Lögmaður um innkaupabann borgarinnar: „Jafnmikið lögbrot og að neita viðskiptum við rauðhærða“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 16. september 2015 13:29 Einar Gautur Steingrímsson, hæstaréttarlögmaður, segir innkaupabannið í andstöðu við stjórnarskrána. vísir Reykjavíkurborg mun sniðganga varning frá Ísrael eftir að síðasta tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur í borgarstjórn þess efnis var samþykkt í gær. Tillagan snýr að því að hætta viðskiptum með ísraelskar vörur þar til hernámi ríkisins á landi Palestínumanna verði hætt. Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttarlögmaður segir ákvörðunina ekki vera í samræmi við lagabókstafinn. „Sveitarfélög eru stjórnvöld og þau mega bara framkvæma það sem þeim er falið með lögum. Degi B. Eggertssyni og Reykjavíkurborg hefur ekki verið falið utanríkismál eða það að ákveða viðskiptaþvinganir gegn erlendum ríkjum. Þannig að þeir eru komnir langt út fyrir hlutverk sitt sem sveitarfélag. Auk þess gæti ekki einu sinni ríkisstjórn tekið svona ákvörðun, það þyrfti heimild frá Alþingi.“ Einar segir borgina ekki geta skýlt sér á bak við aðgerðir ísraelskra stjórnvalda eða ástandið í Mið-Austurlöndum; Reykjavíkuborg hafi hreinlega ekki heimild til að mismuna fólki í viðskiptum. „Þetta er í andstöðu við stjórnarskrána. Þetta er jafnmikið lögbrot eins og að neita viðskiptum við rauðhærða og það þýðir ekkert að skírskota til meints framferðis Ísraela. Ísland er með stjórnmálasamband við þetta ríki og það þýðir ekkert fyrir borgina að halda að þeir séu með einu réttu skoðunina á flóknum málefnum Austurlanda og það réttlæti svona ákvörðun. Þetta er öldungis sambærilegt við það að mismuna fólki eftir þyngd eða litarhætti.“ Alþingi Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Segir fráleitt að blanda gyðingahatri inn í umræðuna Björk Vilhelmsdóttir sat sinn seinasta borgarstjórnarfund í gær og fékk samþykkta tillögu um innkaupabann borgarinnar á ísraelskar vörur. 16. september 2015 12:08 Reykjavíkurborg mun sniðganga varning frá Ísrael Eitt aðalmál borgarstjórnarfundar Reykjavíkur í gær var síðasta tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur í borgarstjórn um að Reykjavík sniðgangi vörur frá Ísrael á meðan hernám Ísraela á landi Palestínumanna varir. 16. september 2015 07:00 Björt framtíð með innkaupabanni á ísraelskar vörur í Reykjavík en á móti því í Hafnarfirði Bæjarfulltrúi í Hafnarfirði segir misræmis ekki gæta í stefnu flokksins. 16. september 2015 10:59 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Reykjavíkurborg mun sniðganga varning frá Ísrael eftir að síðasta tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur í borgarstjórn þess efnis var samþykkt í gær. Tillagan snýr að því að hætta viðskiptum með ísraelskar vörur þar til hernámi ríkisins á landi Palestínumanna verði hætt. Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttarlögmaður segir ákvörðunina ekki vera í samræmi við lagabókstafinn. „Sveitarfélög eru stjórnvöld og þau mega bara framkvæma það sem þeim er falið með lögum. Degi B. Eggertssyni og Reykjavíkurborg hefur ekki verið falið utanríkismál eða það að ákveða viðskiptaþvinganir gegn erlendum ríkjum. Þannig að þeir eru komnir langt út fyrir hlutverk sitt sem sveitarfélag. Auk þess gæti ekki einu sinni ríkisstjórn tekið svona ákvörðun, það þyrfti heimild frá Alþingi.“ Einar segir borgina ekki geta skýlt sér á bak við aðgerðir ísraelskra stjórnvalda eða ástandið í Mið-Austurlöndum; Reykjavíkuborg hafi hreinlega ekki heimild til að mismuna fólki í viðskiptum. „Þetta er í andstöðu við stjórnarskrána. Þetta er jafnmikið lögbrot eins og að neita viðskiptum við rauðhærða og það þýðir ekkert að skírskota til meints framferðis Ísraela. Ísland er með stjórnmálasamband við þetta ríki og það þýðir ekkert fyrir borgina að halda að þeir séu með einu réttu skoðunina á flóknum málefnum Austurlanda og það réttlæti svona ákvörðun. Þetta er öldungis sambærilegt við það að mismuna fólki eftir þyngd eða litarhætti.“
Alþingi Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Segir fráleitt að blanda gyðingahatri inn í umræðuna Björk Vilhelmsdóttir sat sinn seinasta borgarstjórnarfund í gær og fékk samþykkta tillögu um innkaupabann borgarinnar á ísraelskar vörur. 16. september 2015 12:08 Reykjavíkurborg mun sniðganga varning frá Ísrael Eitt aðalmál borgarstjórnarfundar Reykjavíkur í gær var síðasta tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur í borgarstjórn um að Reykjavík sniðgangi vörur frá Ísrael á meðan hernám Ísraela á landi Palestínumanna varir. 16. september 2015 07:00 Björt framtíð með innkaupabanni á ísraelskar vörur í Reykjavík en á móti því í Hafnarfirði Bæjarfulltrúi í Hafnarfirði segir misræmis ekki gæta í stefnu flokksins. 16. september 2015 10:59 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Segir fráleitt að blanda gyðingahatri inn í umræðuna Björk Vilhelmsdóttir sat sinn seinasta borgarstjórnarfund í gær og fékk samþykkta tillögu um innkaupabann borgarinnar á ísraelskar vörur. 16. september 2015 12:08
Reykjavíkurborg mun sniðganga varning frá Ísrael Eitt aðalmál borgarstjórnarfundar Reykjavíkur í gær var síðasta tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur í borgarstjórn um að Reykjavík sniðgangi vörur frá Ísrael á meðan hernám Ísraela á landi Palestínumanna varir. 16. september 2015 07:00
Björt framtíð með innkaupabanni á ísraelskar vörur í Reykjavík en á móti því í Hafnarfirði Bæjarfulltrúi í Hafnarfirði segir misræmis ekki gæta í stefnu flokksins. 16. september 2015 10:59