Rakalausar ásakanir gegn íslenskum læknum Una Sighvatsdóttir skrifar 1. september 2015 19:15 Landspítalinn hefur nú lokið eigin rannsókn á aðkomu tveggja lækna, sem sætt hafa hörðum ásökunum í Svíþjóð vegna aðkomu þeirra að fyrstu gervibarkaígræðslu sem framkvæmd var í heiminum. Framkvæmdastjóri lækninga segir ásakanirnar ekki eiga við nein rök að styðjast. Þeir Tómas Guðbjartsson og Óskar Einarsson áttu milligöngu um að Erítreumaðurinn Andemariam Beyene gengist undir barkaígræðslu á Karolinska sjúkrahúsinu í Svíþjóð árið 2011. Aðgerðin var sú fyrsta sinnar tegundar og vakti heimsathygli, en Andemariam lést rúmum tveimur árum síðar og hefur skurðlæknirinn sem framkvæmdi aðgerðina verið rannsakaður í Svíþjóð vegna ásakana um vísindalegt misferli. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga, segir að í ljósi þeirrar staðreyndar að sjúklingurinn lá á Landspítalanum bæði fyrir og eftir skurðaðgerðina hafi spítalinn séð sig knúinn til að ráðast í ítarlega rótargreiningu á málinu. Svona mál séu afar þungbær bæði sjúklingum og aðstandendum, en starfsfólki ekki síður. „Þetta mál var mjög sérstakt að því leyti að tveir af okkar færustu og farsælustu læknum urðu fyrir mjög alvarlegum ásökunum, meðal annars í fjölmiðlum í Svíþjóð. En niðurstaðan var í stuttu máli sú að læknum spítalans og starfsfólki spítalans tókst að bjarga lífi þessa sjúklings og síðan í framhaldi, með samvinnu við aðra, að lengja líf hans umfram það sem búast mátti við." Verklagsreglur vera bættar Þetta er í 17 sinn sem svo kölluð rótargreining er framkvæmd á Landspítalanum, að sögn Ólafs til að bæta öryggismenningu spítalans. Greiningin tók um tvo mánuði og var framkvæmd af tveimur starfsmönnum, lækni og hjúkrunarfræðingi, sem setið hafa námskeið hjá sérfræðingum frá bresku heilbrigðisþjónustunni. Markmiðið er að greina alvarleg vandamál sem koma upp í heilbrigðiskerfinu og finna rót vandans. Þótt engar athugasemdir séu gerðar við störf læknanna tveggja, og málið hafi því ekki frekari afleiðingar af hálfu Landspítalans, verður samt dreginn lærdómur af því að sögn Ólafs. „Lærdómurinn í þessu tilfelli er að við þurfum að bæta verklagsreglur þegar sjúklingar eru sendir til útlanda og það má líka alltaf bæta skráningu. En þessar miklu ásakanir sem sérstaklega læknarnir urðu fyrir, þær eiga ekki við rök að styðjast hvað varðar meðferðina á Landspítalanum." Plastbarkamálið Landspítalinn Tengdar fréttir Landlæknir var forstjóri Karolinska þegar barkaígræðslan fór fram Lögreglurannsókn hafin á ígræðslunni. 28. maí 2015 09:48 Gervibarkaígræðsla ítalska læknisins telst ekki vísindalegt misferli "Þungu fargi af mér létt,“ segir Tómas Guðbjartsson en hann kom að aðgerðinni. 28. ágúst 2015 14:58 Yfirlýsing frá Tómasi Guðbjartssyni og Óskari Einarssyni Óskar og Tómas segjast ekkert hafa komið að meðferð annarra barkaígræðslusjúklinga. Þeirra aðkoma að greininni sem birt var í læknariti hafi verið minniháttar. 28. maí 2015 14:53 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Landspítalinn hefur nú lokið eigin rannsókn á aðkomu tveggja lækna, sem sætt hafa hörðum ásökunum í Svíþjóð vegna aðkomu þeirra að fyrstu gervibarkaígræðslu sem framkvæmd var í heiminum. Framkvæmdastjóri lækninga segir ásakanirnar ekki eiga við nein rök að styðjast. Þeir Tómas Guðbjartsson og Óskar Einarsson áttu milligöngu um að Erítreumaðurinn Andemariam Beyene gengist undir barkaígræðslu á Karolinska sjúkrahúsinu í Svíþjóð árið 2011. Aðgerðin var sú fyrsta sinnar tegundar og vakti heimsathygli, en Andemariam lést rúmum tveimur árum síðar og hefur skurðlæknirinn sem framkvæmdi aðgerðina verið rannsakaður í Svíþjóð vegna ásakana um vísindalegt misferli. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga, segir að í ljósi þeirrar staðreyndar að sjúklingurinn lá á Landspítalanum bæði fyrir og eftir skurðaðgerðina hafi spítalinn séð sig knúinn til að ráðast í ítarlega rótargreiningu á málinu. Svona mál séu afar þungbær bæði sjúklingum og aðstandendum, en starfsfólki ekki síður. „Þetta mál var mjög sérstakt að því leyti að tveir af okkar færustu og farsælustu læknum urðu fyrir mjög alvarlegum ásökunum, meðal annars í fjölmiðlum í Svíþjóð. En niðurstaðan var í stuttu máli sú að læknum spítalans og starfsfólki spítalans tókst að bjarga lífi þessa sjúklings og síðan í framhaldi, með samvinnu við aðra, að lengja líf hans umfram það sem búast mátti við." Verklagsreglur vera bættar Þetta er í 17 sinn sem svo kölluð rótargreining er framkvæmd á Landspítalanum, að sögn Ólafs til að bæta öryggismenningu spítalans. Greiningin tók um tvo mánuði og var framkvæmd af tveimur starfsmönnum, lækni og hjúkrunarfræðingi, sem setið hafa námskeið hjá sérfræðingum frá bresku heilbrigðisþjónustunni. Markmiðið er að greina alvarleg vandamál sem koma upp í heilbrigðiskerfinu og finna rót vandans. Þótt engar athugasemdir séu gerðar við störf læknanna tveggja, og málið hafi því ekki frekari afleiðingar af hálfu Landspítalans, verður samt dreginn lærdómur af því að sögn Ólafs. „Lærdómurinn í þessu tilfelli er að við þurfum að bæta verklagsreglur þegar sjúklingar eru sendir til útlanda og það má líka alltaf bæta skráningu. En þessar miklu ásakanir sem sérstaklega læknarnir urðu fyrir, þær eiga ekki við rök að styðjast hvað varðar meðferðina á Landspítalanum."
Plastbarkamálið Landspítalinn Tengdar fréttir Landlæknir var forstjóri Karolinska þegar barkaígræðslan fór fram Lögreglurannsókn hafin á ígræðslunni. 28. maí 2015 09:48 Gervibarkaígræðsla ítalska læknisins telst ekki vísindalegt misferli "Þungu fargi af mér létt,“ segir Tómas Guðbjartsson en hann kom að aðgerðinni. 28. ágúst 2015 14:58 Yfirlýsing frá Tómasi Guðbjartssyni og Óskari Einarssyni Óskar og Tómas segjast ekkert hafa komið að meðferð annarra barkaígræðslusjúklinga. Þeirra aðkoma að greininni sem birt var í læknariti hafi verið minniháttar. 28. maí 2015 14:53 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Landlæknir var forstjóri Karolinska þegar barkaígræðslan fór fram Lögreglurannsókn hafin á ígræðslunni. 28. maí 2015 09:48
Gervibarkaígræðsla ítalska læknisins telst ekki vísindalegt misferli "Þungu fargi af mér létt,“ segir Tómas Guðbjartsson en hann kom að aðgerðinni. 28. ágúst 2015 14:58
Yfirlýsing frá Tómasi Guðbjartssyni og Óskari Einarssyni Óskar og Tómas segjast ekkert hafa komið að meðferð annarra barkaígræðslusjúklinga. Þeirra aðkoma að greininni sem birt var í læknariti hafi verið minniháttar. 28. maí 2015 14:53