„Hendur okkar eru bundnar í bak og fyrir“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. september 2015 12:00 Lögreglumenn mega skv. lögum ekki blanda sér í vinnudeilur með beinum hætti. Vísir/Pjetur Urgur er í félagsmönnum SFR, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssamband lögreglumanna vegna kjaraviðræðna sinna við ríkið. Ekkert gengur í viðræðunum og hafa félögin boðað til baráttufundar á morgun. Formaður Landssambands lögreglumanna segir að töluvert beri á milli samningsaðila og að félagsmenn í Landssambandi lögreglumanna væru líklega á leiðinni í verkfall, hefðu þeir verkfallsrétt.Í frétt á vef SFR segir að félagsmenn séu óánægðir og reiðir með síðustu viðbrögð samninganefndar ríkisins en fundi deiluaðila í húsi ríkissáttasemjara var slitið í síðustu viku. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að svo virðist sem samninganefnd ríkisins hafi ekki umboð frá ríkisstjórninni til að semja við stéttarfélögin. „Ef að samninganefnd ríkisins fær umboð til þess frá ríkisstjórninni að opna á umræður um framsettar launakröfur félaganna er ekki loku fyrir það skotið að það sé hægt að semja. Samninganefndin virðist hinsvegar hreinlega ekki hafa það umboð í höndunum. Það er talsvert sem ber í milli og við erum augljóslega að horfa á samninga sem ríkisvaldið hefur gert við aðrar stéttir opinberra starfsmanna.“Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.Vísir/VilhelmVilji hinni stéttarfélagnna til að láta hart mæta hörðu Snorri segir að líklegt sé að félagsmenn stéttarfélaganna fari í verkfallsaðgerðir en félagsmenn í Landssambandi lögreglumanna verði að láta sér nægja að styðja þær aðgerðir með fundum, ræðum og blaðagreinum enda sé ólöglegt fyrir lögreglumenn að blanda sér með beinum hætti í vinnudeilur. Snorri telur þó líklegt að lögreglumenn væru á leiðinni í verkfall, mættu þeir það. „Mér segir svo hugur að vilji félagsmanna hinna stéttarfélaganna sé að láta hart mæta hörðu og þá mætti þá alveg ímynda sér að þeir muni jafnvel kjósa um verkfall. Ég leyfi mér að fullyrða að ef við hefðum verkfallsheimildir stæði vilji meirihluta félagsmanna til einhverja slíkra aðgerða. Það eina sem við getum gert er að halda fundi, skrifa og tala. Okkur er óheimilt samkvæmt lögum að blanda okkur með beinum hætti í vinnudeilur. Það er svo margt sem fylgir verkfallsréttinum eins og t.d. heimildir til að boða yfirvinnubann en við getum ekki gert neitt slíkt eða fleira í þeim dúr. Hendur okkar eru bundnar í bak og fyrir.“Enginn vilji hjá stjórnvöldum Er Snorri gagnrýninn á yfirvöld og segir að ítrekar tilraunir sínar til þess að ræða þessi mál við yfirvöld hafi ekki skilað neinu. Ef ekki eigi að leyfa verkfall lögreglumanna þurfi þá að koma til móts við þá en síðasta tilboð ríkisins hafi ekki verið mikið betra en fyrsta tilboðið sem fékk ekki góðan hljómgrunn meðal félagsmanna. „Ég hef margoft rætt þetta við stjórnvöld. Ég hef rætt þetta fram og aftur við við síðustu ríkisstjórn og þarsíðustu ríkisstjórn, þingmenn núverandi ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu. Ég leyfi mér að efast um að núverandi stjórnaflokkar séu til viðræðu um að afnema verkfallsréttinn, það voru þessir sömu flokkar sem voru við völd árið 1986 sem afnámu hann. Á móti verða þeir þá að vera tilbúnir að taka tillit til þess hve staða stéttarinnar er og veita okkur mannsæmandi laun fyrir þá vinnu sem við vinnum. Það virðist ekki vera neinn vilji og það sem maður segir hverfur bara einhvernveginn í tómið.“ Baráttufundur SFR, Sjúkraliðafélags Íslands og Landsambands lögreglumanna fer fram á morgun, 15.september, í Háskólabíói. Hefst fundurinn kl. 17.00 Verkfall 2016 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Urgur er í félagsmönnum SFR, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssamband lögreglumanna vegna kjaraviðræðna sinna við ríkið. Ekkert gengur í viðræðunum og hafa félögin boðað til baráttufundar á morgun. Formaður Landssambands lögreglumanna segir að töluvert beri á milli samningsaðila og að félagsmenn í Landssambandi lögreglumanna væru líklega á leiðinni í verkfall, hefðu þeir verkfallsrétt.Í frétt á vef SFR segir að félagsmenn séu óánægðir og reiðir með síðustu viðbrögð samninganefndar ríkisins en fundi deiluaðila í húsi ríkissáttasemjara var slitið í síðustu viku. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að svo virðist sem samninganefnd ríkisins hafi ekki umboð frá ríkisstjórninni til að semja við stéttarfélögin. „Ef að samninganefnd ríkisins fær umboð til þess frá ríkisstjórninni að opna á umræður um framsettar launakröfur félaganna er ekki loku fyrir það skotið að það sé hægt að semja. Samninganefndin virðist hinsvegar hreinlega ekki hafa það umboð í höndunum. Það er talsvert sem ber í milli og við erum augljóslega að horfa á samninga sem ríkisvaldið hefur gert við aðrar stéttir opinberra starfsmanna.“Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.Vísir/VilhelmVilji hinni stéttarfélagnna til að láta hart mæta hörðu Snorri segir að líklegt sé að félagsmenn stéttarfélaganna fari í verkfallsaðgerðir en félagsmenn í Landssambandi lögreglumanna verði að láta sér nægja að styðja þær aðgerðir með fundum, ræðum og blaðagreinum enda sé ólöglegt fyrir lögreglumenn að blanda sér með beinum hætti í vinnudeilur. Snorri telur þó líklegt að lögreglumenn væru á leiðinni í verkfall, mættu þeir það. „Mér segir svo hugur að vilji félagsmanna hinna stéttarfélaganna sé að láta hart mæta hörðu og þá mætti þá alveg ímynda sér að þeir muni jafnvel kjósa um verkfall. Ég leyfi mér að fullyrða að ef við hefðum verkfallsheimildir stæði vilji meirihluta félagsmanna til einhverja slíkra aðgerða. Það eina sem við getum gert er að halda fundi, skrifa og tala. Okkur er óheimilt samkvæmt lögum að blanda okkur með beinum hætti í vinnudeilur. Það er svo margt sem fylgir verkfallsréttinum eins og t.d. heimildir til að boða yfirvinnubann en við getum ekki gert neitt slíkt eða fleira í þeim dúr. Hendur okkar eru bundnar í bak og fyrir.“Enginn vilji hjá stjórnvöldum Er Snorri gagnrýninn á yfirvöld og segir að ítrekar tilraunir sínar til þess að ræða þessi mál við yfirvöld hafi ekki skilað neinu. Ef ekki eigi að leyfa verkfall lögreglumanna þurfi þá að koma til móts við þá en síðasta tilboð ríkisins hafi ekki verið mikið betra en fyrsta tilboðið sem fékk ekki góðan hljómgrunn meðal félagsmanna. „Ég hef margoft rætt þetta við stjórnvöld. Ég hef rætt þetta fram og aftur við við síðustu ríkisstjórn og þarsíðustu ríkisstjórn, þingmenn núverandi ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu. Ég leyfi mér að efast um að núverandi stjórnaflokkar séu til viðræðu um að afnema verkfallsréttinn, það voru þessir sömu flokkar sem voru við völd árið 1986 sem afnámu hann. Á móti verða þeir þá að vera tilbúnir að taka tillit til þess hve staða stéttarinnar er og veita okkur mannsæmandi laun fyrir þá vinnu sem við vinnum. Það virðist ekki vera neinn vilji og það sem maður segir hverfur bara einhvernveginn í tómið.“ Baráttufundur SFR, Sjúkraliðafélags Íslands og Landsambands lögreglumanna fer fram á morgun, 15.september, í Háskólabíói. Hefst fundurinn kl. 17.00
Verkfall 2016 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira