Þetta var fyrsti ráspóll Vettel fyrir Ferrari og fyrsti ráspóll Ferrari í þurru síðan 2010.
Mercedes og Lewis Hamilton misstu af metum með því að missa af ráspól.
Fimm sinnum í síðustu sjö keppnum í Singapúr hefur ökumaðurinn á ráspól unnið keppnina. Erfitt er að taka fram úr á brautinni. Breytingar hafa þó verið gerðar til að reyna að auka fram úr akstur.
Vettel var fljótastur á Ferrari í fyrstu lotu. Báðir Mercedes ökumenn þurftu að setja ofur mjúku dekkin undir.

Ökumenn Sauber og Manor komust ekki áfram. Sama gildir um Pastor Maldonado á Lotus.
Önnur lota einkenndist af baráttu Ferrari og Red Bull. Það var ljóst í hvað stefndi í þriðju lotunni.
Carlos Sainz missti stjórn á Toro Rosso bílnum þegar önnur lotan var að klárast. Hann datt út ásamt McLaren mönnum og Force India.
Vettel leiddi baráttuna eftir fyrstu tilraun í þriðju lotu, Ricciardo var annar og Raikkonen þriðji á undan Daniil Kvyat sem var fjórði. Þeir voru allir á sömu hálfu sekúndunni.
Hér fyrir neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti sem uppfærist eftir því sem líður á.