Flugfélagið Wow air hefur tekið á leigu til sex ára tvær Airbus A320-flugvélar. Áður voru vélarnar í umsjá búlgarska flugfélagsins Air Via sem hefur sinnt flugi fyrir hönd Wow air undanfarin ár. Þessu greinir Viðskiptablaðið frá í dag.
Vélarnar voru áður skráðar í Búlgaríu en hafa nú verið skráðar hér á landi undir nöfnunum TF-BRO og TF-SIS. Flugvélarnar voru báðar framleiddar árið 2010 og er meðalaldur flugflota Wow air nú 4,7 ár.
