Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍR 33-37 | ÍR með fullt hús stiga Anton Ingi Leifsson í Kaplakrika skrifar 17. september 2015 22:00 Sturla var sjóðheitur gegn FH í kvöld. vísir/stefán ÍR vann sinn þriðja leik í Olís-deild karla í kvöld þegar liðið bar sigurorð af FH í Kaplakrika, en lokatölur urðu 33-37. ÍR því með fullt hús stiga, en staðan í hálfleik var 17-19, ÍR í vil. Hraðinn var gígantískur í fyrri hálfleik og sóknirnar óteljandi. Leikurinn róaðist í þeim síðari og leikmenn tóku ívið betri ákvarðanir. Síðustu mínúturnar voru spennandi, en lokatölur fjögurra marka sigur ÍR, 37-33. Leikurinn byrjaði heldur betur fjörlega og staðan var 5-5 eftir einungis sjö mínútna leik. Það var strax ljóst í hvað stefndi og lítið var um varnarleik og markvörslu framan af leik og liðin skoruðu að vild. Liðin héldust í hendur og staðan eftir stundarfjórðung 10-10 í jöfnum og spenanndi leik. Einar Rafn Eiðsson var magnaður í liði FH. Hann skoraði hvert markið á fætur öðru og tók af skarið þegar á þurfti. Hann var kominn með sjö mörk af sautján mörkum FH í fyrri hálfleik, en stðan var 19-17, ÍR í vil í hálfleik. ÍR náði tveggja marka forskoti tíu mínútum fyrir leikhlé og héldu því út fyrri hálfleikinn. Varnarleikur liðanna var alls ekki til útflutnings í fyrri hálfleik og skoruðu liðin að vild, þá sérstaklega ÍR, en FH-ingum tókst illa að stoppa í götin. Fjórir leikmenn í ÍR voru komnir með þrjú mörk eða fleiri hjá ÍR í hálfleik, en hjá FH var Einar Rafn með sjö mörk í hálfleik og næstu menn með tvö mörk. Síðari hálfleikurinn varð rólegri, en sá fyrri. Það hægðist á hraðanum í leiknum, skiljanlega, og bæði lið fóru að taka ívið betri ákvarðanir í sóknarleiknum. Minna var um óðagot og þrátt fyrir að áhorfendur hafi líklega haft gaman af hraðanum og skemmtuninni í fyrri hálfleik voru þjálfarar liðanna líklega ekki parsáttir með varnirnar í hálfleik. ÍR miklaði af miklum krafti og áttu heimamenn í stökustu vandræðum með agressíva vörn gestanna sem var mun ákafari í síðari hálfleik en í þeim fyrri. Þeir lokuðu vel á Einar Rafn, besta leikmann FH í fyrri hálfleik, og þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik var munurinn orðinn fimm mörk. Neista vantaði í lið FH og virtist ef til vill eitthvað af andleysi í upphafi síðari hálfleiks. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, tók þá leikhlé og kveikti aðeins í sínum mönnum sem mættu stemmdari til leiks. FH breyttu þó stöðunni úr 25-20 í 25-22 og neituðu að gefast upp. ÍR hélt þó alltaf góðri þriggjar marka forystu, en FH-ingar voru klaufar á nokkrum lykilpunktum. Guðjón L. Sigurðsson, eftirlitsmaður leiksins, gaf svo varamannabekk FH tveggja mínútna brottvísun þegar munurinn var eitt mark og átta mínútur eftir. Það voru FH-ingar mjög ósáttir við. Heimildir Vísis herma að þeir hafi einungis verið að biðja um að stoppa tímann en ekki mótmæla dómi. Það fékkst þó ekki staðfest eftir leikinn. Dýrt ef svo er í pottinn búið. Gestirnir úr Breiðholtinu breyttu stöðunni úr 31-32 í 31-35 og eftir það var ekki aftur snúið og lokatölur frábær fjögurra marka sigur ÍR, 33-37. Þvílíkur markaleikur staðreynd. Bæði lið geta ekki verið ánægð með varnarleik sinn, þá sérstaklega FH-ingar, sem hafa fengið á sig 70 mörk í síðustu tveimur leikjum sem er ekki ásættanlegt. ÍR á toppnum með fullt hús stiga og þeir kvarta ekki, en þeir hafa meðal ananars unnið Aftureldingu og FH í upphafsleikjunum. Einar Rafn Eiðsson var magnaður í liði FH í fyrri hálfleik, en skoraði einungis eitt mark í síðari hálfleik. Ísak Rafnsson kom með nokkrar sleggjur í þeim síðari og Ásbjörn Friðriksson skoraði fimm mörk. Markvarslan var ekki nægilega stöðug - en Brynjar Darri Baldursson varði nokkra mikilvæga bolta á tímapunkti í síðari hálfleik. Sturla Ásgeirsson gerði tíu mörk fyrir ÍR þar af sex úr vítum, en hann skoraði úr öllum sex vítum sínum. Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði átta mörk, en hann hefur verið frábær í upphafi móts. Davíð Georgsson og Ingi Rafn Róbertsson bættu svo við fimm mörkum hvor.Sturla: Þetta var hálfgert ping-pong „Þetta var varnarlaust hjá báðum liðum í fyrri hálfleik. Við náðum ágætis forskoti hérna um miðjan seinni hálfleikinn og svo duttum við í smá kæruleysi,” „Þeir komust inn í leikinn um leið og svo þéttum við aðeins varnarleikinn. Markverðirnir tóku mikilvæga bolta eins og Arnór hérna í lokin, en hann hefur gert það í síðustu leikjum og það var nóg.” „Þetta var hálfgert ping-pong. Engar varnir og þar af leiðandi erfitt fyrir markmennina að verja og það var 19-17 í hálfleik. Við vissum að það lið sem myndi ná að þétta sig í vörninni og fá varða bolta það myndi vinna - og það voru sem betur fer við.” „Kaplakriki er frábær heimavöllur eins og allir í deildinni. Ef maður er ekki 100% og á góðan leik þá tapar maður. Þetta er svo jafnt og það má ekkert gefa eftir,” en kemur byrjuninn Sturlu á óvart? „Nei, ég myndi ekki segja það. Við vitum að við erum með ferska stráka og við erum búnir að standa okkur ágætlega í undirbúningnum. Við förum í alla leiki til að vinna. Ef þeir hefðu þétt vörnina sína og markvörðurinn tekið tvo þrjá fleiri bolta þá hefði þetta getað dottið hinn veginn.” „Það er svo stutt á milli. Við megum ekki halda að við séum eitthvað betri en hinir. Við þurfum bara að halda áfram að gera þetta á fullu,” sagði Sturla að lokum.Ísak: Menn voru eins og einhverjar Duracell kanínur „Það er auðvitað erfitt að missa þetta í fimm mörk. sama hvaða liði maður er að spila á móti,” sagði Ísak Rafnsson, stórskytta FH, þungur á brún í leikslok. Hvar töpuðu heimamenn leiknum? „Vörn og markvarsla. Við fáum alltof mörg mörk á okkur. Þeir fá alltof mörg auðveld mörk. Það var enginn markvarsla og það er erfitt að vinna leiki þegar þú spilar ekki vörn.” „Menn voru eins og einhverjar Duracell kanínur fram og til baka hérna í fyrri hálfleik. Þetta var kannski ekki fallegasti handboltinn, en mikið af mörkum. Það var kannski gaman fyrir áhorfendur, en þetta er ekki boðlegt að spila svona varnarleik.” „Alveg klárlega. Við eigum að spila heimaleiki okkar og sérstaklega þegar við skorum 33 mörk. Það er bara skandall þegar við töpum því. Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja, en 33 mörk eiga að skila okkur sigri.” FH er með tvö stig eftir fyrstu þrjá leikina, en þeir töpuðu í kvöld sínum öðrum leik í röð. Ísak segir þó enga krísu í Kaplakrika. „Það er enginn krísa hér. Við erum bara ekki búnir að vera að spila vel. Við vitum hvað við þurfum að laga og það verður lagað. Við erum með helvíti gott lið og við komum fáranlega sterkir til baka. Við komum 100% sterkir til baka og við tökumst á við þetta í sameiningu,” sagði Ísak í leikslok. Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira
ÍR vann sinn þriðja leik í Olís-deild karla í kvöld þegar liðið bar sigurorð af FH í Kaplakrika, en lokatölur urðu 33-37. ÍR því með fullt hús stiga, en staðan í hálfleik var 17-19, ÍR í vil. Hraðinn var gígantískur í fyrri hálfleik og sóknirnar óteljandi. Leikurinn róaðist í þeim síðari og leikmenn tóku ívið betri ákvarðanir. Síðustu mínúturnar voru spennandi, en lokatölur fjögurra marka sigur ÍR, 37-33. Leikurinn byrjaði heldur betur fjörlega og staðan var 5-5 eftir einungis sjö mínútna leik. Það var strax ljóst í hvað stefndi og lítið var um varnarleik og markvörslu framan af leik og liðin skoruðu að vild. Liðin héldust í hendur og staðan eftir stundarfjórðung 10-10 í jöfnum og spenanndi leik. Einar Rafn Eiðsson var magnaður í liði FH. Hann skoraði hvert markið á fætur öðru og tók af skarið þegar á þurfti. Hann var kominn með sjö mörk af sautján mörkum FH í fyrri hálfleik, en stðan var 19-17, ÍR í vil í hálfleik. ÍR náði tveggja marka forskoti tíu mínútum fyrir leikhlé og héldu því út fyrri hálfleikinn. Varnarleikur liðanna var alls ekki til útflutnings í fyrri hálfleik og skoruðu liðin að vild, þá sérstaklega ÍR, en FH-ingum tókst illa að stoppa í götin. Fjórir leikmenn í ÍR voru komnir með þrjú mörk eða fleiri hjá ÍR í hálfleik, en hjá FH var Einar Rafn með sjö mörk í hálfleik og næstu menn með tvö mörk. Síðari hálfleikurinn varð rólegri, en sá fyrri. Það hægðist á hraðanum í leiknum, skiljanlega, og bæði lið fóru að taka ívið betri ákvarðanir í sóknarleiknum. Minna var um óðagot og þrátt fyrir að áhorfendur hafi líklega haft gaman af hraðanum og skemmtuninni í fyrri hálfleik voru þjálfarar liðanna líklega ekki parsáttir með varnirnar í hálfleik. ÍR miklaði af miklum krafti og áttu heimamenn í stökustu vandræðum með agressíva vörn gestanna sem var mun ákafari í síðari hálfleik en í þeim fyrri. Þeir lokuðu vel á Einar Rafn, besta leikmann FH í fyrri hálfleik, og þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik var munurinn orðinn fimm mörk. Neista vantaði í lið FH og virtist ef til vill eitthvað af andleysi í upphafi síðari hálfleiks. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, tók þá leikhlé og kveikti aðeins í sínum mönnum sem mættu stemmdari til leiks. FH breyttu þó stöðunni úr 25-20 í 25-22 og neituðu að gefast upp. ÍR hélt þó alltaf góðri þriggjar marka forystu, en FH-ingar voru klaufar á nokkrum lykilpunktum. Guðjón L. Sigurðsson, eftirlitsmaður leiksins, gaf svo varamannabekk FH tveggja mínútna brottvísun þegar munurinn var eitt mark og átta mínútur eftir. Það voru FH-ingar mjög ósáttir við. Heimildir Vísis herma að þeir hafi einungis verið að biðja um að stoppa tímann en ekki mótmæla dómi. Það fékkst þó ekki staðfest eftir leikinn. Dýrt ef svo er í pottinn búið. Gestirnir úr Breiðholtinu breyttu stöðunni úr 31-32 í 31-35 og eftir það var ekki aftur snúið og lokatölur frábær fjögurra marka sigur ÍR, 33-37. Þvílíkur markaleikur staðreynd. Bæði lið geta ekki verið ánægð með varnarleik sinn, þá sérstaklega FH-ingar, sem hafa fengið á sig 70 mörk í síðustu tveimur leikjum sem er ekki ásættanlegt. ÍR á toppnum með fullt hús stiga og þeir kvarta ekki, en þeir hafa meðal ananars unnið Aftureldingu og FH í upphafsleikjunum. Einar Rafn Eiðsson var magnaður í liði FH í fyrri hálfleik, en skoraði einungis eitt mark í síðari hálfleik. Ísak Rafnsson kom með nokkrar sleggjur í þeim síðari og Ásbjörn Friðriksson skoraði fimm mörk. Markvarslan var ekki nægilega stöðug - en Brynjar Darri Baldursson varði nokkra mikilvæga bolta á tímapunkti í síðari hálfleik. Sturla Ásgeirsson gerði tíu mörk fyrir ÍR þar af sex úr vítum, en hann skoraði úr öllum sex vítum sínum. Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði átta mörk, en hann hefur verið frábær í upphafi móts. Davíð Georgsson og Ingi Rafn Róbertsson bættu svo við fimm mörkum hvor.Sturla: Þetta var hálfgert ping-pong „Þetta var varnarlaust hjá báðum liðum í fyrri hálfleik. Við náðum ágætis forskoti hérna um miðjan seinni hálfleikinn og svo duttum við í smá kæruleysi,” „Þeir komust inn í leikinn um leið og svo þéttum við aðeins varnarleikinn. Markverðirnir tóku mikilvæga bolta eins og Arnór hérna í lokin, en hann hefur gert það í síðustu leikjum og það var nóg.” „Þetta var hálfgert ping-pong. Engar varnir og þar af leiðandi erfitt fyrir markmennina að verja og það var 19-17 í hálfleik. Við vissum að það lið sem myndi ná að þétta sig í vörninni og fá varða bolta það myndi vinna - og það voru sem betur fer við.” „Kaplakriki er frábær heimavöllur eins og allir í deildinni. Ef maður er ekki 100% og á góðan leik þá tapar maður. Þetta er svo jafnt og það má ekkert gefa eftir,” en kemur byrjuninn Sturlu á óvart? „Nei, ég myndi ekki segja það. Við vitum að við erum með ferska stráka og við erum búnir að standa okkur ágætlega í undirbúningnum. Við förum í alla leiki til að vinna. Ef þeir hefðu þétt vörnina sína og markvörðurinn tekið tvo þrjá fleiri bolta þá hefði þetta getað dottið hinn veginn.” „Það er svo stutt á milli. Við megum ekki halda að við séum eitthvað betri en hinir. Við þurfum bara að halda áfram að gera þetta á fullu,” sagði Sturla að lokum.Ísak: Menn voru eins og einhverjar Duracell kanínur „Það er auðvitað erfitt að missa þetta í fimm mörk. sama hvaða liði maður er að spila á móti,” sagði Ísak Rafnsson, stórskytta FH, þungur á brún í leikslok. Hvar töpuðu heimamenn leiknum? „Vörn og markvarsla. Við fáum alltof mörg mörk á okkur. Þeir fá alltof mörg auðveld mörk. Það var enginn markvarsla og það er erfitt að vinna leiki þegar þú spilar ekki vörn.” „Menn voru eins og einhverjar Duracell kanínur fram og til baka hérna í fyrri hálfleik. Þetta var kannski ekki fallegasti handboltinn, en mikið af mörkum. Það var kannski gaman fyrir áhorfendur, en þetta er ekki boðlegt að spila svona varnarleik.” „Alveg klárlega. Við eigum að spila heimaleiki okkar og sérstaklega þegar við skorum 33 mörk. Það er bara skandall þegar við töpum því. Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja, en 33 mörk eiga að skila okkur sigri.” FH er með tvö stig eftir fyrstu þrjá leikina, en þeir töpuðu í kvöld sínum öðrum leik í röð. Ísak segir þó enga krísu í Kaplakrika. „Það er enginn krísa hér. Við erum bara ekki búnir að vera að spila vel. Við vitum hvað við þurfum að laga og það verður lagað. Við erum með helvíti gott lið og við komum fáranlega sterkir til baka. Við komum 100% sterkir til baka og við tökumst á við þetta í sameiningu,” sagði Ísak í leikslok.
Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira