kjölfar starfsemi félagsins, hvað möguleika eldri dýra varðar. Gott starf Kattholts og Fuglaverndar eru dæmi um gamalgróna félagastarfsemi sem flestir þekkja og þau halda sínum takti vel. Sem dæmi um yngri félög má nefna Félag ábyrgra hundaeigenda og svo starfsemi félaga eins og Villikatta og Kisukots á Akureyri, en það síðastnefnda þáði styrk frá Dýraverndarsambandi Íslands nú í vor fyrir frábært starf og elju í þágu veglausra katta á Akureyri. Linda Karen Gunnarsdóttir meðstjórnandi Dýraverndarsambands Íslands Öll félögin eiga skilið virðinguDýraverndarsambandið hefur starfað óslitið frá árinu 1914 við ýmsar aðstæður í íslensku þjóðfélagi. Í upphafi snerust málefni þess svo til eingöngu um búfé, en villt dýr bættust fljótlega við og svo málefni selskapsdýra eftir því sem þeim fjölgaði í samfélaginu. Félagið starfar á málefnalegum grunni og kemur að gerð laga- og reglugerða um dýr, auk þess að stuðla að gagnlegri umræðu um velferð dýra og að láta sig einstök mál varða. DÍS er frjáls félagasamtök, en félög af þessu tagi veita nauðsynlegt aðhald. Öll þessi félög og starfsemi eiga virðingu skilið og við fögnum þeirri grósku sem einkennir þetta starf. Allt starf í þágu dýravelferðar er raunar fagnaðarefni og vert að styðja við það. Dýraverndarsambandið leggur mikla áherslu á að hugmyndir um velferð dýra nái til sem flestra og þess vegna erum við ætíð málefnaleg í okkar nálgun og leggjum áherslu á samvinnu við alla þá sem starfa í anda félagsins. Við leggjum áherslu á góða meðferð dýra hvar sem maðurinn heldur þau eða kemur að umhverfi þeirra, óháð öðrum sjónarmiðum um dýrahald. Við vinnum samkvæmt þeirri sannfæringu okkar að velferð dýra sé samfélagsmál sem allir eiga að láta sig varða. Við vonum að allir sem lesi þetta láti sig velferð dýra varða.
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun