Málefni innflytjenda áberandi á Bókmenntahátíð í Reykjavík Atli Ísleifsson skrifar 1. september 2015 19:57 Hassan Blasim og Teju Cole. Mynd/Bókmenntahátíð Reykjavíkur Von er á fimmtán erlendum höfundum til landsins vegna Bókmenntahátíðar í Reykjavík sem haldin verður dagana 9. til 12. september. Sautján íslenskir höfundar taka jafnframt þátt í hátíðinni auk fjölmargra útgefenda og umboðsmanna sem koma víðsvegar að. Í tilkynningu segir að dagskráin fari fram í Norræna húsinu og Iðnó þar sem tveir til þrír höfundar koma saman hverju sinni ásamt spyrli, lesa úr verkum sínum og ræða verk sín og málefni sem þeim tengjast. „Málefni innflytjenda og flóttamanna hafa verið í brennidepli undanfarna mánuði og málefnið mikilvægt fyrir heimsbyggðina alla. Innflytjendabókmenntir fjalla um stöðu innflytjenda, útlegðina og hvað sé heima, hvort það sé gamla heimalandið eða nýja landið. Rithöfundurinn Sjón mun ræða við verðlaunahöfundana Teju Cole og Hassan Blasim um málefnið og verk þeirra undir yfirskriftinni Að heiman og heim í Norræna húsinu, laugardaginn 12. september kl. 13:00-13:45. Teju Cole er Bandaríkjamaður af nígerísku bergi brotinn en hann bjó í Nígeríu fram á unglingsár. Hann hefur gefið út tvær bækur, Every Day is for the Thief (2007) og Open City (2011) sem báðar hafa fengið mikið lof. Eftir hryðjuverkaárásinu í París í byrjun ársins skrifaði Teju Cole áhrifaríka grein í The New Yorker um tjáningarfrelsið. Hassan Blasim er frá Írak en hann kom til Finnlands árið 2004 sem flóttamaður og býr þar og starfar í dag. Hassan er rithöfundur, ljóðskáld og kvikmyndaleikstjóri og hefur gefið út fjölda bóka á arabísku sem jafnframt hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál. Nýjustu bækurnar eru The Iraqi Christ (2013) og The Corpse Exhibition (2014) sem fjallar um Íraksstríðið. Í haust er væntanleg hjá Forlaginu bók Hassans, Þúsund og einn hnífur, í þýðingu Sölva Björns Sigurðssonar. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir en dagskránni verður jafnframt streymt í gegnum heimasíðu hátíðarinnar www.bokmenntahatid.is. Allir sem hafa áhuga á stöðu tjáningarfrelsisins, málefnum innflytjenda og flóttamanna og þátt bókmenntanna í þeirri umræðu ættu því ekki að láta þennan viðburð framhjá sér fara.“ Bókmenntahátíð Menning Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Von er á fimmtán erlendum höfundum til landsins vegna Bókmenntahátíðar í Reykjavík sem haldin verður dagana 9. til 12. september. Sautján íslenskir höfundar taka jafnframt þátt í hátíðinni auk fjölmargra útgefenda og umboðsmanna sem koma víðsvegar að. Í tilkynningu segir að dagskráin fari fram í Norræna húsinu og Iðnó þar sem tveir til þrír höfundar koma saman hverju sinni ásamt spyrli, lesa úr verkum sínum og ræða verk sín og málefni sem þeim tengjast. „Málefni innflytjenda og flóttamanna hafa verið í brennidepli undanfarna mánuði og málefnið mikilvægt fyrir heimsbyggðina alla. Innflytjendabókmenntir fjalla um stöðu innflytjenda, útlegðina og hvað sé heima, hvort það sé gamla heimalandið eða nýja landið. Rithöfundurinn Sjón mun ræða við verðlaunahöfundana Teju Cole og Hassan Blasim um málefnið og verk þeirra undir yfirskriftinni Að heiman og heim í Norræna húsinu, laugardaginn 12. september kl. 13:00-13:45. Teju Cole er Bandaríkjamaður af nígerísku bergi brotinn en hann bjó í Nígeríu fram á unglingsár. Hann hefur gefið út tvær bækur, Every Day is for the Thief (2007) og Open City (2011) sem báðar hafa fengið mikið lof. Eftir hryðjuverkaárásinu í París í byrjun ársins skrifaði Teju Cole áhrifaríka grein í The New Yorker um tjáningarfrelsið. Hassan Blasim er frá Írak en hann kom til Finnlands árið 2004 sem flóttamaður og býr þar og starfar í dag. Hassan er rithöfundur, ljóðskáld og kvikmyndaleikstjóri og hefur gefið út fjölda bóka á arabísku sem jafnframt hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál. Nýjustu bækurnar eru The Iraqi Christ (2013) og The Corpse Exhibition (2014) sem fjallar um Íraksstríðið. Í haust er væntanleg hjá Forlaginu bók Hassans, Þúsund og einn hnífur, í þýðingu Sölva Björns Sigurðssonar. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir en dagskránni verður jafnframt streymt í gegnum heimasíðu hátíðarinnar www.bokmenntahatid.is. Allir sem hafa áhuga á stöðu tjáningarfrelsisins, málefnum innflytjenda og flóttamanna og þátt bókmenntanna í þeirri umræðu ættu því ekki að láta þennan viðburð framhjá sér fara.“
Bókmenntahátíð Menning Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“