FTT undrast afstöðu Pírata gagnvart höfundarréttinum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. september 2015 23:30 Félag tónskálda og textahöfunda er ekki sátt við afstöðu þingmanna Pírata gagnvart höfundarréttinum. Vísir Félag tónskálda og textahöfunda gagnrýnir þingmenn Pírata, Helga Hrafn Gunnarsson og Birgittu Jónsdóttur, í færslu á Facebook sem birtist fyrr í kvöld. Segir þar að afstaða þingmanna gagnvart höfundarrétti sé undarleg í ljósi þess að foreldrar þeirra hafi framfleytt fjölskyldum sínum á höfundarréttargreiðslum. „Höfundarrétturinn var og er forsenda þess að Gunnar Smári Helgason, faðir Helga Hrafns, gat um árabil framfleytt sér og fjölskyldu sinni með störfum sínum við hljóðritanir á helstu listamönnum landsins. Höfundarrétturinn var sömuleiðis forsenda þess að Bergþóru Árnadóttur, móður Birgittu Jónsdóttur, gafst kostur á að hljóðrita sín verk og hafa af þeim tekjur, bæði af hljómplötusölu og af STEF-gjöldum vegna útvarpsflutnings og spilunar á opinberum stöðvum.“Helgi Hrafn gagnrýndi í dag á þingi þær aðgerðir sem höfundarréttafélögin STEF, SFH, SÍK og FRÍSK hafa ráðist í í samstarfi við fjarskiptafélög vegna framkvæmdar á lögbanni á skráarskiptasíðurnar Deildu og The Pirate Bay.Ítrekaðar atlögur Pírata að höfundarréttinum Í færslu Félags tónskálda og textahöfunda segir að Píratar leggi ítrekað til atlögu gagnvart höfundarréttinum og að ekkert þýði að rökræða við Pírata um þessi mál. „Írekaðar atlögur Pírata að rétti höfunda til að takmarka gjaldfrjálsan aðgang að verkum sínum, virðast réttlættar með því grundvallarviðhorfi Píratanna að þær leikreglur sem almennt gilda í mannheimum, skuli alls ekki gilda í netheimum! Að draga slíkar skýringar í efa með rökræðum við Pírata er álíka vonlítið og að ætla sér að rökræða við Múhameðstrúarmenn um tilvist hinna óspjölluðu, meintu verðlaunameyja í sæluríkinu eina í himinhvolfunum.“Það er afar undarlegt, svo ekki sé meira sagt, að tveir af þeim þremur fulltrúum sem Píratar eiga á Alþingi, skuli í...Posted by Félag tónskálda og textahöfunda on Wednesday, 16 September 2015 Alþingi Tengdar fréttir Loka á vefsíðurnar óháð hýsingu þeirra Rétthafasamtök hafa náð samkomulagi við helstu fjarskiptafyrirtæki landsins um hvernig lögbannið verði túlkað og framfylgt. 16. september 2015 07:00 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Félag tónskálda og textahöfunda gagnrýnir þingmenn Pírata, Helga Hrafn Gunnarsson og Birgittu Jónsdóttur, í færslu á Facebook sem birtist fyrr í kvöld. Segir þar að afstaða þingmanna gagnvart höfundarrétti sé undarleg í ljósi þess að foreldrar þeirra hafi framfleytt fjölskyldum sínum á höfundarréttargreiðslum. „Höfundarrétturinn var og er forsenda þess að Gunnar Smári Helgason, faðir Helga Hrafns, gat um árabil framfleytt sér og fjölskyldu sinni með störfum sínum við hljóðritanir á helstu listamönnum landsins. Höfundarrétturinn var sömuleiðis forsenda þess að Bergþóru Árnadóttur, móður Birgittu Jónsdóttur, gafst kostur á að hljóðrita sín verk og hafa af þeim tekjur, bæði af hljómplötusölu og af STEF-gjöldum vegna útvarpsflutnings og spilunar á opinberum stöðvum.“Helgi Hrafn gagnrýndi í dag á þingi þær aðgerðir sem höfundarréttafélögin STEF, SFH, SÍK og FRÍSK hafa ráðist í í samstarfi við fjarskiptafélög vegna framkvæmdar á lögbanni á skráarskiptasíðurnar Deildu og The Pirate Bay.Ítrekaðar atlögur Pírata að höfundarréttinum Í færslu Félags tónskálda og textahöfunda segir að Píratar leggi ítrekað til atlögu gagnvart höfundarréttinum og að ekkert þýði að rökræða við Pírata um þessi mál. „Írekaðar atlögur Pírata að rétti höfunda til að takmarka gjaldfrjálsan aðgang að verkum sínum, virðast réttlættar með því grundvallarviðhorfi Píratanna að þær leikreglur sem almennt gilda í mannheimum, skuli alls ekki gilda í netheimum! Að draga slíkar skýringar í efa með rökræðum við Pírata er álíka vonlítið og að ætla sér að rökræða við Múhameðstrúarmenn um tilvist hinna óspjölluðu, meintu verðlaunameyja í sæluríkinu eina í himinhvolfunum.“Það er afar undarlegt, svo ekki sé meira sagt, að tveir af þeim þremur fulltrúum sem Píratar eiga á Alþingi, skuli í...Posted by Félag tónskálda og textahöfunda on Wednesday, 16 September 2015
Alþingi Tengdar fréttir Loka á vefsíðurnar óháð hýsingu þeirra Rétthafasamtök hafa náð samkomulagi við helstu fjarskiptafyrirtæki landsins um hvernig lögbannið verði túlkað og framfylgt. 16. september 2015 07:00 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Loka á vefsíðurnar óháð hýsingu þeirra Rétthafasamtök hafa náð samkomulagi við helstu fjarskiptafyrirtæki landsins um hvernig lögbannið verði túlkað og framfylgt. 16. september 2015 07:00